< Titus 3 >

1 Remind them to be in subjection to rulers and to authorities, to be obedient, to be ready for every good work,
Minntu hina kristnu á að hlýða yfirvöldum og embættismönnum, og vinna fúslega öll heiðarleg störf.
2 to speak evil of no one, not to be contentious, to be gentle, showing courtesy to all people.
Þeir eiga ekki að tala illa um nokkurn mann, heldur vera friðsamir, sanngjarnir og hógværir við alla.
3 For we were also once foolish, disobedient, deceived, serving various lusts and pleasures, living in malice and envy, hateful, and hating one another.
Eitt sinn vorum við líka óskynsöm, óhlýðin og létum leiða okkur í villu og þrældóm margs konar illra fýsna og girnda. Líf okkar var fullt af vonsku og öfund, og við hötuðum hvert annað.
4 But when the kindness of God our Savior and his love toward humankind appeared,
En þegar gæska og kærleiki Guðs og frelsara okkar birtist,
5 not by works of righteousness, which we did ourselves, but according to his mercy, he saved us, through the washing of rebirth and renewing by the Holy Spirit,
þá frelsaði hann okkur, ekki vegna þess hve góð við vorum, heldur vegna kærleika síns og miskunnar. Hann þvoði burt syndir okkar og endurfæddi okkur með heilögum anda.
6 whom he poured out on us richly, through Jesus Christ our Savior;
Hann úthellti anda sínum yfir okkur, og það ríkulega, vegna Jesú Krists, frelsara okkar.
7 that, being justified by his grace, we might be made heirs according to the hope of everlasting life. (aiōnios g166)
Þetta gerði hann til að geta úrskurðað okkur hrein og syndlaus í augum Guðs og gert okkur að erfingjum eilífs lífs. (aiōnios g166)
8 This saying is faithful, and concerning these things I desire that you affirm confidently, so that those who have believed God may be careful to maintain good works. These things are good and profitable for people;
Þetta er sannleikur og þú skalt leggja áherslu á það allt, svo að kristnir menn kappkosti að stunda góð verk, því að það er ekki aðeins rétt, heldur einnig gagnlegt.
9 but shun foolish questionings, genealogies, strife, and disputes about the law; for they are unprofitable and vain.
Láttu engan leiða þig út í heimskulegar rökræður um einskisnýta hluti. Forðastu deilur og þras um lög Gyðinga, slíkt borgar sig ekki og er aðeins til tjóns.
10 Reject a divisive person after a first and second warning;
Sá sem veldur deilum og klofningi á meðal ykkar, skal áminntur einu sinni eða tvisvar ef þörf er á. Ef það dugar ekki, skuluð þið slíta sambandi við hann,
11 knowing that such a one is perverted, and sins, being self-condemned.
því að sá maður metur hlutina ranglega og syndgar af ásettu ráði. Hann er sjálfdæmdur.
12 When I send Artemas to you, or Tychicus, be diligent to come to me to Nicopolis, for I have determined to winter there.
Ég er að hugsa um að senda til þín Artemas eða Týkíkus, og þegar annar hvor þeirra kemur, skaltu reyna að hitta mig í Nikópólis, því að þar ætla ég að vera í vetur.
13 Send Zenas, the Law scholar, and Apollos on their journey speedily, that nothing may be lacking for them.
Gerðu allt sem þú getur til að aðstoða Senas lögfræðing og Apollós á ferð þeirra, og gættu þess að þá vanti ekki neitt.
14 Let our people also learn to maintain good works for necessary uses, that they may not be unfruitful.
Okkar menn verða að læra að gera öðrum gott, svo að líf þeirra skili árangri.
15 All who are with me greet you. Greet those who love us in faith. Grace be with you all.
Allir sem hér eru, biðja að heilsa. Skilaðu kveðju til allra kristnu vinanna sem hjá þér eru. Blessun Guðs sé með ykkur öllum. Páll

< Titus 3 >