< 1 John 2 >
1 My little children, these things write I unto you, that ye may not sin. And if any man sin, we have an Advocate with the Father, Jesus Christ the righteous:
Börnin mín, þetta segi ég til þess að þið haldið ykkur frá syndinni. En ef einhver syndgar, þá skuluð þið vita að við höfum talsmann hjá Guði föður, sem biður fyrir okkur. Þessi talsmaður er Jesús Kristur. Hann er óaðfinnanlegur í öllu og Guði velþóknanlegur.
2 and he is the propitiation for our sins; and not for ours only, but also for the whole world.
Það er hann sem tók á sig reiði Guðs vegna synda okkar og leiddi okkur til samfélags við Guð. Hann er fyrirgefning synda okkar, og ekki aðeins okkar synda, heldur einnig alls heimsins.
3 And hereby know we that we know him, if we keep his commandments.
Hvernig getum við verið viss um að við tilheyrum Guði? Með því að rannsaka okkur sjálf og komast að því hvort við hlýðum hans vilja í raun og veru.
4 He that saith, I know him, and keepeth not his commandments, is a liar, and the truth is not in him:
Sá sem segir: „Ég er kristinn. Ég á eilíft líf, “en hlýðir þó ekki boðum hans og vilja er lygari.
5 but whoso keepeth his word, in him verily hath the love of God been perfected. Hereby know we that we are in him:
Þeir sem gera hins vegar það sem Kristur býður þeim, vaxa í kærleika til Guðs og á því er hægt að sjá hvort þeir eru kristnir eða ekki.
6 he that saith he abideth in him ought himself also to walk even as he walked.
Sá sem segist vera kristinn á að breyta eins og Kristur breytti.
7 Beloved, no new commandment write I unto you, but an old commandment which ye had from the beginning: the old commandment is the word which ye heard.
Kæru vinir, það er ekki nýtt boðorð sem ég ætla að gefa ykkur. Þið kunnið það. Það er gamalt boðorð og þið hafið þekkt það frá öndverðu.
8 Again, a new commandment write I unto you, which thing is true in him and in you; because the darkness is passing away, and the true light already shineth.
Samt er það alltaf nýtt og gildir eins fyrir ykkur og Krist, en það er svona: Elskið hvert annað. Þegar við hlýðum þessu boðorði hverfur myrkrið úr lífi okkar og hið nýja ljós – ljós Krists – skín inn í sál okkar.
9 He that saith he is in the light, and hateth his brother, is in the darkness even until now.
Ef einhver segist ganga í ljósi Krists, en ber illan hug til meðbróður síns, þá er hann enn í myrkrinu.
10 He that loveth his brother abideth in the light, and there is none occasion of stumbling in him.
En sá sem elskar meðbróður sinn og gengur í ljósi Krists, kemst leiðar sinnar án þess að hrasa í myrkri og synd.
11 But he that hateth his brother is in the darkness, and walketh in the darkness, and knoweth not whither he goeth, because the darkness hath blinded his eyes.
Hafi einhver óbeit á meðbróður sínum, er hann í andlegu myrkri og veit ekki hvert hann fer. Þá hefur myrkrið blindað hann svo að hann sér ekki veginn.
12 I write unto you, [my] little children, because your sins are forgiven you for his name’s sake.
Þetta skrifa ég ykkur öllum, börnin mín, vegna þess að syndir ykkar eru nú þegar fyrirgefnar, í nafni Jesú frelsara okkar.
13 I write unto you, fathers, because ye know him which is from the beginning. I write unto you, young men, because ye have overcome the evil one. I have written unto you, little children, because ye know the Father.
Við ykkur sem eldri eruð segi ég þetta, af því að þið þekkið Krist, hann, sem hefur verið til frá upphafi. Og þið ungu menn, ég beini orðum mínum til ykkar, því að þið hafið unnið sigur á Satan. Ungu drengir og stúlkur, ykkur skrifa ég einnig, því að þið þekkið Guð, föðurinn.
14 I have written unto you, fathers, because ye know him which is from the beginning. I have written unto you, young men, because ye are strong, and the word of God abideth in you, and ye have overcome the evil one.
Nú ávarpa ég ykkur, feður, sem þekkið hinn eilífa Guð, og ykkur ungu menn, sem eruð styrkir vegna orðs Guðs, sem er í hjörtum ykkar, – þið hafið sigrað Satan.
15 Love not the world, neither the things that are in the world. If any man love the world, the love of the Father is not in him.
Elskið ekki þennan vonda heim og það sem í honum er, því að ef þið gerið það, þá elskið þið ekki Guð af heilum hug.
16 For all that is in the world, the lust of the flesh, and the lust of the eyes, and the vainglory of life, is not of the Father, but is of the world.
Heimurinn er fullur af illsku – illum nautnum, spilltu kynlífi, lífsgæðakapphlaupi og hroka sem fylgir auðæfum og upphefð – ekkert af þessu er frá Guði.
17 And the world passeth away, and the lust thereof: but he that doeth the will of God abideth for ever. (aiōn )
Þessi heimur mun líða undir lok og með honum allt það illa sem í honum er, en sá sem gerir Guðs vilja, mun lifa að eilífu. (aiōn )
18 Little children, it is the last hour: and as ye heard that antichrist cometh, even now have there arisen many antichrists; whereby we know that it is the last hour.
Kæru börn, þessi heimur á stutt eftir. Þið hafið heyrt að andkristurinn – sá sem berst gegn Kristi – muni koma. Margir slíkir eru þegar komnir fram og það styrkir þá vissu okkar að endir þessa heims er skammt undan.
19 They went out from us, but they were not of us; for if they had been of us, they would have continued with us: but [they went out], that they might be made manifest how that they all are not of us.
Þessir menn – andkristarnir – voru í söfnuðum okkar, en aðeins að nafninu til, annars hefðu þeir verið kyrrir. Þeir yfirgáfu okkur og það sannaði best að þeir voru af allt öðru sauðahúsi.
20 And ye have an anointing from the Holy One, and ye know all things.
Því er öðruvísi varið með ykkur. Heilagur andi hefur komið yfir ykkur, þið þekkið sannleikann,
21 I have not written unto you because ye know not the truth, but because ye know it, and because no lie is of the truth.
og því skrifa ég ykkur ekki eins og þeim sem ekki þekkja sannleikann. Ég veit að þið þekkið muninn á réttu og röngu og þess vegna skrifa ég ykkur á þennan hátt.
22 Who is the liar but he that denieth that Jesus is the Christ? This is the antichrist, [even] he that denieth the Father and the Son.
Hver er lygari ef ekki sá sem segir að Jesús sé ekki Kristur? Slíkur maður er andkristur, því að hann trúir hvorki á Guð föður né son hans.
23 Whosoever denieth the Son, the same hath not the Father: he that confesseth the Son hath the Father also.
Sá sem ekki trúir á Krist, Guðs son, getur ekki haft samfélag við Guð föður, en sá sem hefur samfélag við Krist, Guðs son, hefur einnig samfélag við Guð föður.
24 As for you, let that abide in you which ye heard from the beginning. If that which ye heard from the beginning abide in you, ye also shall abide in the Son, and in the Father.
Haldið áfram að trúa því sem ykkur var kennt í upphafi, því að ef þið gerið það, munuð þið eiga náið samfélag bæði við Guð föður og son hans.
25 And this is the promise which he promised us, [even] the life eternal. (aiōnios )
Guð hefur heitið okkur gjöf og sú gjöf er eilíft líf. (aiōnios )
26 These things have I written unto you concerning them that would lead you astray.
Þessum skrifum mínum um andkrist, er beint gegn þeim sem reyna að blekkja ykkur og leiða í villu.
27 And as for you, the anointing which ye received of him abideth in you, and ye need not that any one teach you; but as his anointing teacheth you concerning all things, and is true, and is no lie, and even as it taught you, ye abide in him.
Þið hafið tekið á móti heilögum anda, hann býr í ykkur og því þarf enginn að segja ykkur hvað sé rétt. Heilagur andi fræðir ykkur um allt. Hann er sannleikurinn. Hann lýgur ekki og því verðið þið, eins og hann sagði, að lifa í Kristi og halda ykkur fast við hann.
28 And now, [my] little children, abide in him; that, if he shall be manifested, we may have boldness, and not be ashamed before him at his coming.
Börnin mín, rækið samfélagið við Drottin, svo að þið getið verið viss um að ykkur vegni vel þegar hann kemur og að þið þurfið þá ekki að blygðast ykkar eða fara í felur.
29 If ye know that he is righteous, ye know that every one also that doeth righteousness is begotten of him.
Við vitum að Guð er góður og gerir aðeins rétt. Þess vegna ályktum við réttilega að allir aðrir, sem það gera, séu hans börn.