< Psalms 105 >
1 O give thanks unto the LORD; Call upon his name; Make known his deeds among the people!
Þakkið Drottni fyrir öll hans undursamlegu verk og segið frá þeim meðal þjóðanna.
2 Sing unto him; sing psalms unto him; Tell ye of all his wondrous works!
Syngið fyrir hann, leikið fyrir hann og segið öllum frá máttarverkum hans.
3 Glory ye in his holy name; Let the hearts of them that seek the LORD rejoice!
Lofið og vegsamið hans heilaga nafn. Þið sem tilbiðjið Drottin, fagnið!
4 Seek the LORD, and his majesty; Seek his face continually!
Leitið hans og máttar hans, og keppið eftir að kynnast honum!
5 Remember the wonders he hath wrought, His miracles and the judgments of his mouth,
Minnist dásemdarverkanna sem hann vann fyrir okkur, sína útvöldu þjóð,
6 Ye offspring of Abraham his servant, Ye children of Jacob his chosen!
afkomendur Abrahams og Jakobs, þjóna hans. Munið þið hvernig hann útrýmdi óvinum okkar?
7 Jehovah, he is our God, His judgments are over all the earth.
Hann er Drottinn, Guð okkar. Elska hans blasir við hvar sem er í landinu.
8 He remembereth his covenant for ever, And the promise to a thousand generations;
Þótt þúsund kynslóðir líði, þá gleymir hann ekki loforði sínu,
9 The covenant which he made with Abraham, And the oath which he gave to Isaac;
sáttmála sínum við Abraham og Ísak.
10 Which he confirmed to Jacob for a decree, And to Israel for an everlasting covenant.
Þennan sáttmála endurnýjaði hann við Jakob. Þetta er hans eilífi sáttmáli við Ísrael:
11 “To thee,” said he, “will I give the land of Canaan For the lot of your inheritance.”
„Ég mun gefa ykkur Kanaansland að erfð.“
12 When they were yet few in number, Very few, and strangers in the land;
Þetta sagði hann meðan þeir voru enn fámennir, já mjög fáir, og bjuggu sem útlendingar í landinu.
13 When they went from nation to nation, From one kingdom to another people,
Síðar dreifðust þeir meðal þjóðanna og hröktust úr einu landinu í annað.
14 He suffered no man to oppress them; Yea, he rebuked kings for their sakes.
Samt leyfði hann engum að kúga þá og refsaði konungum sem það reyndu.
15 “Touch not,” said he, “mine anointed, And do my prophets no harm!”
„Snertið ekki við mínum útvöldu og gerið spámönnum mínum ekkert mein.“sagði hann.
16 Again, when he commanded a famine in the land, And broke the whole staff of bread,
Og hann lét hungursneyð koma yfir Kanaansland og allur matur gekk til þurrðar.
17 He sent a man before them; Joseph was sold as a slave.
Þá sendi hann Jósef í ánauð til Egyptalands, þjóð sinni til bjargar.
18 His feet they hurt with fetters; He was bound in chains of iron;
Þeir hlekkjuðu hann og þjáðu,
19 Until his prediction came to pass, And the word of the LORD proved him.
en Guð lét hann þola eldraunina og batt að lokum enda á fangavist hans.
20 Then the king sent, and loosed him; The ruler of nations, and set him free;
Og faraó sendi eftir Jósef og lét hann lausan,
21 He made him governor of his house, And lord of all his possessions;
og setti hann svo yfir allar eigur sínar.
22 To bind his princes at his pleasure, And teach his counsellors wisdom.
Þá hafði Jósef vald til að fangelsa höfðingja og segja ráðgjöfum konungs til.
23 Israel also came into Egypt, And Jacob sojourned in the land of Ham;
Síðar kom Jakob (Ísrael) til Egyptalands og settist þar að með sonum sínum.
24 Where God increased his people greatly, And made them stronger than their enemies.
Þau ár fjölgaði Ísrael mjög, já svo mjög að þeir urðu fjölmennari en Egyptar, sem réðu landinu.
25 He turned their hearts to hate his people, And form devices against his servants.
En Guð sneri hjörtum Egypta gegn Ísrael, þeir hötuðu þá og hnepptu í þrældóm.
26 Then sent he Moses his servant, And Aaron, whom he had chosen.
Þá útvaldi Guð Móse sem fulltrúa sinn og Aron honum til hjálpar.
27 They showed his signs among them, And his wonders in the land of Ham.
Hann gjörði tákn meðal Egypta og vakti þannig ótta hjá þeim.
28 He sent darkness upon them, and made it dark; And they did not disobey his word.
Þeir fóru að skipun Drottins og hann sendi myrkur yfir landið,
29 He turned their waters into blood, And caused their fish to die.
breytti ám og vötnum í blóð svo að fiskurinn dó.
30 Their land brought forth frogs in abundance, Even in the chambers of their kings.
Þá kom flóðbylgja af froskum – þeir voru um allt, jafnvel í svefnherbergi konungs!
31 He spake, and there came flies, And lice in all their coasts.
Að skipun Móse fylltist landið af mývargi og flugum.
32 Instead of rain he gave them hail, And flaming fire in their land.
Í stað regns dundi banvænt hagl yfir landið og eldingar skelfdu íbúana.
33 He smote also their vines and fig-trees, And broke the trees of their coasts.
Vínviður þeirra og fíkjutré drápust, féllu brotin til jarðar.
34 He spake, and the locusts came. Destructive locusts without number,
Þá bauð hann engisprettum að naga allan grænan gróður
35 Which ate up all the herbage in their land, And devoured the fruits of their fields.
og eyðileggja uppskeruna, – hvílík plága!
36 Then he smote all the first-born in their land, The first-fruits of all their strength.
Þá deyddi hann frumburðina, – elsta barn í hverri egypskri fjölskyldu – þar fór framtíðarvonin.
37 He led forth his people with silver and gold; Nor was there one feeble person in all their tribes.
Og Drottinn leiddi sitt fólk heilu og höldnu út úr Egyptalandi, hlaðið gulli og silfri. Ekkert þeirra var veikt eða vanmáttugt.
38 Egypt was glad when they departed, For their terror had fallen upon them.
Og Egyptar voru því fegnastir þegar Ísraelsmenn héldu á brott, því að þeir óttuðust þá.
39 He spread out a cloud for a covering, And fire to give light by night.
Um daga breiddi Guð út ský og hlífði þeim gegn brennheitri sólinni og um nætur lýsti hann þeim leiðina með eldstólpa.
40 They asked, and he brought quails, And satisfied them with the bread of heaven.
Þeir báðu um kjöt og hann sendi þeim lynghænsni og brauð gaf hann þeim – manna, brauð frá himni.
41 He opened the rock, and the waters gushed forth, And ran in the dry places like a river.
Hann opnaði klettinn og vatnið spratt fram og varð að læk í eyðimörkinni.
42 For he remembered his holy promise, Which he had made to Abraham his servant;
Hann minntist loforðs síns til Abrahams, þjóns síns,
43 And he led forth his people with joy, And his chosen with gladness.
og leiddi sitt útvalda fólk fagnandi út úr Egyptalandi.
44 He gave to them the lands of the nations, And they inherited the labor of the peoples;
Og hann gaf þeim lönd heiðingjanna, sem stóðu í fullum blóma með þroskaða uppskeru og þeir átu það sem aðrir höfðu sáð til.
45 That they might observe his statutes, And obey his laws. Praise ye the LORD!
Allt skyldi þetta hvetja Ísrael til trúfesti og hlýðni við lög Drottins. Hallelúja!