< Psalms 77 >

1 “For the leader of the music of the Jeduthunites. A psalm of Asaph.” I call upon God; I cry aloud for help; I call upon God, that he would hear me!
Ég ákalla Drottin. Ég hrópa og kalla til hans. Ó, að hann vildi hlusta!
2 In the day of my trouble I seek the Lord; In the night is my hand stretched forth continually; My soul refuseth to be comforted.
Ég er í miklum vanda og þarfnast mjög hjálpar hans. Alla nóttina er ég á bæn, ég lyfti höndum til himins, – ég bið og bið. Ég mun ekki eiga glaðan dag fyrr en Drottinn hefur hjálpað mér.
3 I remember God, and am disquieted; I think of him, and my spirit is overwhelmed.
Ég hugsa um Guð, mikið þrái ég hjálp hans!
4 Thou keepest mine eyelids from closing; I am distressed, so that I cannot speak!
Drottinn, mér mun ekki koma dúr á auga fyrr en þú hefur hjálpað mér. Ég er við það að gefast upp, jafnvel bænin er mér erfið.
5 I think of the days of old, —The years of ancient times.
Góðar minningar liðinna ára leita sífellt á huga minn.
6 I call to remembrance my songs in the night; I meditate in my heart, And my spirit inquireth:
Þá sungum við gleðiljóð langt fram á kvöld! Ég velti þessu fyrir mér, íhuga hve allt hefur breyst.
7 Will the Lord be angry for ever? Will he be favorable no more?
Hefur Drottinn hafnað mér fyrir fullt og allt? Mun hann ekki miskunna mér framar?
8 Is his mercy utterly withdrawn for ever? Doth his promise fail from generation to generation?
Elskar hann mig ekki lengur og er umhyggja hans búin fyrir fullt og allt? Gekk hann á bak orða sinna?
9 Hath God forgotten to be gracious? Hath he in anger shut up his compassion?
Gleymdi hann miskunn sinni við mig, vesalinginn? Hefur hann í reiðikasti lokað dyrum kærleika síns?
10 Then I say, “This is mine affliction, A change in the right hand of the Most High.”
„Þetta eru örlög mín, “sagði ég, „blessun Guðs hefur snúist í bölvun.“
11 I remember the deeds of Jehovah; I think of thy wonders of old.
Ég renni huganum yfir alla þá blessun sem ég hef notið frá Guði.
12 I meditate on all thy works, And talk of thy doings.
Sú gæfa gleymist seint! – Já, hún líður mér aldrei úr minni!
13 Thy ways, O God! are holy! Who so great a god as our God?
Guð minn, þínir vegir eru heilagir. Hvar skyldi aðra eins að finna?
14 Thou art a God who doest wonders; Thou hast manifested thy power among the nations.
Þú ert Guð undra og tákna. Stórvirki þín blasa við augum.
15 With thy strong arm thou didst redeem thy people, —The sons of Jacob and Joseph.
Með þinni voldugu hendi bjargaðir þú sonum Jakobs og Jósefs.
16 The waters saw thee, O God! The waters saw thee, and feared, And the deep trembled.
Þegar Rauðahafið sá þig, ókyrrðist það! Jafnvel djúpið skalf af ótta!
17 The clouds poured out water, The skies sent forth thunder, And thine arrows flew.
Það varð skýfall og þrumur bergmáluðu um himininn. Elding leiftraði.
18 Thy thunder roared in the whirlwind; Thy lightning illumined the world; The earth trembled and shook.
Þrumurnar tjáðu reiði þína og eldingarnar lýstu upp jörðina!
19 Thy way was through the sea, And thy path through great waters; And thy footsteps could not be found.
Þú lagðir veg gegnum hafið – veg sem enginn þekkti áður!
20 Thou didst lead thy people like a flock, By the hands of Moses and Aaron.
Þú leiddir fólk þitt þessa leið eins og fjárhóp, undir leiðsögn Móse og Arons.

< Psalms 77 >