< Psalms 112 >
1 Praise ye the LORD. Blessed is the man that feareth the LORD, that delighteth greatly in his commandments.
Dýrð sé Guði! Að trúa á Guð og treysta honum veitir ómælda blessun. Sæll er sá maður sem hefur unun af boðorðum hans.
2 His seed shall be mighty upon earth: the generation of the upright shall be blessed.
Börn hans njóta hvarvetna heiðurs, því að góður arfur eflir göfugan mann.
3 Wealth and riches are in his house: and his righteousness endureth for ever.
Sjálfur býr hann við auðlegð og góðverk hans gleymast ekki.
4 Unto the upright there ariseth light in the darkness: [he is] gracious, and full of compassion, and righteous.
Réttlátum er hann ljós í myrkri – miskunn hans og gæska eru augljós.
5 Well is it with the man that dealeth graciously and lendeth; he shall maintain his cause in judgment.
Sá mun blessun hljóta sem er góðgjarn og fús að lána og framkvæmir verk sín með réttvísi.
6 For he shall never be moved; the righteous shall be had in everlasting remembrance.
Slíkur maður verður ekki fórnarlamb illra atvika. Umhyggja Guðs fyrir honum verður umræðuefni þeirra sem þekkja hann.
7 He shall not be afraid of evil tidings: his heart is fixed, trusting in the LORD.
Hann óttast ekki vondar fréttir, né kvíðir því sem koma skal. Hann er öruggur og veit að Drottinn annast hann.
8 His heart is established, he shall not be afraid, until he see [his desire] upon his adversaries.
Þess vegna óttast hann ekkert og horfir á óvini sína með stakri ró.
9 He hath dispersed, he hath given to the needy; his righteousness endureth for ever: his horn shall be exalted with honour.
Hann hefur miðlað mildilega og gefið fátækum. Góðverk hans munu ekki gleymast. Hann mun njóta vinsælda og hafa áhrif.
10 The wicked shall see it, and be grieved; he shall gnash with his teeth, and melt away: the desire of the wicked shall perish.
Þetta sjá óguðlegir og þeim gremst. Þeir munu gnísta tönnum og tortímast og óskir þeirra rætast ekki.