< Romans 12 >
1 Therefore I urge you, brothers, by the mercies of God, to present your bodies a living sacrifice, holy, acceptable to God, which is your reasonable service.
Kæru vinir, bræður og systur, ég minni ykkur á að fyrst Guð hefur miskunnað ykkur þá skuluð þið gefast Guði heilshugar sem lifandi, heilög og honum þóknanleg fórn. Það er skynsamleg guðsdýrkun.
2 And do not be conformed to this world, but be transformed by the renewing of your mind, so that you may prove what is the good, well-pleasing, and perfect will of God. (aiōn )
Takið ekki framkomu og lífsvenjur heimsins ykkur til fyrirmyndar. Lifið sem nýir menn! Látið orð Guðs og anda hans móta hugarfar ykkar og alla framkomu ykkar, orð og verk. Ef þið gerið þetta, þá munuð þið fá að reyna og þekkja vilja Guðs sem er hið góða, fagra og fullkomna. (aiōn )
3 For I say, through the grace that was given me, to everyone among you, not to think of himself more highly than he ought to think, but to think with sober judgment, as God has apportioned to each person a measure of faith.
Nú ætla ég, sem er sendiboði Guðs, að gefa ykkur hverju og einu þessa viðvörun: Metið hæfileika sjálfra ykkar af réttsýni, í samræmi við þann trúarstyrk sem Guð hefur gefið ykkur.
4 For even as we have many members in one body, and all the members do not have the same function,
Eins og líkami ykkar hefur marga limi, eins er líkami Krists. Öll erum við hlutar af honum, og ef hann á að vera heill, þá verðum við að standa saman, því að hvert um sig höfum við mismunandi verk að vinna. Þannig tilheyrum við hvert öðru, og hvert um sig þarf á öllum hinum að halda.
5 so we, who are many, are one body in Christ, and individually members one of another.
6 And we have different gifts according to the grace that was given to us. If prophecy, according to the proportion of the faith;
Guð hefur gefið okkur hverju og einu hæfileika til ákveðinna hluta. Ef Guð hefur gefið þér hæfileika til að spá – flytja öðrum boð frá sér – spáðu þá hvenær sem þú getur, eins oft og trú þín er nægilega sterk til að taka á móti boðum frá honum.
7 if service, in the service; if teaching, in the teaching;
Hafir þú fengið þá náðargjöf að þjóna öðrum, gerðu það þá vel. Ef þú kennir, gerðu það þá af kostgæfni.
8 if exhorting, in exhortation; giving, in generosity; leading, in diligence; showing mercy, in cheerfulness.
Sértu predikari, gættu þess þá að predikanir þínar séu þróttmiklar og öðrum til hjálpar. Ef Guð hefur falið þér ábyrgð á efnislegum gæðum, vertu þá gjafmildur og notaðu þau öðrum til gagns. Hafi Guð gefið þér stjórnunarhæfileika og sett þig sem leiðtoga yfir aðra, ræktu þá hlutverk þitt og ábyrgð af alúð. Þeir sem hafa það hlutverk að hugga og sýna miskunnsemi, geri það með gleði.
9 Let love be without hypocrisy. Abhor that which is evil. Cling to that which is good.
Talið ekki bara um að þið elskið hvert annað, heldur sýnið það í verki. Hatið hið illa en styðjið hið góða.
10 In love of the brothers be tenderly affectionate one to another; outdo one another in showing honor;
Elskið hvert annað með djúpri umhyggju og verið hvert öðru fyrra til að veita hinum virðingu.
11 not lagging in diligence; fervent in spirit; serving the Lord;
Verið aldrei löt við vinnu, heldur þjónið Drottni með gleði og í krafti heilags anda.
12 rejoicing in hope; enduring in troubles; continuing steadfastly in prayer;
Gleðjist yfir öllu því sem Guð hefur gefið ykkur. Sýnið þolinmæði í mótlæti og biðjið án afláts.
13 contributing to the needs of the saints; given to hospitality.
Takið þátt í að sinna efnislegum þörfum annarra og stundið gestrisni.
14 Bless those who persecute you; bless, and do not curse.
Blessið þá sem ofsækja ykkur vegna trúarinnar en bölvið þeim ekki.
15 Rejoice with those who rejoice. Weep with those who weep.
Gleðjist með þeim sem eru glaðir og samhryggist þeim sem eru sorgbitnir.
16 Live in harmony with one another. Do not be arrogant, but associate with the humble. Do not be conceited.
Starfið saman af gleði. Þykist ekki vera vitrir og sækist ekki eftir vinsældum þeirra sem hátt eru settir. Leitið heldur samfélags við þá sem lægra eru settir og látið ykkur ekki detta í hug að þið vitið allt!
17 Repay no one evil for evil. Respect what is honorable in the sight of all people.
Gjaldið engum illt fyrir illt. Látið alla sjá að þið hafið hreinan skjöld.
18 If it is possible, as much as it is up to you, be at peace with all people.
Forðist allar deilur og lifið í sátt og samlyndi við alla menn, ef mögulegt er.
19 Do not seek revenge yourselves, beloved, but leave room for the wrath. For it is written, "Vengeance belongs to me; I will repay, says the Lord."
Kæru vinir, hefnið ykkar aldrei, heldur látið Guð um slíkt. Guð hefur sagt að hann muni endurgjalda hverjum um sig eins og hann á skilið.
20 Therefore "If your enemy is hungry, feed him. If he is thirsty, give him a drink; for by doing this you will heap coals of fire on his head."
Gefið heldur óvini ykkar mat sé hann svangur og drykk sé hann þyrstur og þá mun hann iðrast þess að hafa gert ykkur illt.
21 Do not be overcome by evil, but overcome evil with good.
Láttu ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigraðu illt með góðu.