< Luke 1 >

1 Forasmuch as many have taken in hand to draw up a narrative concerning those matters which have been fulfilled among us,
Heiðraði Þeófílus. Nú þegar hafa verið skrifaðar allmargar frásögur um Krist, byggðar á heimildum postulanna og annarra sjónarvotta.
2 even as they delivered them unto us, which from the beginning were eyewitnesses and ministers of the word,
3 it seemed good to me also, having traced the course of all things accurately from the first, to write unto thee in order, most excellent Theophilus;
En ég taldi rétt að rannsaka þessar heimildir á ný frá upphafi til enda, og nú sendi ég þér árangur þeirra nákvæmu athugana sem ég hef gert.
4 that thou mightest know the certainty concerning the things wherein thou wast instructed.
Þetta geri ég til að fullvissa þig um sannleiksgildi þess sem þú hefur heyrt hjá öðrum.
5 There was in the days of Herod, king of Judaea, a certain priest named Zacharias, of the course of Abijah: and he had a wife of the daughters of Aaron, and her name was Elisabeth.
Frásaga mín hefst á prestinum Sakaría, sem var uppi á dögum Heródesar konungs í Júdeu. Sakaría var úr flokki Abía, en það var einn af mörgum flokkum musterisþjónanna. Elísabet, kona hans, var einnig af gyðinglegri prestaætt; afkomandi Arons.
6 And they were both righteous before God, walking in all the commandments and ordinances of the Lord blameless.
Þau hjón voru bæði guðrækin og leituðust við að halda boðorð Guðs óaðfinnanlega.
7 And they had no child, because that Elisabeth was barren, and they both were [now] well stricken in years.
Þau voru barnlaus – Elísabet gat ekki átt börn – og auk þess orðin roskin.
8 Now it came to pass, while he executed the priest’s office before God in the order of his course,
Dag nokkurn þegar Sakaría var að sinna störfum sínum í musterinu – flokkur hans var einmitt á vakt þá vikuna – féll það í hlut hans að fara inn í musterið og brenna reykelsi frammi fyrir Drottni.
9 according to the custom of the priest’s office, his lot was to enter into the temple of the Lord and burn incense.
10 And the whole multitude of the people were praying without at the hour of incense.
Eins og ávallt er reykelsisfórnin fór fram, stóð fjöldi fólks fyrir utan musterið á bæn.
11 And there appeared unto him an angel of the Lord standing on the right side of the altar of incense.
Allt í einu sá Sakaría engil standa hægra megin við reykelsisaltarið. Honum varð hverft við og hann varð mjög hræddur.
12 And Zacharias was troubled when he saw [him], and fear fell upon him.
13 But the angel said unto him, Fear not, Zacharias: because thy supplication is heard, and thy wife Elisabeth shall bear thee a son, and thou shalt call his name John.
Engillinn sagði: „Sakaría, vertu óhræddur! Ég kem til að segja þér að Guð hefur heyrt bæn þína. Konan þín, hún Elísabet, mun fæða þér son! Þú skalt láta hann heita Jóhannes.
14 And thou shalt have joy and gladness; and many shall rejoice at his birth.
Fæðing hans mun verða ykkur báðum mikið gleðiefni og margir munu samgleðjast ykkur,
15 For he shall be great in the sight of the Lord, and he shall drink no wine nor strong drink; and he shall be filled with the Holy Ghost, even from his mother’s womb.
því hann á eftir að verða einn af hetjum Guðs. Hann má aldrei snerta vín né sterka drykki, en þess í stað mun hann fyllast heilögum anda, meira að segja áður en hann fæðist!
16 And many of the children of Israel shall he turn unto the Lord their God.
Hann mun snúa mörgum Gyðingum til Drottins, Guðs þeirra.
17 And he shall go before his face in the spirit and power of Elijah, to turn the hearts of the fathers to the children, and the disobedient [to walk] in the wisdom of the just; to make ready for the Lord a people prepared [for him].
Hann verður mikilmenni og máttugur eins og Elía, hinn forni spámaður. Hann mun koma á undan Kristi, búa fólkið undir komu hans og kenna því að elska Drottin eins og forfeður þess gerðu, og lifa sem trúað fólk.“
18 And Zacharias said unto the angel, Whereby shall I know this? for I am an old man, and my wife well stricken in years.
Þá sagði Sakaría við engilinn: „Já, en þetta er útilokað! Ég er orðinn gamall og konan mín líka.“
19 And the angel answering said unto him, I am Gabriel, that stand in the presence of God; and I was sent to speak unto thee, and to bring thee these good tidings.
Engillinn svaraði: „Ég er Gabríel! Ég stend frammi fyrir hásæti Guðs, sem sendi mig til að flytja þér þessar góðu fréttir
20 And behold, thou shalt be silent and not able to speak, until the day that these things shall come to pass, because thou believedst not my words, which shall be fulfilled in their season.
En fyrst þú trúðir mér ekki, munt þú verða mállaus þangað til barnið er fætt. Ég ábyrgist að orð mín munu rætast á sínum tíma.“
21 And the people were waiting for Zacharias, and they marveled while he tarried in the temple.
Fólkið beið eftir Sakaría og undraðist hve honum dvaldist í musterinu.
22 And when he came out, he could not speak unto them: and they perceived that he had seen a vision in the temple: and he continued making signs unto them, and remained dumb.
Þegar hann kom út, gat hann ekkert sagt, og fólkið skildi af látbragði hans að hann hlyti að hafa séð sýn inni í musterinu.
23 And it came to pass, when the days of his ministration were fulfilled, he departed unto his house.
Eftir þetta dvaldist hann í musterinu sinn tíma og fór síðan heim.
24 And after these days Elisabeth his wife conceived; and she hid herself five months, saying,
Stuttu síðar varð Elísabet kona hans þunguð en hún leyndi því fyrstu fimm mánuðina.
25 Thus hath the Lord done unto me in the days wherein he looked upon [me], to take away my reproach among men.
„En hvað Drottinn er góður að leysa mig undan þeirri skömm að geta ekki átt barn!“hrópaði hún.
26 Now in the sixth month the angel Gabriel was sent from God unto a city of Galilee, named Nazareth,
Mánuði síðar sendi Guð engilinn Gabríel til meyjar sem María hét og bjó í þorpinu Nasaret í Galíleu. Hún var trúlofuð manni að nafni Jósef og var hann af ætt Davíðs konungs.
27 to a virgin betrothed to a man whose name was Joseph, of the house of David; and the virgin’s name was Mary.
28 And he came in unto her, and said, Hail, thou that art highly favoured, the Lord [is] with thee.
Gabríel birtist henni og sagði: „Sæl, þú hin útvalda! Drottinn er með þér!“
29 But she was greatly troubled at the saying, and cast in her mind what manner of salutation this might be.
María varð undrandi og reyndi að skilja hvað engillinn ætti við.
30 And the angel said unto her, Fear not, Mary: for thou hast found favour with God.
„Vertu ekki hrædd, María, “sagði engillinn, „Guð ætlar að blessa þig ríkulega.
31 And behold, thou shalt conceive in thy womb, and bring forth a son, and shalt call his name JESUS.
Innan skamms munt þú verða barnshafandi og eignast dreng, sem þú skalt nefna Jesú.
32 He shall be great, and shall be called the Son of the Most High: and the Lord God shall give unto him the throne of his father David:
Hann mun verða mikill og kallast sonur Guðs. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs konungs, ættföður hans,
33 and he shall reign over the house of Jacob for ever; and of his kingdom there shall be no end. (aiōn g165)
og hann mun ríkja yfir Ísrael að eilífu. Á ríki hans mun enginn endir verða!“ (aiōn g165)
34 And Mary said unto the angel, How shall this be, seeing I know not a man?
„Hvernig má það vera?“spurði María, „ég hef ekki karlmanns kennt.“
35 And the angel answered and said unto her, The Holy Ghost shall come upon thee, and the power of the Most High shall overshadow thee: wherefore also that which is to be born shall be called holy, the Son of God.
Engillinn svaraði: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Guðs mun umlykja þig, barnið þitt verður því heilagt sonur Guðs.
36 And behold, Elisabeth thy kinswoman, she also hath conceived a son in her old age: and this is the sixth month with her that was called barren.
Nú eru sex mánuðir síðan Elísabet frænka þín óbyrjan, eins og fólk kallaði hana – varð þunguð í elli sinni!
37 For no word from God shall be void of power.
Guði er ekkert um megn.“
38 And Mary said, Behold, the handmaid of the Lord; be it unto me according to thy word. And the angel departed from her.
Og María sagði: „Ég vil hlýða og þjóna Drottni. Verði allt eins og þú sagðir.“Þá hvarf engillinn.
39 And Mary arose in these days and went into the hill country with haste, into a city of Judah;
Nokkrum dögum síðar fór María til fjallaþorpsins í Júdeu þar sem Sakaría bjó og heimsótti Elísabetu.
40 and entered into the house of Zacharias and saluted Elisabeth.
41 And it came to pass, when Elisabeth heard the salutation of Mary, the babe leaped in her womb; and Elisabeth was filled with the Holy Ghost;
Þegar María heilsaði, tók barn Elísabetar viðbragð í kviði hennar og hún fylltist heilögum anda.
42 and she lifted up her voice with a loud cry, and said, Blessed [art] thou among women, and blessed [is] the fruit of thy womb.
Hún hrópaði upp í gleði sinni og sagði við Maríu: „Guð hefur blessað þig umfram allar aðrar konur, og barni þínu er ætluð hin æðsta blessun hans.
43 And whence is this to me, that the mother of my Lord should come unto me?
Hvílíkur heiður fyrir mig að móðir Drottins míns skuli heimsækja mig.
44 For behold, when the voice of thy salutation came into mine ears, the babe leaped in my womb for joy.
Um leið og þú komst inn og heilsaðir mér tók barnið mitt viðbragð af gleði!
45 And blessed [is] she that believed; for there shall be a fulfillment of the things which have been spoken to her from the Lord.
Þú trúðir að Guð mundi standa við orð sín og þess vegna hefur hann ríkulega blessað þig.“
46 And Mary said, My soul doth magnify the Lord,
Og María sagði: „Ó, ég lofa Drottin!
47 And my spirit hath rejoiced in God my Saviour.
Ég gleðst í Guði, frelsara mínum.
48 For he hath looked upon the low estate of his handmaiden: For behold, from henceforth all generations shall call me blessed.
Hann mundi eftir lítilmótlegri ambátt sinni og héðan í frá munu allar kynslóðir tala um hvernig Guð blessaði mig.
49 For he that is mighty hath done to me great things; And holy is his name.
Hann, hinn voldugi og heilagi, hefur gert mikla hluti fyrir mig.
50 And his mercy is unto generations and generations On them that fear him.
Miskunn hans við þá sem trúa á hann, varir frá kynslóð til kynslóðar.
51 He hath shewed strength with his arm; He hath scattered the proud in the imagination of their heart.
Hann hefur unnið stórvirki með mætti sínum og tvístrað hinum stoltu og drambsömu.
52 He hath put down princes from [their] thrones, And hath exalted them of low degree.
Hann hefur steypt höfðingjum úr hásætum og upphafið auðmjúka.
53 The hungry he hath filled with good things; And the rich he hath sent empty away.
Hann hefur mettað hungraða gæðum og látið ríka fara tómhenta frá sér.
54 He hath holpen Israel his servant, That he might remember mercy
Hann hefur hjálpað þjóni sínum, Ísrael, og ekki gleymt loforðum sínum.
55 (As he spake unto our fathers) Toward Abraham and his seed for ever. (aiōn g165)
Hann lofaði feðrum okkar – Abraham og afkomendum hans – að sýna þeim miskunn að eilífu.“ (aiōn g165)
56 And Mary abode with her about three months, and returned unto her house.
Eftir þetta dvaldist María hjá Elísabetu í þrjá mánuði, en að því búnu hélt hún heim.
57 Now Elisabeth’s time was fulfilled that she should be delivered; and she brought forth a son.
Þegar meðgöngutíma Elísabetar lauk, fæddi hún son.
58 And her neighbours and her kinsfolk heard that the Lord had magnified his mercy towards her; and they rejoiced with her.
Vinir og ættingjar fréttu fljótt hve góður Drottinn hafði verið Elísabetu og samglöddust henni.
59 And it came to pass on the eighth day, that they came to circumcise the child; and they would have called him Zacharias, after the name of his father.
Þegar barnið var átta daga gamalt komu þeir til að vera viðstaddir umskurnina. Allir gerðu ráð fyrir að drengurinn yrði látinn heita Sakaría eftir föður sínum,
60 And his mother answered and said, Not so; but he shall be called John.
en Elísabet sagði: „Nei, hann á að heita Jóhannes.“
61 And they said unto her, There is none of thy kindred that is called by this name.
„Hvers vegna?“spurði fólkið undrandi, „það er enginn með því nafni í allri fjölskyldunni!“
62 And they made signs to his father, what he would have him called.
Faðir barnsins var síðan spurður með bendingum hvað barnið ætti að heita.
63 And he asked for a writing tablet, and wrote, saying, His name is John. And they marveled all.
Hann bað um spjald og skrifaði á það, öllum til mikillar furðu: „Nafn hans er Jóhannes.“
64 And his mouth was opened immediately, and his tongue [loosed], and he spake, blessing God.
Á sama andartaki fékk hann málið og lofaði Guð.
65 And fear came on all that dwelt round about them: and all these sayings were noised abroad throughout all the hill country of Judaea.
Nágrannarnir urðu undrandi og fréttin um þetta barst um alla fjallabyggð Júdeu.
66 And all that heard them laid them up in their heart, saying, What then shall this child be? For the hand of the Lord was with him.
Þeir sem heyrðu þetta, veltu því vandlega fyrir sér og sögðu: „Hvað skyldi verða úr þessu barni? Hönd Drottins er greinilega með því á sérstakan hátt.“
67 And his father Zacharias was filled with the Holy Ghost, and prophesied, saying,
Sakaría, faðir drengsins, fylltist heilögum anda og spáði:
68 Blessed [be] the Lord, the God of Israel; For he hath visited and wrought redemption for his people,
„Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því hann hefur vitjað þjóðar sinnar til að bjarga henni.
69 And hath raised up a horn of salvation for us In the house of his servant David
Hann gefur okkur máttugan frelsara af ætt Davíðs konungs, þjóns síns,
70 (As he spake by the mouth of his holy prophets which have been since the world began), (aiōn g165)
eins og hinir heilögu spámenn höfðu sagt fyrir, (aiōn g165)
71 Salvation from our enemies, and from the hand of all that hate us;
til að frelsa okkur undan óvinum okkar og öllum þeim sem hata okkur.
72 To shew mercy towards our fathers, And to remember his holy covenant;
Hann sýndi forfeðrum okkar miskunn og minntist síns heilaga loforðs, sem hann gaf Abraham, að frelsa okkur frá óvinum okkar,
73 The oath which he sware unto Abraham our father,
74 To grant unto us that we being delivered out of the hand of our enemies Should serve him without fear,
75 In holiness and righteousness before him all our days.
helga okkur og gera okkur hæf til að dvelja hjá sér að eilífu.
76 Yea and thou, child, shalt be called the prophet of the Most High: For thou shalt go before the face of the Lord to make ready his ways;
Þú, sonur minn, verður kallaður spámaður almáttugs Guðs, því þú munt ryðja Kristi veg.
77 To give knowledge of salvation unto his people In the remission of their sins,
Þú munt veita fólkinu þekkingu á hjálpræðinu og fyrirgefningu syndanna.
78 Because of the tender mercy of our God, Whereby the dayspring from on high shall visit us,
Þessu mun kærleikur Guðs og miskunn koma til leiðar, hann sendir okkur ljós sitt.
79 To shine upon them that sit in darkness and the shadow of death; To guide our feet into the way of peace.
Það mun lýsa þeim er sitja í myrkri og skugga dauðans, og leiða okkur á friðarveg.“
80 And the child grew, and waxed strong in spirit, and was in the deserts till the day of his shewing unto Israel.
Og drengurinn óx og Guð styrkti hann. Þegar hann hafði aldur til, fór hann út í óbyggðina og dvaldist þar þangað til hann hóf starf sitt meðal þjóðarinnar.

< Luke 1 >