< John 21 >

1 After these things, Jesus revealed himself again to the disciples at the sea of Tiberias. He revealed himself this way.
Seinna birtist Jesús lærisveinunum á ný og þá við Galíleuvatnið. Það gerðist á þennan hátt:
2 Simon Peter, Thomas called Didymus, Nathanael of Cana in Galilee, and the sons of Zebedee, and two others of his disciples were together.
Nokkrir okkar voru þar, Símon Pétur, Tómas, „tvíburinn“, Natanael frá Kana í Galíleu, Jakob bróðir minn og ég, og tveir aðrir lærisveinar.
3 Simon Peter said to them, "I'm going fishing." They told him, "We are also coming with you." They went out, and entered into the boat. That night, they caught nothing.
„Ég ætla út að fiska, “sagði Símon Pétur. „Við komum með þér, “sögðum við hinir. Við fórum en urðum ekki varir alla nóttina.
4 But when day had already come, Jesus stood on the beach, yet the disciples did not know that it was Jesus.
Við sólarupprás sáum við mann standa á ströndinni en við þekktum hann ekki.
5 Jesus therefore said to them, "Children, have you anything to eat?" They answered him, "No."
Hann kallaði til okkar og sagði: „Hafið þið fengið nokkuð, drengir?“„Nei, “svöruðum við.
6 He said to them, "Cast the net on the right side of the boat, and you will find some." They cast it therefore, and now they weren't able to draw it in for the multitude of fish.
„Kastið þá netinu hægra megin við bátinn og þá munuð þið fáʼann!“kallaði hann. Þetta gerðum við og þá fylltist netið af fiski og var mergðin slík að við gátum ekki innbyrt það.
7 That disciple therefore whom Jesus loved said to Peter, "It's the Lord." So when Simon Peter heard that it was the Lord, he wrapped his coat around him (for he was naked), and threw himself into the sea.
Þá sagði ég við Pétur: „Þetta er Drottinn!“Þá snaraði Pétur sér úr treyjunni, stökk út í og synti að landi.
8 But the other disciples came in the little boat (for they were not far from the land, but about one hundred yards away), dragging the net full of fish.
Við hinir vorum kyrrir í bátnum og drógum netið, sem var alveg fullt, á eftir okkur þennan spöl, sem við áttum ófarinn í land.
9 So when they got out on the land, they saw a fire of coals there, and fish placed on it, and bread.
Þegar þangað kom, sáum við að þar hafði verið kveiktur eldur. Einnig var þar steiktur fiskur og brauð.
10 Jesus said to them, "Bring some of the fish which you have just caught."
„Komið hingað með nokkra af fiskunum, sem þið veidduð, “sagði Jesús.
11 Simon Peter went up, and drew the net to land, full of great fish, one hundred fifty-three; and even though there were so many, the net was not torn.
Símon Pétur fór þá og dró netið á land og taldi úr því 153 stóra fiska. En þótt fjöldinn væri slíkur, hafði netið ekki rifnað.
12 Jesus said to them, "Come and eat breakfast." None of the disciples dared inquire of him, "Who are you?" knowing that it was the Lord.
„Komið, við skulum fá okkur að borða, “sagði Jesús. Enginn okkar þorði að spyrja hann, hvort hann væri Drottinn í raun og veru, við vorum reyndar vissir um að svo væri.
13 Then Jesus came and took the bread, gave it to them, and the fish likewise.
Og hann skipti á milli okkar fiskunum og brauðinu.
14 This is now the third time that Jesus was revealed to his disciples, after he had risen from the dead.
Þetta var í þriðja sinn sem Jesús birtist okkur eftir upprisuna.
15 So when they had eaten their breakfast, Jesus said to Simon Peter, "Simon, son of John, do you love me more than these?" He said to him, "Yes, Lord; you know that I love you." He said to him, "Feed my lambs."
Að morgunverðinum loknum, sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jónasson, elskar þú mig meira en þeir hinir?“„Já, “svaraði Pétur, „þú veist að ég elska þig.“Þá sagði Jesús við hann: „Gættu lamba minna.“
16 He said to him again a second time, "Simon, son of John, do you love me?" He said to him, "Yes, Lord; you know that I love you." He said to him, "Tend my sheep."
Jesús endurtók spurninguna og sagði: „Símon Jónasson, elskar þú mig í raun og veru?“„Já, Drottinn, “svaraði Pétur, „þú veist að ég elska þig.“„Annastu sauði mína, “sagði Jesús.
17 He said to him the third time, "Simon, son of John, do you love me?" Peter was grieved because he asked him the third time, "Do you love me?" And he said to him, "Lord, you know everything. You know that I love you." Jesus said to him, "Feed my sheep.
Og í þriðja sinn spurði Jesús hann: „Símon Jónasson, ert þú sannur vinur minn?“Pétur varð hryggur þegar hann heyrði Jesú spyrja þess sama í þriðja sinn og svaraði: „Drottinn, þú þekkir hjarta mitt og veist að ég elska þig.“„Gæt þú sauða minna, “svaraði Jesús.
18 Truly I tell you, when you were young, you dressed yourself, and walked where you wanted to. But when you are old, you will stretch out your hands, and another will dress you, and carry you where you do not want to go."
Síðan bætti hann við og sagði: „Þegar þú varst ungur, gerðirðu það sem þig langaði til og fórst hvert sem þú vildir. En þegar þú eldist muntu verða að rétta út hendur þínar og aðrir munu taka þig með valdi og fara með þig þangað sem þú vilt ekki.“
19 Now he said this, signifying by what kind of death he would glorify God. When he had said this, he said to him, "Follow me."
Þetta sagði Jesús til að láta hann vita með hvaða hætti hann mundi deyja og vegsama Guð. Síðan sagði Jesús við hann: „Fylgdu mér!“
20 Then Peter, turning around, saw a disciple following. This was the disciple whom Jesus sincerely loved, the one who had also leaned on Jesus' chest at the evening meal and asked, "Lord, who is going to betray You?"
Pétur sneri sér þá við og sá mig, lærisveininn sem Jesús elskaði, koma á eftir sér, en það var ég sem hafði hallað mér upp að Jesú við kvöldmáltíðarborðið og spurt: „Meistari, hver af okkur mun svíkja þig?“
21 Peter seeing him, said to Jesus, "Lord, what about this man?"
Pétur spurði því Jesú: „Hvað með hann, Drottinn? Hvernig mun hann deyja?“
22 Jesus said to him, "If I desire that he stay until I come, what is that to you? You follow me."
Jesús svaraði: „Hvað varðar þig um það, ef ég vil að hann lifi þangað til ég kem aftur? En þú skalt fylgja mér.“
23 This saying therefore went out among the brothers, that this disciple would not die. Yet Jesus did not say to him that he would not die, but, "If I desire that he stay until I come, what is that to you?"
Þetta varð til þess að sá orðrómur barst út meðal bræðranna að þessi lærisveinn mundi ekki deyja, en það hafði Jesús ekki sagt. Hann sagði aðeins: „Hvað varðar þig um það, ef ég vil að hann lifi þangað til ég kem aftur?“
24 This is the disciple who testifies about these things, and wrote these things. We know that his witness is true.
Ég er þessi lærisveinn! Ég sá þessa atburði gerast og hef ritað um þá hér. Við vitum að frásögn mín er sönn.
25 There are also many other things which Jesus did, which if they would all be written, I suppose that even the world itself would not have room for the books that would be written.
Ég býst við að heimurinn mundi varla rúma allar þær bækur sem til yrðu, ef skrifa ætti allt sem gerðist í lífi Jesú.

< John 21 >