< Acts 12 >
1 Now about that time, Herod the king laid his hands upon certain of the church, to oppress them.
Um þetta leyti tók Heródes konungur að ofsækja söfnuðinn í Jerúsalem
2 And he slew James, the brother of John, with the sword.
og lét hann taka Jakob postula (bróður Jóhannesar) af lífi.
3 And seeing that it pleased the Jews, he proceeded to apprehend Peter also; (then were the days of unleavened bread; )
Þegar Heródes sá að leiðtogum Gyðinga líkaði þetta vel, lét hann handtaka Pétur, meðan á páskahátíðinni stóð,
4 and he seized him and put him in prison, and delivered him to four quaternions of soldiers to keep him; intending after the passover to bring him forth to the people.
og varpa honum í fangelsi. Þar var Péturs gætt af sextán hermönnum. Ætlun Heródesar var að koma Pétri í hendur Gyðingunum og láta taka hann af lífi þegar páskarnir væru liðnir.
5 Peter therefore was kept guarded in prison; but earnest prayer was made by the church to God in his behalf.
Meðan Pétur var í fangelsinu var söfnuðurinn stöðugt í bæn til Guðs fyrir honum.
6 And when Herod was about to bring him forth, on that night Peter was sleeping between two soldiers, bound with two chains, and keepers before the door were guarding the prison.
Kvöldið áður en aftakan átti að fara fram svaf Pétur þar sem hann lá hlekkjaður milli tveggja hermanna. Aðrir verðir voru úti fyrir fangelsisdyrunum.
7 And lo! an angel of the Lord came to him, and a light shone in the room; and he smote Peter on the side, and roused him, saying, Rise up quickly. And his chains fell from his hands.
Skyndilega birti í klefanum. Engill frá Drottni var kominn og stóð hjá Pétri. Engillinn ýtti við honum, vakti hann og sagði: „Fljótur! Á fætur með þig!“Þá féllu handjárnin af Pétri.
8 And the angel said to him, Gird thyself, and bind on thy sandals; and he did so. And he saith to him, Throw thy garment round thee, and follow me.
„Klæddu þig, farðu í skóna og yfirhöfnina og eltu mig!“sagði hann. Pétur hlýddi.
9 And he went out, and followed; and he knew not that what was done by the angel was real, but thought he saw a vision.
Pétur yfirgaf klefann og fylgdi englinum. Hann hélt að annað hvort væri þetta draumur eða vitrun – hann trúði ekki að þetta væri raunveruleiki.
10 And when they had passed the first, and the second guard, they came to the iron gate that leadeth to the city, which opened to them of itself; and they went out and passed on through one street, and the angel immediately departed from him.
Þeir gengu nú fram hjá fyrstu og síðan annarri varðsveit fangelsisins og komu að járnhliðinu við götuna, sem opnaðist af sjálfu sér! Þeir gengu út á götuna og fram með húsaröðinni, en þá hvarf engillinn.
11 And when Peter had come to himself, he said, Now I know certainly, that the Lord hath sent forth his angel, and hath delivered me out of the hand of Herod, and from all the expectation of the people of the Jews.
Skyndilega áttaði Pétur sig á hvað gerst hafði. „Þetta er þá raunveruleiki!“sagði hann við sjálfan sig. „Drottinn hefur sent engil og bjargað mér úr höndum Heródesar og frá áformum Gyðinganna.“
12 And when he understood the matter, he came to the house of Mary the mother of John, surnamed Mark, where many were gathered together, and praying.
Eftir stutta umhugsun ákvað hann að fara heim til Maríu, móður Jóhannesar Markúsar, en þar voru margir samankomnir til að biðja,
13 And as he knocked at the door of the gate, a maid-servant came to listen, named Rhoda;
Hann barði að dyrum og fór þá stúlka, Róde að nafni, fram til að opna.
14 and recognizing Peter's voice, she opened not the gate for gladness; but ran in, and told them that Peter was standing before the gate.
Þegar hún heyrði að þetta var Pétur varð hún afar glöð og hljóp aftur inn til að segja öllum að Pétur stæði fyrir utan.
15 And they said to her, Thou art mad. But she positively affirmed that it was even so. Then they said, It is his angel.
En þau trúðu henni ekki og sögðu: „Þú ert ekki með öllum mjalla!“En hún sat föst við sinn keip. Þá sagði einhver: „Þetta hlýtur þá að vera engill hans.“
16 But Peter continued knocking; and opening the door, they saw him, and were amazed.
Meðan á þessum samræðum stóð hélt Pétur áfram að berja og þegar þau fóru fram og opnuðu, urðu þau orðlaus af undrun.
17 But beckoning to them with his hand to be silent, he related how the Lord had brought him out of the prison. And he said, Go and tell these things to James, and to the brethren. And he departed, and went to another place.
Hann gaf þeim merki um að hafa ekki hátt og sagði frá hvað gerst hafði, hvernig Drottinn hefði leyst hann úr fangelsinu og bætti svo við: „Segið Jakobi og hinum frá þessu.“Því næst fór hann burt á öruggari stað.
18 And when it was day, there was no small commotion among the soldiers, as to what had become of Peter.
Þegar birti komst allt í uppnám í fangelsinu. Hvað var orðið af Pétri?
19 And Herod, when he had sought for him and found him not, examined the keepers, and commanded that they should be led away [[to execution]]. And he went down from Judea to Caesarea, and there abode.
Heródes hafði sent menn til að sækja hann, en þegar hann fannst ekki lét hann handtaka verðina sextán, dró þá fyrir rétt og lét lífláta þá. Eftir það fór hann til Sesareu og dvaldist þar um hríð.
20 And he was highly displeased with the Tyrians and Sidonians; but they came to him with one accord, and having made Blastus the king's chamberlain their friend, sued for peace; because their country drew its nourishment from that of the king.
Meðan Heródes var í Sesareu kom þangað sendinefnd frá Týrus og Sídon til fundar við hann. Honum var meinilla við íbúa þessara borga og því komu þeir sér í mjúkinn hjá Blastusi, ritara hans, og fóru fram á friðsamleg samskipti, því að borgir þeirra áttu mikið undir verslun við land Heródesar.
21 And on a day appointed, Herod, having arrayed himself in royal apparel, and taken his seat on the throne, made a speech to them.
Sendinefndin fékk loforð um fund með Heródesi og þegar stundin nálgaðist, klæddist hann konungsskrúða sínum, settist í hásætið og ávarpaði þá.
22 And thereupon the people shouted, The voice of a god, and not of a man!
Að ræðunni lokinni hrópaði fólkið af fögnuði: „Þetta var ekki rödd manns – heldur Guðs!“
23 But immediately an angel of the Lord smote him, because he gave not God the glory, and he was eaten by worms, and expired.
Samstundis lagði engill frá Drottni sjúkdóm á Heródes, svo hann fylltist af ormum og lést. Ástæðan var sú að hann leyfði fólkinu að tilbiðja sig, en gaf Guði ekki dýrðina.
24 But the word of God grew and was extended.
Fagnaðarerindi Guðs breiddist nú hratt út og margir snerust til trúar.
25 And Barnabas and Saul returned from Jerusalem, having performed their service, taking with them also John, surnamed Mark.
Strax og Barnabas og Páll höfðu lokið erindi sínu í Jerúsalem, sneru þeir aftur til Antíokkíu og tóku Jóhannes Markús með sér þangað.