< Hebrews 10 >

1 For the Law, having a shadow of the good to come, not the very image of the things, can never with the same sacrifices year by year, which they offer continually, make perfect those who draw near.
Hið gamla lagakerfi Gyðinga gaf aðeins óljósa hugmynd um allt hið góða, sem Kristur ætlaði að veita okkur. Fórnirnar, sem færðar voru samkvæmt þessu gamla lagakerfi, voru endurteknar sí og æ, ár eftir ár, en samt sem áður gátu þær ekki frelsað neinn sem lifði eftir lögunum.
2 Or else would not they have ceased to be offered, because the worshippers, having been once cleansed, would have had no more consciousness of sins?
Ef svo hefði verið, þá hefði ein fórn verið nóg, menn hefðu hreinsast í eitt skipti fyrir öll og sektarkennd þeirra þar með verið fjarlægð.
3 But in those sacrifices there is yearly reminder of sins.
En það var öðru nær. Í stað þess að létta á samvisku manna, minnti þessi árlega fórn þá á óhlýðni þeirra og sekt.
4 For it is impossible that the blood of bulls and goats should take away sins.
Það er útilokað að blóð nauta og geita geti hreinsað burt syndir nokkurs manns.
5 Therefore when he comes into the world, he says, "Sacrifice and offering you did not desire, but a body you prepared for me.
Þetta er ástæða þess, sem Kristur sagði þegar hann kom í heiminn: „Guð, þú lætur þér ekki nægja blóð nauta og geita, og því hefur þú gefið mér þennan líkama, til þess að ég leggi hann sem fórn á altari þitt.
6 Whole burnt offerings and sin-offerings you took no pleasure in.
Þú gerðir þig ekki ánægðan með dýrafórnir – að dýrum væri slátrað og þau síðan brennd frammi fyrir þér sem syndafórn.
7 Then I said, 'Look, I have come. It is written about me in the scroll of a book; to do your will, God.'"
Sjá, ég er kominn til að hlýða vilja þínum, til að fórna lífi mínu, eins og spádómar Biblíunnar sögðu fyrir um.“
8 Previously saying, "Sacrifices and offerings and whole burnt offerings and sin-offerings you did not desire, nor took pleasure in" (which are offered according to the Law),
Fyrst sagði Kristur að Guð gerði sér ekki að góðu hinar ýmsu fórnir og gjafir, sem krafist var samkvæmt lögmálinu.
9 then he said, "Look, I have come to do your will." He takes away the first, that he may establish the second,
Síðan bætti hann við: „Hér er ég. Ég er kominn til að fórna lífi mínu.“Þá afnam hann gamla kerfið og innleiddi þess í stað annað miklu betra.
10 by which will we have been sanctified through the offering of the body of Jesus Christ once for all.
Samkvæmt þessari nýju hjálpræðisleið fáum við fyrirgefningu og hreinsun í eitt skipti fyrir öll, vegna þess að Kristur dó fyrir okkur.
11 Every priest indeed stands day by day serving and often offering the same sacrifices, which can never take away sins,
Samkvæmt gamla sáttmálanum stóðu prestarnir frammi fyrir altarinu dag eftir dag og báru fram fórnir, sem alls ekki gátu tekið burt syndir okkar.
12 but this one, when he had offered one sacrifice for sins forever, sat down on the right hand of God;
Kristur fórnaði hins vegar sjálfum sér fyrir syndir okkar frammi fyrir Guði í eitt skipti fyrir öll. Að því loknu settist hann við hægri hönd Guðs, í æðsta heiðurssæti sem til er,
13 from that time waiting until his enemies are made the footstool of his feet.
og bíður þess þar að óvinir hans verði lagðir að fótum hans.
14 For by one offering he has perfected forever those who are being sanctified.
Með þessari einu fórn fullkomnaði hann þá sem helga sig Guði.
15 The Holy Spirit also testifies to us, for after saying,
Þetta staðfestir heilagur andi er hann segir:
16 "This is the covenant that I will make with them: 'After those days,' says the Lord, 'I will put my laws on their hearts, I will also write them on their minds.'"
„Þennan sáttmála vil ég gera við Ísraelsmenn, enda þótt þeir hafi rofið fyrri sáttmálann: „Lög mín vil ég grópa í hugskot þeirra svo að þeir þekki vilja minn. Ég mun rita lög mín í hjörtu þeirra, svo að þeir þrái að hlýða mér“.“
17 "And I will remember their sins and their iniquities no more."
Síðan bætir hann við: „Aldrei framar mun ég minnast synda þeirra né afbrota.“
18 Now where forgiveness of these is, there is no more offering for sin.
Af því að syndirnar eru nú fyrirgefnar og gleymdar að eilífu, þá er fórnanna ekki lengur þörf.
19 Having therefore, brothers, boldness to enter into the holy place by the blood of Jesus,
Nú er svo komið, kæru vinir, að við getum gengið með djörfung inn í hið allra helgasta, þar sem Guð er, og er það dauða Jesú að þakka.
20 by the way which he dedicated for us, a new and living way, through the curtain, that is to say, his flesh;
Þetta er hinn nýi og lifandi vegur, sem Kristur opnaði okkur þegar hann klauf í sundur fortjaldið – sinn jarðneska líkama – svo að við gætum gengið fram fyrir auglit heilags Guðs.
21 and having a great priest over the house of God,
Fyrst þessi mikli æðsti prestur okkar hefur með höndum stjórnina á húsi Guðs,
22 let us draw near with a true heart in fullness of faith, having our hearts sprinkled from an evil conscience, and having our body washed with pure water,
þá skulum við ganga rakleitt fram fyrir Guð. Verum einlæg, með hreina samvisku og treystum því að hann taki á móti okkur, vegna þess að blóði Krists hefur verið „stökkt á okkur“og líkamar okkar verið þvegnir hreinu vatni.
23 let us hold fast the confession of our hope without wavering; for he who promised is faithful.
Nú getum við með öruggri vissu horft fram til þess sem Guð hefur heitið okkur. Ekki er lengur rúm fyrir efann. Nú getum við óhikað sagt að við eigum hjálpræðið, og það samkvæmt orði Guðs.
24 Let us consider how to motivate one another to love and good works,
Gætum hvert að öðru og hvetjum hvert annað til að sýna hjálpsemi og að gera öðrum gott.
25 not forsaking our own assembling together, as the custom of some is, but exhorting one another; and so much the more, as you see the Day approaching.
Vanrækjum ekki söfnuð okkar eins og sumir gera, heldur hvetjum og áminnum hvert annað, sérstaklega nú er endurkoma Jesú nálgast.
26 For if we sin willfully after we have received the knowledge of the truth, there remains no more a sacrifice for sins,
Ef við syndgum af ásettu ráði, eftir að hafa kynnst sannleikanum um fyrirgefningu Guðs, þá gagnar dauði Krists okkur ekki, og ekki er lengur um neina undankomuleið að ræða frá syndinni.
27 but a certain fearful expectation of judgment, and a fierceness of fire which will devour the adversaries.
Þá tekur aðeins við hræðileg bið eftir dómi, því að reiði Guðs mun þurrka út alla óvini hans.
28 Anyone who disregards the Law of Moses dies without compassion on the word of two or three witnesses.
Hver sá, sem neitaði að hlýða lögum Móse, var skilyrðislaust tekinn af lífi, ef tvö eða þrjú vitni voru að synd hans.
29 How much worse punishment, do you think, will he be judged worthy of, who has trodden under foot the Son of God, and has counted the blood of the covenant with which he was sanctified an unholy thing, and has insulted the Spirit of grace?
Hugsið ykkur þá hve miklu þyngri refsingu sá hlýtur, sem fótum treður son Guðs og lítilsvirðir blóð hans – metur það vanheilagt – og hryggir þar með og smánar heilagan anda, sem boðar mönnunum miskunn Guðs.
30 For we know him who said, "Vengeance belongs to me; I will repay." Again, "The Lord will judge his people."
Við þekkjum þann sem sagði: „Réttvísin er í mínum höndum og mitt er að refsa.“Hann sagði einnig: „Drottinn mun sjálfur dæma í málum þessara manna.“
31 It is a fearful thing to fall into the hands of the living God.
Hræðilegt er að falla í hendur hins lifandi Guðs.
32 But remember the former days, in which, after you were enlightened, you endured a great struggle with sufferings;
Gleymið ekki þeim dýrlega tíma er þið fyrst heyrðuð um Krist. Munið hversu fast þið hélduð ykkur að Drottni, þrátt fyrir erfiðleikana sem ykkur mættu,
33 partly, being exposed to insults and abuse in public, and sometimes you came to share with others who were treated in the same way.
og þótt hlegið væri að ykkur eða þið barin. Þið studduð aðra, sem urðu fyrir sama aðkasti,
34 For you both had compassion on them that were in chains, and joyfully accepted the plundering of your possessions, since you knew that you yourselves had a better possession and an enduring one.
og þjáðust með þeim sem varpað var í fangelsi. Og jafnvel þótt allt, sem þið ættuð, væri tekið frá ykkur, hélduð þið samt gleði ykkar, því að þið vissuð að á himnum ættuð þið í vændum það sem betra var, nokkuð sem enginn gæti nokkru sinni tekið frá ykkur.
35 Therefore do not throw away your boldness, which has a great reward.
Látið nú ekkert, hvað sem á dynur, ræna ykkur gleði ykkar og traustinu á Drottni. Minnist launanna, sem ykkar bíða.
36 For you need patient endurance so that, having done the will of God, you may receive the promise.
Ef þið ætlist til að Guð standi við loforðin, sem hann hefur gefið ykkur, þá verðið þið einnig að sýna úthald og fara eftir hans vilja.
37 "For in just a little while, he who is coming will come and will not delay.
Endurkomu Drottins er ekki langt að bíða.
38 But the righteous will live by faith, and if he holds back, my soul has no pleasure in him."
Þeir, sem öðlast hafa réttlæti Guðs fyrir trú, verða að lifa í trú og treysta honum í einu og öllu. Ef þeir hins vegar skjóta sér undan, þá eru þeir ekki Guði að skapi.
39 But we are not of those who shrink back to destruction, but of those who have faith to the saving of the soul.
En við erum ekki menn sem snúa baki við Guði og hjálpræði hans. Nei, við erum menn trúarinnar og munum erfa hjálpræði hans.

< Hebrews 10 >