< Psalms 50 >
1 [A Psalm by Asaph.] The Mighty One, God, the LORD, speaks, and summons the earth from the rising of the sun to its setting.
Drottinn er alvaldur Guð. Hann kallar þjóð sína saman úr austri og vestri.
2 Out of Zion, the perfection of beauty, God shines forth.
Dýrð Guðs ljómar frá musteri hans á Síonfjalli.
3 Our God comes, and does not keep silent. A fire devours before him. It is very stormy around him.
Hann birtist í þrumugný, umlukinn eyðandi eldi og stormviðri.
4 He calls to the heavens above, to the earth, that he may judge his people:
Hann er kominn til að dæma lýð sinn. Hróp hans heyrist á himni og jörðu:
5 "Gather my faithful ones together to me, those who have made a covenant with me by sacrifice."
„Safnið saman þjóð minni sem með fórnunum á altari mínu hefur gert sáttmála við mig.“
6 The heavens shall declare his righteousness, for God himself is judge. (Selah)
Guð mun dæma réttláta dóma. Himinninn vitnar um réttlæti hans.
7 "Hear, my people, and I will speak; Israel, and I will testify against you. I am God, your God.
Hlusta þú, þjóð mín! Ég er þinn Guð! Taktu eftir úrskurði mínum:
8 I do not rebuke you for your sacrifices. Your burnt offerings are continually before me.
Fórnir þínar tek ég gildar. Þar hefur þú sýnt trúfesti.
9 I have no need for a bull from your stall, nor male goats from your pens.
En ég girnist þó ekki uxa þína og geitur,
10 For every animal of the forest is mine, and the livestock on a thousand hills.
því að öll dýr jarðarinnar tilheyra mér!
11 I know all the birds of the mountains. The wild animals of the field are mine.
Hjarðirnar á fjöllunum og fuglar loftsins – allt er það mitt.
12 If I were hungry, I would not tell you, for the world is mine, and all that is in it.
Væri ég hungraður, segði ég þér ekki frá því – allt á jörðu er mitt, ekkert er undan skilið.
13 Will I eat the flesh of bulls, or drink the blood of goats?
Nei, ég þrái ekki kjötfórnir þínar og blóðfórnir,
14 Offer to God the sacrifice of thanksgiving. Pay your vows to the Most High.
heldur þakklæti og orðheldni.
15 Call on me in the day of trouble. I will deliver you, and you will honor me."
Ákallaðu mig á degi neyðarinnar og þá mun ég frelsa þig. Og þú skalt vegsama mig. Já, þetta skaltu gera.
16 But to the wicked God says, "What right do you have to declare my statutes, that you have taken my covenant on your lips,
En við hina óguðlegu segir Drottinn: „Hættið að þylja upp lögmál mitt og heimta af mér,
17 seeing you hate instruction, and throw my words behind you?
þið sem hafnið aga og lítilsvirðið boðorð mín.
18 When you saw a thief, you consented with him, and have participated with adulterers.
Þið aðstoðið þjófinn og samneytið hórkörlum.
19 "You give your mouth to evil. Your tongue frames deceit.
Þið bölvið og ljúgið
20 You sit and speak against your brother. You slander your own mother's son.
og baktalið bróður ykkar.
21 You have done these things, and I kept silent. You thought that I was just like you. I will rebuke you, and accuse you in front of your eyes.
Þannig ferst ykkur og svo á ég að þegja?! Er ég þá eins og þið? Nei, ég mun hegna ykkur svo ekki verður um villst.
22 "Now consider this, you who forget God, lest I tear you into pieces, and there be none to deliver.
En þið sem gleymduð Guði, fáið eitt tækifæri enn, síðan læt ég eyðinguna koma og þá er allt um seinan.
23 Whoever offers the sacrifice of thanksgiving glorifies me; and to him who orders his conduct I will show the salvation of God."
Sá sem færir þakkargjörð að fórn, heiðrar mig. Og þeir sem breyta eftir orðum mínum fá að sjá hjálpræði mitt.“