< Matthew 2 >
1 Now when Jesus was born in Bethlehem of Judea in the days of Herod the king, look, Magi from the east came to Jerusalem, saying,
Jesús fæddist í bænum Betlehem í Júdeu á valdatímum Heródesar konungs. Um það leyti komu stjörnufræðingar til Jerúsalem frá Austurlöndum og spurðu:
2 "Where is he who is born King of the Jews? For we saw his star in the east, and have come to worship him."
„Hvar er nýfæddi Gyðingakonungurinn? Við höfum séð stjörnu hans austur í löndum og nú erum við komnir til þess að sýna honum lotningu.“
3 And when King Herod heard it, he was troubled, and all Jerusalem with him.
Heródes konungur varð óttasleginn er hann heyrði þetta, og alls kyns sögusagnir komust á kreik í Jerúsalem.
4 And gathering together all the chief priests and scribes of the people, he asked them where the Christ would be born.
Heródes kallaði því saman trúarleiðtoga Gyðinga og spurði: „Hafa spámennirnir sagt hvar Kristur eigi að fæðast?“
5 And they said to him, "In Bethlehem of Judea, for thus it is written through the prophet,
„Já, “svöruðu leiðtogarnir, „í Betlehem, því að þannig skrifaði Míka spámaður:
6 'And you, Bethlehem, land of Judah, are in no way least among the rulers of Judah; for out of you will come forth a ruler who will shepherd my people, Israel.'"
„Þú Betlehem litla, þú ert ekki einhver þýðingarlaus smábær í Júdeu, því frá þér mun koma höfðingi sem annast þjóð mína, Ísrael“.“
7 Then Herod secretly called the Magi, and learned from them exactly what time the star appeared.
Heródes sendi þá stjörnufræðingunum leynileg boð um að finna sig, og á þeim fundi fékk hann að vita hvenær þeir hefðu fyrst séð stjörnuna. Síðan sagði hann:
8 And he sent them to Bethlehem, and said, "Go and search diligently for the young child, and when you have found him, bring me word, so that I also may come and worship him."
„Farið til Betlehem og leitið að barninu, og þegar þið hafið fundið það, skuluð þið koma aftur og láta mig vita hvar það er, svo að ég geti einnig veitt því lotningu!“
9 And they, having heard the king, went their way; and look, the star which they saw in the east went before them, until it came and stood over where the young child was.
Að þessum viðræðum loknum héldu stjörnufræðingarnir aftur af stað. Og sjá! Stjarnan birtist þeim á ný og fór fyrir þeim uns hún staðnæmdist loks yfir Betlehem.
10 And when they saw the star, they rejoiced with exceedingly great joy.
Gleði þeirra var takmarkalaus!
11 And they came into the house and saw the young child with Mary, his mother, and they fell down and worshiped him. Then, opening their treasures, they offered to him gifts: gold, frankincense, and myrrh.
Þeir gengu inn í húsið þar sem María og barnið voru, krupu á kné frammi fyrir því og tilbáðu það. Síðan tóku þeir upp farangur sinn og gáfu barninu gull, reykelsi og myrru.
12 Being warned in a dream that they should not return to Herod, they went back to their own country another way.
Á heimleiðinni komu þeir ekki við í Jerúsalem til þess að hitta Heródes, því að Guð hafði sagt þeim í draumi að fara aðra leið.
13 Now when they had departed, look, an angel of the Lord appeared to Joseph in a dream, saying, "Arise and take the young child and his mother, and flee into Egypt, and stay there until I tell you, for Herod will seek the young child to destroy him."
Þegar þeir voru farnir, dreymdi Jósef að hann sæi engil frá Drottni sem sagði: „Flýðu til Egyptalands og taktu með þér barnið og móður þess, því að Heródes konungur sækist eftir lífi barnsins. Vertu síðan um kyrrt í Egyptalandi þar til ég segi þér að snúa heim aftur.“
14 And he arose and took the young child and his mother by night, and departed into Egypt,
Jósef lagði af stað til Egyptalands með barnið og Maríu þessa sömu nótt.
15 and was there until the death of Herod; that it might be fulfilled which was spoken by the Lord through the prophet, saying, "Out of Egypt I called my son."
Þar dvöldust þau uns Heródes konungur lést, en þá rættust orð spámannsins: „Ég kallaði son minn frá Egyptalandi.“
16 Then Herod, when he saw that he was mocked by the Magi, was exceedingly angry, and sent out, and killed all the male children who were in Bethlehem and in all the surrounding countryside, from two years old and under, according to the exact time which he had learned from the Magi.
Heródes varð æfur af reiði þegar hann komst að því að stjörnufræðingarnir höfðu brugðist honum og sendi þegar í stað alla hermenn til Betlehem. Hann gaf þeim skipun um að drepa alla drengi, tveggja ára og yngri, sem ættu heima þar í nágrenninu. Þetta gerði Heródes vegna þess að stjörnufræðingarnir höfðu sagt honum að þeir hefðu fyrst séð stjörnuna tveimur árum áður.
17 Then that which was spoken by Jeremiah the prophet was fulfilled, saying,
Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um þennan hryllilega verknað Heródesar með þessum orðum:
18 "A voice was heard in Ramah, lamentation and weeping and great mourning, Rachel weeping for her children; and she would not be comforted, because they are no more."
„Í Rama kveður við angistarvein og óstöðvandi grátur. Rakel grætur börnin sín. Hún er óhuggandi því þau eru ekki lengur lífs.“
19 But when Herod was dead, look, an angel of the Lord appeared in a dream to Joseph in Egypt, saying,
Eftir dauða Heródesar birtist engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og sagði:
20 "Arise and take the young child and his mother, and go into the land of Israel, for those who sought the young child's life are dead."
„Rís þú á fætur og farðu aftur til Ísraels með Jesú og móður hans.“
21 And he arose and took the young child and his mother, and went to the land of Israel.
Hann sneri því þegar í stað aftur til Ísraels með Jesú og móður hans.
22 But when he heard that Archelaus was reigning over Judea in the place of his father, Herod, he was afraid to go there. Being warned in a dream, he withdrew into the region of Galilee,
Á leiðinni frétti hann sér til mikils ótta að nýi konungurinn í Júdeu væri Areklás, sonur Heródesar. Þá var hann varaður við í öðrum draumi, að fara til Júdeu, og því héldu þau til Galíleu
23 and came and lived in a city called Nazareth; that it might be fulfilled which was spoken through the prophets, that he will be called a Nazorean.
og settust að í Nasaret. Þar með rættist þessi spádómur um Krist: „Hann mun kallaður Nasarei.“