< Psalms 34 >
1 [A Psalm] of David; when he changed his behaviour before Abimelech, who drove him away, and he departed. I will bless the LORD at all times: his praise shall continually be in my mouth.
Ég vil lofa Drottin öllum stundum, vegsama hann seint og snemma.
2 My soul shall make her boast in the LORD: the meek shall hear thereof, and be glad.
Ég hrósa mér af Drottni. Hinir hógværu hlusta og öðlast nýjan kjark.
3 O magnify the LORD with me, and let us exalt his name together.
Lofið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.
4 I sought the LORD, and he answered me, and delivered me from all my fears.
Ég hrópaði til hans og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því sem ég hræddist.
5 They looked unto him, and were lightened: and their faces shall never be confounded.
Lítið til hans og gleðjist og þið munuð ekki verða til skammar.
6 This poor man cried, and the LORD heard him, and saved him out of all his troubles.
Ég var vesæll og aumur, en ég hrópaði til Drottins. Drottinn heyrði hróp mitt og frelsaði frá öllu því sem ég hræddist.
7 The angel of the LORD encampeth round about them that fear him, and delivereth them.
Engill Drottins stendur vörð um þá sem óttast hann, og hann bjargar þeim.
8 O taste and see that the LORD is good: blessed is the man that trusteth in him.
Finndu og sjáðu hve Guð er góður! Sæll er sá sem leitar hælis hjá honum.
9 O fear the LORD, ye his saints: for there is no want to them that fear him.
Treystið Drottni og sýnið honum lotningu – óttist hann – því að þeir sem óttast hann líða engan skort.
10 The young lions do lack, and suffer hunger: but they that seek the LORD shall not want any good thing.
Ung ljón búa við skort en þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis.
11 Come, ye children, hearken unto me: I will teach you the fear of the LORD.
Börnin góð, komið og ég mun kenna ykkur að óttast Drottin. Það er mikilvægt.
12 What man is he that desireth life, and loveth [many] days, that he may see good?
Viljið þið lifa langa og góða ævi?
13 Keep thy tongue from evil, and thy lips from speaking guile.
Gætið þá tungu ykkar! Segið aldrei ósatt orð.
14 Depart from evil, and do good; seek peace, and pursue it.
Haldið ykkur frá öllu illu og ástundið það sem gott er. Reynið að lifa í sátt við aðra menn og keppið eftir friði.
15 The eyes of the LORD are toward the righteous, and his ears are [open] unto their cry.
Því að augu Drottins hvíla á hinum réttlátu og hann hlustar eftir bænum þeirra.
16 The face of the LORD is against them that do evil, to cut off the remembrance of them from the earth.
En öllum óguðlegum mun Drottinn eyða og afmá minningu þeirra af jörðinni.
17 [The righteous] cried, and the LORD heard, and delivered them out of all their troubles.
Þegar réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn og frelsar þá úr nauðum.
18 The LORD is nigh unto them that are of a broken heart, and saveth such as be of a contrite spirit.
Já, Drottinn er nálægur öllum þeim sem hafa auðmjúkt hjarta. Hann frelsar þá sem í einlægni og auðmýkt iðrast synda sinna.
19 Many are the afflictions of the righteous: but the LORD delivereth him out of them all.
Góður maður kemst oft í vanda – fær sinn skammt af mótlæti – en Drottinn á lausn við öllu slíku.
20 He keepeth all his bones: not one of them is broken.
Jafnvel gegn slysum verndar Drottinn hann.
21 Evil shall slay the wicked: and they that hate the righteous shall be condemned.
Ógæfan eltir og drepur óguðlegan mann og þeir sem hata réttláta bíða síns dóms.
22 The LORD redeemeth the soul of his servants: and none of them that trust in him shall be condemned.
En Drottinn frelsar líf þjóna sinna. Enginn sem leitar hælis hjá honum verður dæmdur sekur.