< Galatians 2 >

1 Then after a period of fourteen years I went up again to Jerusalem with Barnabas, taking Titus also with me.
Fjórtán árum síðar fór ég aftur til Jerúsalem og þá með Barnabasi. Títus varð samferða okkur.
2 I went up by revelation, and I explained to them the Good News which I preach among those who are not Jewish, but privately before those who were respected, for fear that I might be running, or had run, in vain.
Ég fór þangað eftir beinni skipun frá Guði, til að gera bræðrunum þar grein fyrir þeim boðskap sem ég hafði flutt heiðingjunum. Ég talaði við leiðtoga safnaðarins í þeirri von að þeir legðu blessun sína yfir boðskapinn,
3 But not even Titus, who was with me, being a Greek, was compelled to be circumcised.
sem þeir og gerðu. Þeir fóru ekki einu sinni fram á að Títus, félagi minn, yrði umskorinn, en hann var áður heiðingi.
4 This was because of the false brothers secretly brought in, who stole in to spy out our liberty which we have in Christ Jesus, that they might bring us into bondage;
Slík krafa hefði ekki heldur getað komið fram þar, nema þá frá þeim sem kalla sig kristna, en eru það ekki í reynd. Þeir – þessir falsbræður – höfðu laumast inn og njósnað um okkur til að komast á snoðir um frelsið, sem við njótum í Kristi Jesú, og einnig til að sjá hvort við hlýddum lögum Gyðinga eða ekki. Þeir reyndu að flækja okkur með ýmsum lagakrókum, til að hneppa okkur í bönd eins og þræla.
5 to whom we gave no place in the way of subjection, not for an hour, that the truth of the Good News might continue with you.
En við svöruðum þeim ekki, því við vildum ekki rugla ykkur með vangaveltum um hvort hægt væri að ávinna sér hjálpræði Guðs, með því að láta umskerast og hlýða lögum Gyðinga.
6 But from those who were reputed to be important (whatever they were, it makes no difference to me; God shows no favoritism between people)—they, I say, who were respected imparted nothing to me,
En hvað um það, leiðtogar safnaðarins í Jerúsalem gerðu enga athugasemd við það sem ég predikaði. Það skiptir raunar engu máli þótt þeir væru miklir leiðtogar, því að allir eru jafnir fyrir Guði.
7 but to the contrary, when they saw that I had been entrusted with the Good News for the uncircumcision, even as Peter with the Good News for the circumcision
Sem sagt, þegar máttarstólpum safnaðarins, þeim Pétri, Jakobi og Jóhannesi, varð ljóst hversu Guð hafði notað mig til að ávinna heiðingjana, á sama hátt og Pétur hafði orðið til mikillar blessunar með predikunum sínum meðal Gyðinga – því það var Guð sem fékk okkur sitt verkefnið hvorum – þá tókust þeir í hendur við okkur Barnabas og hvöttu okkur til að halda áfram að starfa á meðal heiðingjanna. Sjálfir ætluðu þeir að halda áfram starfi sínu meðal Gyðinga.
8 (for he who appointed Peter to be an apostle of the circumcision appointed me also to the non-Jews);
9 and when they perceived the grace that was given to me, James and Cephas and John, they who were reputed to be pillars, gave to me and Barnabas the right hand of fellowship, that we should go to the non-Jews, and they to the circumcised.
10 They only asked us to remember the poor—which very thing I was also zealous to do.
Það eina sem þeir tóku fram, var að við skyldum jafnan muna eftir að rétta fátækum hjálparhönd og sjálfur hef ég reynt að kappkosta það.
11 But when Cephas came to Antioch, I resisted him to his face, because he stood condemned.
Seinna kom Pétur frá Antíokkíu og þá varð ég að mótmæla framkomu hans harðlega í allra áheyrn, því að hún var allsendis óverjandi.
12 For before some people came from James, he ate with those who were not Jewish. But when they came, he drew back and separated himself, fearing those who were of the circumcision.
Ástæðan var sú að fyrst eftir að hann kom, þá borðaði hann með kristnum mönnum sem áður höfðu verið heiðingjar (en höfðu hvorki verið umskornir né gengist undir lög Gyðinga). Síðar komu nokkrir Gyðingar, vinir Jakobs, en þá vildi hann ekki lengur borða með heiðingjunum, því að hann var hræddur um að Gyðingunum myndi ekki líka það. En þeir voru þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að láta umskerast til að geta frelsast.
13 And the rest of the Jewish believers joined him in his hypocrisy; so that even Barnabas was carried away with their hypocrisy.
Þá gerðist það að allir kristnu Gyðingarnir, ásamt Barnabasi, tóku að hræsna eins og Pétur, þótt þeir vissu auðvitað betur.
14 But when I saw that they did not walk uprightly according to the truth of the Good News, I said to Cephas before them all, "If you, being a Jew, live as the non-Jews do, and not as the Jews do, how can you compel the non-Jews to live as the Jews do?
Þegar ég sá þá breyta þannig gegn betri vitund og fara ekki eftir sannleika fagnaðarerindisins, sagði ég við Pétur svo allir heyrðu: „Þótt þú sért fæddur Gyðingur, er langt um liðið frá því þú lagðir lög þeirra og siði á hilluna. Segðu mér: Hvers vegna tekur þú allt í einu upp á því núna að fá þessa heiðingja til að fylgja siðvenjum Gyðinga?
15 "We, being Jews by birth, and not non-Jewish sinners,
Báðir erum við fæddir Gyðingar og erum því ekki „syndugir heiðingjar“.
16 yet knowing that no one is justified by the works of the law but through faith in Jesus Christ, even we believed in Christ Jesus, that we might be justified by faith in Christ, and not by the works of the law, because no flesh will be justified by the works of the law.
Samt vitum við vel, sem kristnir Gyðingar, að við getum ekki orðið réttlátir í augum Guðs með því að halda lög Gyðinga. Það er aðeins hægt með því að trúa að Jesús Kristur taki burt syndir okkar. Einmitt þess vegna tókum við trú á Krist, til að við réttlættumst fyrir trúna, en ekki fyrir hlýðni við lög Gyðinga. Enginn maður mun nokkru sinni frelsast fyrir slíka löghlýðni.“
17 But if, while we sought to be justified in Christ, we ourselves also were found sinners, is Christ a servant of sin? Certainly not.
En hvernig færi ef við sem treystum því að Kristur frelsi okkur, kæmumst að því að við hefðum á röngu að standa og gætum ekki frelsast, nema því aðeins að við létum umskerast og héldum lög Gyðinga? Yrðum við þá ekki að segja að trúin á Krist hefði orðið okkur til tjóns? Nei, slíkt er fráleitt!
18 For if I build up again those things which I destroyed, I prove myself a law-breaker.
Sannleikurinn er sá að ef við förum að endurreisa gamla kerfið, sem ég hef verið að rífa niður, og reynum að frelsast með því að halda lög Gyðinga, þá sitjum við rækilega föst í syndinni.
19 For I, through the law, died to the law, that I might live to God.
Hvað lögin snertir, er mér ljóst að ég mundi aldrei geta unnið hylli Guðs með því að reyna að hlýðnast þeim, því mér tækist það aldrei. Með því væri ég einungis að undirrita minn eigin dauðadóm. Mér varð ljóst að mennirnir geta aðeins orðið Guði velþóknanlegir fyrir trúna á Krist.
20 I have been crucified with Christ, and it is no longer I that live, but Christ living in me. That life which I now live in the flesh, I live by faith in the Son of God, who loved me, and gave himself up for me.
Þegar Kristur var krossfestur, var það vegna óhlýðni minnar og synda. Því er ég krossfestur með honum, sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Það líf sem ég lifi nú í líkamanum er byggt á trú minni á Guðs son, sem elskaði mig og dó í minn stað.
21 I do not make void the grace of God. For if righteousness is through the law, then Christ died for nothing."
Sumum finnst Kristur hafa dáið til einskis en það finnst mér ekki. Ef hins vegar væri hægt að frelsast með því að halda lög Gyðinga, þá hefði Kristur dáið til einskis.

< Galatians 2 >