< Psalms 42 >

1 [For the Chief Musician. A contemplation by the sons of Korah.] As the deer pants for the water brooks, so my soul pants after you, God.
Eins og hindin þráir vatnslindir, þrái ég þig, ó Guð.
2 My soul thirsts for God, for the living God. When shall I come and appear before God?
Mig þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði. Hvenær fæ ég að koma og standa frammi fyrir honum?
3 My tears have been my food day and night, while they continually ask me, "Where is your God?"
Daga og nætur leita ég hans grátandi, en óvinir mínir spotta mig og segja: „Hvar skyldi Guð þinn vera?!“
4 These things I remember, and pour out my soul within me, how I used to go in the tent of the Majestic One, to the house of God, with the voice of joy and praise, a multitude keeping a holy day.
Hresstu þig nú, sál mín! Minnstu þess er þú á hátíðum leiddir skrúðgönguna til musterisins, og söngst lofsöng um Drottin? Það var ógleymanlegt!
5 Why are you in despair, my soul? Why are you disturbed within me? Hope in God. For I will again give him thanks, my saving presence and my God.
Til hvers þá að vera hnugginn? Hvers vegna að súta og syrgja? Treystu Drottni! Já, svo sannarlega vil ég lofa hann á ný. Aftur vil ég þakka honum hjálp hans.
6 My soul is in despair within me. Therefore I remember you from the land of the Jordan, the heights of Hermon, from the hill Mizar.
Ég er dapur og stúrinn, en samt vil ég hugsa um þig hér við fjöllin Misar og Hermon þar sem Jórdan streymir fram.
7 Deep calls to deep at the noise of your waterfalls. All your breakers and waves have swept over me.
Bylgjur þínar hafa brotnað á mér og fossar þínir baðað mig í sorg.
8 The LORD will command his loving kindness in the daytime. In the night his song shall be with me: a prayer to the God of my life.
En þó streymir náð Drottins til mín dag eftir dag og um nætur lofa ég hann og bið til Guðs sem gaf mér lífið.
9 I will ask God, my Rock, "Why have you forgotten me? Why do I go mourning because of the oppression of the enemy?"
Ég bið og segi: „Ó, þú Guð, klettur minn.“„Hvers vegna hefur þú yfirgefið mig? Hvers vegna verð ég að þola árásir óvina minna?“
10 As with a sword in my bones, my adversaries taunt me, while they continually ask me, "Where is your God?"
Mig svíður undan ögrunum þeirra og aftur og aftur gera þeir gys að mér. „Hvar er þessi Guð þinn?!“segja þeir.
11 Why are you in despair, my soul? Why are you disturbed within me? Hope in God. For I will again give him thanks, my saving presence and my God.
En sál mín, misstu ekki móðinn. Láttu þér ekki gremjast það. Vonaðu á Guð. Já ég veit að hann mun hjálpa mér og þá mun ég lofa hann fyrir allt það sem hann gerir. Hann er björgun mín! Hann er minn Guð!

< Psalms 42 >