< Psalms 49 >
1 [For the Chief Musician. A Psalm by the sons of Korah.] Hear this, all you peoples. Listen, all you inhabitants of the world,
Hlustið nú háir og lágir, ríkir og fátækir.
2 both low and high, rich and poor together.
Allir heimsbúar hlýðið á.
3 My mouth will speak words of wisdom. My heart shall utter understanding.
Ég tala til ykkar vísdómsorð.
4 I will incline my ear to a proverb. I will open my riddle on the harp.
Með undirleik hörpu kveð ég um hyggindi, veiti svör við spurningum lífsins:
5 Why should I fear in the days of evil, when the iniquity of those who deceive me surrounds me?
Láttu ekki ógæfuna hræða þig, né óvini sem umkringja þig með illsku!
6 They trust in their wealth, and boast in the multitude of their riches.
Auðæfum sínum treysta þeir og stæra sig af miklu ríkidæmi
7 Truly these cannot redeem a person, nor give to God a ransom for him.
en þó gæti enginn þeirra greitt Guði lausnargjald fyrir bróður sinn, keypt hann lausan.
8 For the redemption of their life is costly, no payment is ever enough,
Sál mannsins er dýrmætari en svo að hún verði keypt fyrir fé.
9 that he should live on forever, that he should not see corruption.
Auður alls heimsins hrekkur ekki til að kaupa einum manni líf og forða honum frá gröfinni.
10 For he sees that wise men die; likewise the fool and the senseless perish, and leave their wealth to others.
Þið auðmenn og vitringar og aðrir sem hreykið ykkur hátt, þið munuð farast eins og aðrir menn. Þið hafið enga kröfu til lífsins fremur en fífl og fáráðlingar. Þið verðið að eftirláta öðrum auð ykkar.
11 Their tombs are their homes forever, and their dwelling places to all generations. They name their lands after themselves.
Hús og eignir bera nöfn ykkar rétt eins og þið ætlið að búa þar að eilífu!
12 But man, despite his riches, doesn't endure. He is like the animals that perish.
Nei, maðurinn verður að deyja. Hann er eins og skepnurnar, þrátt fyrir frægð sína og frama.
13 This is the destiny of those who are foolish, and of those who approve their sayings. (Selah)
Slík verða afdrif hinna hrokafullu en samt mun þeirra getið með virðingu þegar þeir eru dauðir.
14 They are appointed as a flock for Sheol. Death shall be their shepherd. The upright shall have dominion over them in the morning. Their beauty shall decay in Sheol, far from their mansion. (Sheol )
En þeir fá ekki umflúið dauðann. Þegar upp er staðið verða hinir vondu að þjóna hinum góðu. Vald auðsins er þeim gagnslaust í dauðanum og ekki taka þeir auðæfi sín með sér. (Sheol )
15 But God will redeem my soul from the power of Sheol, for he will receive me. (Selah) (Sheol )
En hvað um mig? Guð mun leysa sál mína frá dauða og frelsa mig úr helju. (Sheol )
16 Do not be afraid when a man is made rich, when the glory of his house is increased.
Vertu ekki gramur þótt einhver verði ríkur og reisi sér glæsihöll.
17 For when he dies he shall carry nothing away. His glory shall not descend after him.
Ekkert af því mun hann taka með sér í gröfina, ekki einu sinni frægð sína!
18 Though while he lived he blessed his soul—and men praise you when you do well for yourself—
Í lifanda lífi telur hann sig heppinn og heimurinn klappar honum lof í lófa,
19 he shall go to the generation of his fathers. They shall never see the light.
en þó deyr hann eins og aðrir og hverfur inn í myrkrið.
20 A man who has riches without understanding, is like the animals that perish.
Sá sem elskar eigin lofstír deyr eins og skepnan, þrátt fyrir frægð sína og frama.