< Matthew 23 >
1 Then Jesus spoke to the crowds and to his disciples,
Jesús talaði til mannfjöldans og lærisveina sinna og sagði:
2 saying, "Upon the seat of Moses the Pharisees and scribes sit.
„Halda mætti að þessir leiðtogar og farísear væru sjálfir Móse, því þeir eru alltaf að setja ný lög.
3 All which they will say unto you, observe and do; but their works do not do, because they say, and do not do.
Þið skuluð gera það sem þeir segja, en eftir verkum þeirra skuluð þið ekki breyta, því að þeir fara sjálfir ekki eftir því sem þeir kenna.
4 For they bind heavy and hard to bear burdens, and lay them on people's shoulders; but they themselves will not lift a finger to help them.
Þeir krefjast mikils af öðrum, en lítils af sjálfum sér.
5 But all their works they do to be seen by others. They make their tefillin broad and enlarge the fringe of their garments,
Þeir gera allt til að sýnast. Þeir láta líta út sem þeir séu heilagir með því að breikka minnisborðana og lengja skúfana á skikkjum sínum.
6 and love the place of honor at feasts, the best seats in the synagogues,
Þeir njóta þess að sitja við háborðið í veislum og hafa mætur á stúkusætum samkomuhúsanna.
7 the greetings in the marketplaces, and to be called 'Rabbi' by people.
Þeim líkar vel að tekið sé eftir þeim á götum og þeir vilja gjarnan láta kalla sig „rabbí“eða „meistari“.
8 But you are not to be called 'Rabbi,' for one is your Teacher, and all of you are brothers.
Látið engan kalla ykkur meistara, því ykkar eini meistari er Guð og allir eruð þið jafnir sem bræður.
9 Call no man on the earth your father, for one is your Father, he who is in heaven.
Ávarpið heldur engan sem föður á jörðu, því að þannig á aðeins að ávarpa Guð á himnum.
10 Neither be called masters, for one is your master, the Christ.
Kallið ykkur ekki heldur „leiðtoga“því ykkar eini leiðtogi er Kristur.
11 But he who is greatest among you will be your servant.
Sá ykkar sem er fremstur, á að vera þjónn ykkar. Sá sem er mestur, þjóni hinum!
12 Whoever exalts himself will be humbled, and whoever humbles himself will be exalted.
Sá sem upphefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en þeir sem auðmýkja sig hljóta heiður.
13 "But woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you devour the houses of widows, and for show make long prayers. Therefore you will receive greater condemnation.
Þið farísear og trúarleiðtogar, vei ykkur, því þið eruð hræsnarar! Þið útilokið menn frá því að komast inn í himnaríki og sjálfir munuð þið ekki komast þangað. Þið biðjið langar bænir á almannafæri til að auglýsa guðrækni ykkar, en svo flæmið þið ekkjur út af heimilum sínum Hræsnarar!
14 "Woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you shut up the kingdom of heaven in front of people; for you do not enter in yourselves, neither do you allow those who are entering in to enter.
15 "Woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you travel around by sea and land to make one proselyte; and when he becomes one, you make him twice as much of a son of hell as yourselves. (Geenna )
Já, vei ykkur, þið hræsnarar! Þið farið langar leiðir til þess að vinna einn trúskipting, og gerið hann síðan að miklu verra helvítisbarni en þið eruð sjálfir. (Geenna )
16 "Woe to you, you blind guides, who say, 'Whoever swears by the temple, it is nothing; but whoever swears by the gold of the temple, he is obligated.'
Þið eruð blindir leiðsögumenn. Vei ykkur! Þið segið að það sé markleysa að sverja við musterið, en sá sem sverji við eigur musterisins sé skuldbundinn.
17 You blind fools. For which is greater, the gold, or the temple that sanctified the gold?
Blindu heimskingjar! Hvort er meira, gullið eða musterið sem helgar gullið?
18 'Whoever swears by the altar, it is nothing; but whoever swears by the gift that is on it, he is obligated?'
Einnig segið þið að rjúfa megi eið sem svarinn sé við altarið en ekki þann sem svarinn sé við gjöfina á altarinu.
19 You blind people. For which is greater, the gift, or the altar that sanctifies the gift?
Þið eruð blindir! Hvort er meira, gjöfin á altarinu eða altarið sjálft, sem helgar gjöfina?
20 He therefore who swears by the altar, swears by it, and by everything on it.
Þegar þú sverð við altarið, þá sverðu við það sjálft og allt sem á því er.
21 He who swears by the temple, swears by it, and by him who dwells in it.
Þegar þú sverð við musterið, þá sverðu við það og við Guð sem þar býr.
22 He who swears by heaven, swears by the throne of God, and by him who sits on it.
Þegar þú sverð við himininn, sverðu við hásæti Guðs og við Guð sjálfan.
23 "Woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you tithe mint, dill, and cumin, and have left undone the weightier matters of the Law: justice, mercy, and faith. But you ought to have done these, and not to have left the other undone.
Farísear og aðrir leiðtogar, vei ykkur, því að þið eruð hræsnarar! Þið gætið þess að gjalda tíund, en skeytið ekkert um það sem meira er um vert, réttvísi, miskunnsemi og trúmennsku. Haldið áfram að gefa tíund, en látið hitt ekki ógjört sem mikilvægara er.
24 You blind guides, who strain out a gnat, and swallow a camel.
Blindu leiðsögumenn! Þið tínið flugurnar úr matnum, en gleypið svo úlfaldann með húð og hári.
25 "Woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you clean the outside of the cup and the plate, but within they are full of extortion and self-indulgence.
Vei ykkur, farísear og trúarleiðtogar – hræsnarar! Þið nostrið við að fægja bollann og diskinn að utan, en gleymið að hann er mengaður kúgun og ágirnd að innan.
26 You blind Pharisee, first clean the inside of the cup and the plate, so that the outside may become clean also.
Þú blindi farísei! Hreinsaðu fyrst bollann og diskinn að innan svo að hann verði allur hreinn.
27 "Woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you are like whitened tombs, which outwardly appear beautiful, but inwardly are full of dead people's bones, and of all uncleanness.
Vei ykkur, fræðimenn og farísear. Þið líkist kölkuðu grafhýsi, sem er fagurt að utan – en að innan fullt af ódaun, rotnun og dauðra manna beinum.
28 Even so you also outwardly appear righteous to people, but inwardly you are full of hypocrisy and iniquity.
Þið reynið að sýnast heilagir menn í annarra augum, en hjörtu ykkar eru menguð af hræsni og lögbrotum.
29 "Woe to you, scribes and Pharisees, hypocrites. For you build the tombs of the prophets, and decorate the tombs of the righteous,
Vei ykkur, farísear og fræðimenn – hræsnarar! Þið reisið minnismerki um spámennina sem forfeður ykkar drápu, skreytið grafir guðrækinna manna, sem þeir einnig líflétu, og segið: „Aldrei hefðum við framið slíkt ódæði sem forfeður okkar.“
30 and say, 'If we had lived in the days of our fathers, we would not have been partakers with them in the blood of the prophets.'
31 Therefore you testify to yourselves that you are children of those who killed the prophets.
Með þessum orðum lýsið þið yfir að þið séuð synir vondra manna,
32 Fill up, then, the measure of your fathers.
síðan fetið þið í fótspor þeirra og fullkomnið illverk þeirra.
33 You serpents, you offspring of vipers, how will you escape the judgment of hell? (Geenna )
Eiturnöðrur og höggormssynir! Hvernig fáið þið umflúið dóm helvítis? (Geenna )
34 Therefore, look, I send to you prophets, wise people, and scribes. Some of them you will kill and crucify; and some of them you will scourge in your synagogues, and persecute from city to city;
Ég sendi til ykkar spámenn og kennimenn. Suma þeirra munið þið krossfesta, en berja aðra í samkomuhúsum ykkar og ofsækja þá í borg eftir borg.
35 that on you may come all the righteous blood shed on the earth, from the blood of righteous Abel to the blood of Zechariah son of Berechiah, whom you killed between the sanctuary and the altar.
Þannig berið þið ábyrgð á lífláti allra guðrækinna manna, allt frá Abel hinum réttláta til Sakaría Barakíasonar, sem þið drápuð milli altarisins og musterisins.
36 Truly I tell you, all these things will come upon this generation.
Dómurinn fyrir glæpaverkin mun koma yfir þessa kynslóð.“
37 "Jerusalem, Jerusalem, who kills the prophets, and stones those who are sent to her. How often I would have gathered your children together, even as a hen gathers her chicks under her wings, and you would not.
„Jerúsalem, Jerúsalem, þú borg sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín. Oft hef ég viljað safna börnum þínum saman eins og hæna safnar ungum sínum undir vængi sína – en þið hafið ekki viljað það,
38 Look, your house is abandoned to you.
Hús þín munu verða skilin eftir í eyði.
39 For I tell you, you will not see me from now on, until you say, 'Blessed is he who comes in the name of the Lord.'"
Og þetta skaltu vita: Þú munt ekki sjá mig aftur fyrr en þú ert reiðubúin að taka á móti þeim, sem Guð sendir til þín.“