< John 17 >

1 When Jesus had thus spoken, he lifted up his eyes to heaven, and said, Father! the hour is come; glorify thy Son, that the Son may glorify thee;
Að svo mæltu leit Jesús til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Gerðu nú son þinn dýrlegan, svo að hann geti vegsamað þig.
2 according as thou gavest him authority over all flesh, that he should give everlasting life to all whom thou hast given him. (aiōnios g166)
Þú hefur gefið honum vald yfir sérhverjum manni á þessari jörð. Öllum þeim, sem þú hefur gefið mér, hef ég gefið eilíft líf. (aiōnios g166)
3 And this is the everlasting life, to know thee, the only true God, and Jesus Christ whom thou didst send. (aiōnios g166)
Eilíft líf er það að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (aiōnios g166)
4 I have glorified thee on the earth, having finished the work which thou gavest me to do;
Ég vegsamaði þig hér á jörðinni, með því að gera allt sem þú bauðst mér.
5 and now, Father! do thou glorify me with thyself, with the glory which I had with thee before the world was.
Faðir, þegar ég stend frammi fyrir þér, veittu mér þá hlut í dýrðinni, sem við áttum saman áður en heimurinn varð til.
6 I manifested thy name to the men whom thou gavest me out of the world. Thine they were, and thou gavest them to me; and they have kept thy word.
Ég hef sagt þessum mönnum allt um þig. Þeir voru í heiminum og þú gafst mér þá. Þeir tilheyrðu þér, og þú gafst mér þá, og þeir hafa hlýðnast orðum þínum.
7 Now they know that all things whatever thou hast given me are from thee;
Nú vita þeir að allt sem tilheyrir mér, er gjöf frá þér,
8 for I have given to them the words which thou hast given me; and they received them, and knew surely that I came forth from thee, and believed that thou didst send me.
því að fyrirmælin sem þú gafst mér, flutti ég þeim og þeir tóku við þeim. Nú vita þeir með vissu að ég kom frá þér og trúa að þú hafir sent mig.
9 I pray for them; I pray not for the world, but for those whom thou hast given me; for they are thine;
Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú gafst mér úr heiminum, því að þeir eru þínir.
10 and all things that are mine are thine, and thine are mine; and I am glorified in them.
Og nú er ég orðinn dýrlegur í þeim.
11 And I am no longer in the world; and they are in the world, and I come to thee. Holy Father! keep them in thy name which thou hast given me, that they may be one, even as we are.
Nú yfirgef ég þennan heim og ég skil þá eftir og kem til þín. Heilagi faðir, varðveittu alla þá sem þú hefur gefið mér, svo þeir séu sameinaðir, rétt eins og við, og enginn verði þar undanskilinn.
12 While I was with them, I kept them in thy name which thou hast given me, and guarded them; and no one of them is lost except the son of perdition, that the Scripture may be fulfilled.
Þann tíma sem ég hef verið hér hef ég gætt allra þeirra sem þú gafst mér. Ég stóð vörð um þá, svo að enginn þeirra týndist, nema sá sem hlaut að glatast, eins og ritningin hafði sagt fyrir um.
13 But now I come to thee; and these things I speak in the world, that they may have my joy made full in them.
Faðir, nú kem ég til þín. Þennan tíma, sem ég hef verið með þeim, hef ég sagt þeim margt, svo að gleði mín gagntæki þá.
14 I have given them thy word; and the world hath hated them, because they are not of the world, even as I am not of the world.
Ég hef flutt þeim fyrirmæli þín. Þeir tilheyra ekki heiminum fremur en ég og þess vegna hatar heimurinn þá.
15 I do not pray thee to take them out of the world, but to keep them from evil.
Ekki bið ég þig að taka þá burt úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu.
16 They are not of the world, even as I am not of the world.
Þeir tilheyra ekki þessum heimi frekar en ég.
17 Sanctify them in thy truth; thy word is truth.
Helgaðu þá með sannleikanum, þitt orð er sannleikur.
18 As thou didst send me into the world, I also sent them into the world.
Ég sendi þá út í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn,
19 And in their behalf I sanctify myself, that they also may be sanctified in the truth.
og ég helga sjálfan mig, svo að þeir geti vaxið í sannleika og helgun.
20 Yet not for these alone do I pray, but also for those who believe in me through their word;
Ég bið ekki aðeins fyrir þessum mönnum, heldur einnig fyrir þeim sem síðar munu trúa á mig fyrir orð þeirra.
21 that they all may be one; as thou, Father, art in me and I in thee, that they also may be in us, that the world may believe that thou didst send me.
Faðir, þeir eiga allir að vera eitt eins og við – þú og ég – erum eitt. Þú ert í mér og ég í þér, og þannig eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig.
22 And the glory which thou hast given me, I have given them, that they may be one, even as we are one;
Dýrðina, sem þú gafst mér, hef ég gefið þeim – svo að þeir séu eitt eins og við –
23 I in them, and thou in me, that they may be made perfect in one, that the world may know that thou hast sent me, and hast loved them, as thou hast loved me.
ég í þeim og þú í mér – allir fullkomlega sameinaðir þannig að heimurinn komist að raun um að þú hafir sent mig og sjái að þú elskar þá, jafn heitt og þú elskar mig.
24 Father! as to that which thou hast given me, I desire that they also be with me where I am, that they may behold my glory which thou hast given me; for thou lovedst me before the foundation of the world.
Faðir, ég vil að þeir sem þú hefur gefið mér, séu hjá mér, svo að þeir sjái dýrð mína, dýrðina sem þú af elsku þinni gafst mér, áður en heimurinn varð til.
25 Righteous Father! and yet the world knew thee not! but I knew thee, and these knew that thou didst send me.
Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig og þessir lærisveinar vita að þú hefur sent mig.
26 And I made known to them thy name, and will make it known; that the love wherewith thou hast loved me may be in them, and I in them.
Ég hef sýnt þeim þig og ég mun halda því áfram, svo að bæði ég og kærleikurinn, sem þú berð til mín, séu í þeim.“

< John 17 >