< 1 Timothy 4 >
1 But the Spirit saith expressly, that in later times some shall fall away from the faith, giving heed to seducing spirits and doctrines of devils,
Heilagur andi segir skýrt og greinilega að á síðustu tímum muni sumir snúa baki við Kristi, hlýða lyga-öndum og fylgja kenningum sem komnar eru frá Satani.
2 through the hypocrisy of men that speak lies, branded in their own conscience as with a hot iron;
Þessir kennimenn munu ljúga án þess að blikna, því þeir hafa svæft samvisku sína.
3 forbidding to marry, [and commanding] to abstain from meats, which God created to be received with thanksgiving by them that believe and know the truth.
Þeir munu banna fólki að ganga í hjónaband og segja það rangt að borða kjöt, þótt hvort tveggja sé frá Guði. Þetta tvennt er vissulega ætlað trúuðu fólki sem þekkir sannleikann. Það njóti þessara gjafa og þakki Guði.
4 For every creature of God is good, and nothing is to be rejected, if it be received with thanksgiving:
Allt sem Guð hefur skapað er gott og við getum neytt þess með gleði eftir að hafa þakkað Guði.
5 for it is sanctified through the word of God and prayer.
Það helgast af Guðs orði og bæn.
6 If thou put the brethren in mind of these things, thou shalt be a good minister of Christ Jesus, nourished in the words of the faith, and of the good doctrine which thou hast followed [until now]:
Ef þú brýnir þetta fyrir hinum trúuðu, ert þú góður þjónn Jesú Krists, sem lifir í trú á hina réttu kenningu, sem þú hefur fylgt.
7 but refuse profane and old wives’ fables. And exercise thyself unto godliness:
Eyddu ekki tíma í deilur um fánýt efni eða kjánalegar goðsagnir og helgisögur. Kappkostaðu miklu fremur að viðhalda andlegri hæfni þinni.
8 for bodily exercise is profitable for a little; but godliness is profitable for all things, having promise of the life which now is, and of that which is to come.
Líkamsþjálfun getur að vísu verið gagnleg en iðkun trúarlífsins er miklu þýðingarmeiri og er þér til hressingar á allan hátt. Leggðu því stund á andlega þjálfun og æfðu þig í því að verða heilsteyptari í trúnni. Það er nytsamlegt, bæði nú í þessu lífi og einnig í hinu komandi.
9 Faithful is the saying, and worthy of all acceptation.
Þetta er satt og eftir þessu ættu allir að fara. Við leggjum hart að okkur og þolum miklar raunir í viðleitninni til að fá fólk til að trúa þessu, því við höfum sett von okkar á hinn lifandi Guð, sem dó fyrir alla, en þó sérstaklega þá sem tekið hafa við hjálpræði hans.
10 For to this end we labour and strive, because we have our hope set on the living God, who is the Saviour of all men, specially of them that believe.
11 These things command and teach.
Þetta skaltu kenna og gættu þess vel að allir taki námið alvarlega.
12 Let no man despise thy youth; but be thou an ensample to them that believe, in word, in manner of life, in love, in faith, in purity.
Láttu engan líta niður á þig, vegna þess hve ungur þú ert, en vertu fyrirmynd trúaðra og farðu sjálfur eftir því sem þú kennir og þá munu þeir einnig gera það. Vertu þeim líka til fyrirmyndar í kærleika, trú og hreinleika.
13 Till I come, give heed to reading, to exhortation, to teaching.
Ég bið þig að lesa og útskýra orð Guðs af kostgæfni fyrir söfnuðinum og boða það þangað til ég kem.
14 Neglect not the gift that is in thee, which was given thee by prophecy, with the laying on of the hands of the presbytery.
Gættu þess vel að nota hæfileikana sem Guð gaf þér, þegar leiðtogar safnaðarins lögðu hendur yfir þig og fluttu þér spádóm frá Guði.
15 Be diligent in these things; give thyself wholly to them; that thy progress may be manifest unto all.
Notaðu nú þessa hæfileika og varpaðu þér út í starfið, svo að allir geti séð hversu þér hefur farið fram.
16 Take heed to thyself, and to thy teaching. Continue in these things; for in doing this thou shalt save both thyself and them that hear thee.
Hafðu gát á sjálfum þér og því sem þú kennir. Haltu fast við sannleikann og þá mun Guð bæði gera þig hólpinn og áheyrendur þína.