< Matthew 25 >
1 Then the kingdom of heaven will be like ten virgins, who took their lamps, and went out to meet the bridegroom.
„Himnaríki má líkja við tíu brúðarmeyjar, sem tóku lampa sína og lögðu af stað til móts við brúðgumann.
2 And five of them were foolish, and five wise.
Aðeins fimm þeirra gættu þess að fylla lampa sína af olíu, en hinar fimm gleymdu því og fóru með tóma lampa.
3 For the foolish took their lamps, and took no oil with them.
4 But the wise took oil in their vessels with their lamps.
5 And as the bridegroom tarried, they all slumbered and slept.
Þegar brúðgumanum seinkaði, syfjaði þær og sofnuðu. En á miðnætti voru þær vaktar með háu hrópi: „Brúðguminn er að koma! Gangið út og takið á móti honum!“
6 But at midnight there was a cry, Lo! the bridegroom! go out to meet him.
7 Then all those virgins arose, and trimmed their lamps.
Stúlkurnar spruttu á fætur og fóru að sýsla við lampana. Þær fimm sem vantaði olíu, sárbáðu hinar að gefa sér lítið eitt, því það lifði ekki á lömpum þeirra.
8 And the foolish said to the wise, Give us of your oil, for our lamps are going out.
9 But the wise answered, saying, Perhaps there will not be enough for us and you; go rather to those who sell, and buy for yourselves.
En hinar svöruðu „Nei, það getum við ekki, því það verður ekki nóg handa okkur öllum. Farið og kaupið olíu handa ykkur.“
10 And while they went to buy, the bridegroom came; and they who were ready went in with him to the wedding; and the door was shut.
En á meðan þær voru fjarverandi kom brúðguminn. Þær sem viðbúnar voru fóru með honum til brúðkaupsins og dyrunum var læst.
11 Afterward came also the other virgins, saying, Lord, lord, open to us.
Seinna komu hinar til baka og stóðu fyrir utan og kölluðu: „Herra, opnaðu fyrir okkur!“
12 But he answering said, Truly do I say to you, I know you not,
En hann kallaði á móti: „Farið! Þið komið of seint!“
13 Watch, therefore, for ye know not the day nor the hour.
Vakið því og verið viðbúnir, því þið vitið hvorki daginn né stundina er ég kem aftur.“
14 For it will be as when a man going abroad called his own servants, and intrusted to them his property;
„Himnaríki er einnig líkt manni sem fór til útlanda. Hann kallaði saman starfsmenn sína og afhenti þeim fé, sem þeir áttu að ávaxta meðan hann væri í burtu.
15 and to one he gave five talents, to another two, and to another one, to each according to his ability, and went abroad.
Einum fékk hann tvær milljónir króna, öðrum eina milljón og hinum þriðja hálfa milljón. Þeir fengu misjafnlega mikið eftir hæfileikum sínum og dugnaði. Síðan fór hann úr landi.
16 He that had received the five talents went immediately and traded with the same, and gained five talents more.
Maðurinn, sem fékk tvær milljónir, fór þegar að versla með peningana og græddi fljótt aðrar tvær milljónir.
17 In like manner, he that had received the two gained two more.
Sá sem fékk eina milljón, hófst handa eins og hinn og hagnaðist um aðra milljón.
18 But he that had received the one went and dug in the earth, and hid his lord's money.
En maðurinn, sem fékk hálfa milljón, gróf peningana í jörðu svo að hann tapaði þeim ekki.
19 And after a long time the lord of those servants cometh, and reckoneth with them.
Eftir langan tíma kom húsbóndinn aftur úr ferðalaginu. Hann kallaði starfsmennina til sín svo að hann gæti gert upp við þá.
20 And he that had received the five talents came and brought five talents more, saying, Lord, thou intrustedst to me five talents; see, I have gained five talents more.
Sá sem fengið hafði tvær milljónir kom og afhenti húsbónda sínum fjórar milljónir.
21 His lord said to him, Well done, good and faithful servant! thou hast been faithful over a little, I will place thee in charge of much; enter into the joy of thy lord.
Húsbóndinn hrósaði honum og sagði: „Þetta var vel af sér vikið. Þú varst trúr yfir litlu, nú mun ég setja þig yfir mikið. Komdu og við skulum gera okkur dagamun.“
22 He also that had received the two talents came and said, Lord, thou intrustedst to me two talents; see, I have gained two talents more.
Næst kom sá sem fengið hafði eina milljón. Hann sagði: „Herra þú lést mig fá eina milljón og nú hef ég tvöfaldað þá upphæð.“
23 His lord said to him, Well done, good and faithful servant! thou hast been faithful over a little, I will place thee in charge of much; enter into the joy of thy lord.
„Gott hjá þér!“sagði húsbóndinn. „Þú ert góður og dyggur þjónn. Þú varst trúr yfir þessu lítilræði, en nú mun ég láta þig fá miklu meira. Komdu, við skulum gleðjast saman!“
24 Then he also that had received the one talent came and said, Lord, I knew thee to be a hard man, reaping where thou didst not sow, and gathering where thou didst not scatter seed;
Síðast kom sá þriðji með sína hálfu milljón og sagði: „Herra, ég vissi að þú ert harður húsbóndi og þar sem ég bjóst við að þú rændir mig hagnaðinum, faldi ég peningana í jörðu og hér hefur þú þá!“
25 and I was afraid, and went and hid thy talent in the earth. See! thou hast thine own.
26 But his lord answered and said to him, Wicked and slothful servant! Didst thou know that I reap where I sowed not, and gather where I did not scatter seed?
„Letingi!“svaraði húsbóndinn. „Þú vissir að ég krefði þig um hagnaðinn,
27 Thou oughtest then to have put my money with the money-dealers, and on my coming I should have received mine own with interest.
svo þú hefðir að minnsta kosti átt að setja peningana í banka til að ég fengi þó vexti.
28 Take therefore the talent from him, and give it to him who hath the ten talents.
Takið peningana af þessum manni og látið þann, sem hefur fjórar milljónirnar, fá þá.
29 For to every one that hath will be given, and he will have abundance; but from him that hath not, even that which he hath will be taken away.
Sá sem notar vel það sem honum er gefið, mun fá enn meira, og hafa allsnægtir, en sá sem er ótrúr, tapar því litla sem hann hefur.
30 And cast out the unprofitable servant into the outer darkness; there will be wailing and gnashing of teeth.
Kastið nú þessum duglausa þjóni út í myrkrið. Þar verður grátið og kveinað.““
31 And when the Son of man shall come in his glory, and all the angels with him, then will he sit on the throne of his glory,
„Þegar ég, Kristur, kem aftur í dýrð minni og allir englarnir með mér, mun ég setjast í hástól dýrðarinnar.
32 and before him will be gathered all the nations; and he will separate men one from another, as a shepherd separateth the sheep from the goats;
Þá verður öllum þjóðunum safnað saman frammi fyrir mér og ég mun skilja fólkið að, eins og fjárhirðir aðskilur sauðfé og geitur.
33 and he will set the sheep on his right hand, and the goats on the left.
Kindunum mun ég skipa mér til hægri handar og geitunum til vinstri handar.
34 Then will the king say to those on his right hand, Come, ye blessed by my Father, inherit the kingdom prepared for you from the foundation of the world.
Þá mun ég, konungurinn, segja við þá til hægri handar: „Komið, þið hinir blessuðu föður míns, inn í ríkið sem ykkur hefur verið ætlað frá því heimurinn varð til.
35 For I was hungry, and ye gave me food; I was thirsty, and ye gave me drink; I was a stranger, and ye took me in;
Ég var hungraður og þið gáfuð mér að borða, þyrstur og þið gáfuð mér að drekka. Ég var ókunnugur og þið buðuð mér inn á heimili ykkar.
36 naked, and ye clothed me; I was sick, and ye visited me; I was in prison, and ye came to me.
Ég var fatalaus og þið klædduð mig. Ég var sjúkur, og í fangelsi og þið heimsóttuð mig.“
37 Then will the righteous answer him, saying, Lord, when saw we thee hungry, and fed thee? or thirsty, and gave thee drink?
Þá svara hinir réttlátu og segja: „Herra, hvenær sáum við þig hungraðan og gáfum þér að borða, þyrstan og gáfum þér að drekka,
38 and when saw we thee a stranger, and took thee in? or naked, and clothed thee?
eða ókunnugan og hjálpuðum þér. Hvenær sáum við þig klæðalausan og klæddum þig,
39 or when did we see thee sick, or in prison, and come to thee?
og hvenær veikan eða í fangelsi og litum til þín?“
40 And the king will answer and say to them, Truly do I say to you, Inasmuch as ye did it to one of the least of these my brethren, ye did it to me.
Þá mun ég, konungurinn, svara þeim og segja: „Þetta sem þið gerðuð bræðrum mínum, gerðuð þið mér.“
41 Then will he say also to those on the left hand, Depart from me, ye cursed, into the everlasting fire, which is prepared for the Devil and his angels. (aiōnios )
Síðan mun ég snúa mér að þeim sem eru til vinstri og segja: „Burt með ykkur, bölvaðir, í eilífa eldinn sem ætlaður er djöflinum og þjónum hans. (aiōnios )
42 For I was hungry, and ye gave me no food; I was thirsty, and ye gave me no drink;
Ég var hungraður, en þið gáfuð mér ekki að borða, þyrstur og þið færðuð mér ekkert að drekka.
43 I was a stranger, and ye took me not in; naked, and ye clothed me not; sick, and in prison, and ye visited me not.
Ég var ókunnugur og þið sýnduð mér ekki gestrisni, klæðlaus og þið gáfuð mér enga flík. Ég var veikur og í fangelsi og þið heimsóttuð mig ekki.“
44 Then will they also answer, saying, Lord, when saw we thee hungry, or thirsty, or a stranger, or naked, or sick, or in prison, and did not minister to thee?
Þá munu þeir svara: „Drottinn, hvenær var það sem við sáum þig hungraðan eða þyrstan, ókunnugan, nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki?“
45 Then will he answer them, saying, Truly do I say to you, Inasmuch as ye did it not to one of the least of these, ye did it not to me.
Þá mun ég svara: „Þegar þið neituðuð mínum minnsta bróður um hjálp, þá neituðuð þið mér.“
46 And these will go away into everlasting punishment; but the righteous into everlasting life. (aiōnios )
Og þeir munu fara burt til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“ (aiōnios )