< Mark 15 >
1 Immediately in the morning the chief priests, with the elders and scribes, and the whole council, held a consultation, and bound Jesus, and carried him away, and delivered him to Pilate.
Snemma morguns kom hæstiréttur saman til að ákveða næsta skref í málinu. Í hæstarétti sátu æðstu prestarnir, öldungar og fræðimenn þjóðarinnar. Niðurstaðan varð sú að þeir ákváðu að senda Jesú í fylgd vopnaðra varðmanna til Pílatusar, rómverska landstjórans.
2 Pilate asked him, "Are you the King of the Jews?" He answered, "You say so."
„Ertu konungur Gyðinga?“spurði Pílatus Jesú. „Já, “svaraði Jesús, „það er rétt eins og þú orðar það.“
3 The chief priests accused him of many things.
Æðstu prestarnir báru nú margar sakir á Jesú. „Af hverju segirðu ekki neitt?“spurði Pílatus Jesú. „Hvað um allar þessar ákærur?“
4 Pilate again asked him, "Have you no answer? See how many things they testify against you."
5 But Jesus made no further answer, and Pilate was amazed.
En Jesús þagði, Pílatusi til mikillar furðu.
6 Now at the feast he used to release to them one prisoner, whom they requested.
Það var venja að náða einn fanga á páskunum – einhvern sem fólkið kom sér saman um.
7 There was one called Barabbas, bound with those who had made insurrection, who in the insurrection had committed murder.
Um þetta leyti var fangi, Barrabas að nafni, í haldi. Hann hafði ásamt öðrum verið dæmdur fyrir morð í uppreisnartilraun.
8 And the crowd went up and began to ask him to do for them according to his custom.
Nú kom hópur manna til Pílatusar og bað hann að náða einn fanga á hátíðinni eins og venja var.
9 Pilate answered them, saying, "Do you want me to release to you the King of the Jews?"
„Hvernig væri að láta ykkur fá „konung Gyðinga“?“spurði Pílatus. „Er það hann sem þið viljið fá lausan?“
10 For he perceived that for envy the chief priests had delivered him up.
(Þetta sagði hann því honum var orðið ljóst að réttarhöldin höfðu verið sviðsett af æðstu prestunum, þar eð þeir öfunduðu Jesú vegna vinsælda hans.)
11 But the chief priests stirred up the crowd, that he should release Barabbas to them instead.
En þegar hér var komið sögu, höfðu æðstu prestarnir æst múginn til að krefjast Barrabasar í stað Jesú.
12 Pilate again asked them, "What then should I do to him whom you call the King of the Jews?"
„Ef ég sleppi Barrabasi, “sagði Pílatus, „hvað á ég þá að gera við þennan mann, sem þið kallið konung ykkar?“
13 They shouted again, "Crucify him."
„Krossfestu hann!“hrópuðu þeir.
14 Pilate said to them, "Why, what evil has he done?" But they shouted all the louder, "Crucify him."
„Hvers vegna?“spurði Pílatus ákveðinn. „Hvað hefur hann gert rangt?“Þá öskraði múgurinn enn hærra: „Krossfestu hann!“
15 Pilate, wishing to please the crowd, released Barabbas to them, and handed over Jesus, when he had flogged him, to be crucified.
Þá lét Pílatus Barrabas lausan af því að hann óttaðist uppþot og vildi geðjast fólkinu. Síðan gaf hann skipun um að Jesús skyldi húðstrýktur og sendur til krossfestingar.
16 The soldiers led him away within the court, which is the Praetorium; and they called together the whole cohort.
Rómversku hermennirnir fóru með Jesú inn í landsstjórahöllina og kölluðu saman alla varðsveitina. Þeir færðu hann í purpuralita skikkju og fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu hana á höfuð honum.
17 They clothed him with purple, and weaving a crown of thorns, they put it on him.
18 They began to salute him, "Greetings, King of the Jews."
Síðan heilsuðu þeir honum á hermannavísu og æptu: „Lengi lifi konungur Gyðinga!“
19 They struck his head with a reed, and spat on him, and bowing their knees, did homage to him.
Svo börðu þeir hann í höfuðið með priki, hræktu á hann og féllu á kné og þóttust veita honum lotningu.
20 When they had mocked him, they took the purple off of him, and put his own garments on him. They led him out to crucify him.
Þegar þeir voru orðnir leiðir á leik sínum, færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni, klæddu hann aftur í eigin föt og fóru með hann til krossfestingar.
21 And they forced one passing by, Simon of Cyrene, coming from the country, the father of Alexander and Rufus, to go with them, that he might carry his cross.
Símon frá Kýrene varð á vegi þeirra, á leið ofan úr sveit. Hann var neyddur til að bera kross Jesú. (Símon var faðir Alexanders og Rúfusar.)
22 And they brought him to the place called Golgotha, which is translated, "The place of a skull."
Þeir fóru nú með Jesú á stað sem heitir Golgata. (Golgata þýðir hauskúpa.)
23 They offered him wine mixed with myrrh to drink, but he did not take it.
Þar var Jesú boðið beiskt vín, en hann vildi það ekki.
24 Crucifying him, they parted his garments among them, casting lots on them, what each should take.
Eftir það krossfestu þeir hann og vörpuðu hlutkesti um föt hans.
25 It was nine in the morning, and they crucified him.
Krossfestingin átti sér stað um níuleytið að morgni.
26 The superscription of his accusation was written over him, "THE KING OF THE JEWS."
Á krossinn var fest áletrun þar sem afbrot Jesú var gefið til kynna: „Konungur Gyðinga“.
27 With him they crucified two robbers; one on his right hand, and one on his left.
Tveir ræningjar voru einnig krossfestir þennan sama morgun og stóðu krossar þeirra sinn hvorum megin við kross Jesú.
28 And the Scripture was fulfilled which says, "And he was numbered with transgressors."
Þar með rættust orð Gamla testamentisins sem þannig hljóða: „Hann var talinn með illræðismönnum“.
29 Those who passed by blasphemed him, wagging their heads, and saying, "Ha. You who destroy the temple, and build it in three days,
Fólk sendi honum háðsglósur um leið og það gekk framhjá og hristi höfuðið af vandlætingu. „Hæ! Sjá þig núna!“æpti það. „Já, þú getur áreiðanlega rifið musterið og byggt það aftur á þrem dögum! Fyrst þú ert svona mikill maður, bjargaðu þá sjálfum þér og stígðu niður af krossinum!“
30 save yourself and come down from the cross."
31 Likewise, also the chief priests mocking among themselves with the scribes said, "He saved others. He cannot save himself.
Æðstu prestarnir, sem einnig voru þarna nærstaddir ásamt öðrum trúarleiðtogum, hæddu hann og sögðu: „Hann var nógu iðinn við að „frelsa“aðra, en sjálfum sér getur hann ekki bjargað!“
32 Let the Christ, the King of Israel, now come down from the cross, that we may see and believe him." Those who were crucified with him insulted him.
„Kristur!“hrópuðu þeir til hans, „konungur Ísraels! Stígðu nú niður af krossinum og þá skulum við trúa á þig!“Ræningjarnir, sem áttu að deyja með honum, tóku einnig í sama streng og formæltu honum.
33 Now when it was noon, there was darkness over the whole land until three in the afternoon.
Um hádegi varð dimmt um allt landið og hélst myrkrið allt til klukkan þrjú síðdegis.
34 Then at three in the afternoon Jesus called out with a loud voice, saying, "Elohi, Elohi, lema shabachthani?" which is translated, "My God, my God, why have you forsaken me?"
Þá kallaði Jesús hárri röddu: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“(Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?)
35 Some of those who stood by, when they heard it, said, "Look, he is calling for Elijah."
Sumir þeirra, sem þarna stóðu, héldu að hann væri að kalla á Elía spámann.
36 One ran, and filling a sponge full of vinegar, put it on a reed, and gave it to him to drink, saying, "Let him be. Let us see whether Elijah comes to take him down."
Þá hljóp einn þeirra eftir svampi, fyllti hann af ediki, rétti Jesú á langri stöng og sagði: „Bíðum við, sjáum hvort Elía kemur og tekur hann niður af krossinum.“
37 Jesus gave a loud cry, and gave up the spirit.
En Jesús kallaði aftur hárri röddu og gaf upp andann.
38 The veil of the temple was torn in two from the top to the bottom.
Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr.
39 And when the centurion, who stood by opposite him, saw that he cried out like this and breathed his last, he said, "Truly this man was the Son of God."
Þegar rómverski liðsforinginn, sem stóð við kross Jesú, sá hvernig hann gaf upp andann, hrópaði hann: „Þessi maður hefur áreiðanlega verið sonur Guðs.“
40 There were also women watching from afar, among whom were both Mary Magdalene, and Mary the mother of James the younger and of Josi, and Salome;
Hópur kvenna stóð álengdar og fylgdist með öllu sem gerðist. Þeirra á meðal voru María Magdalena, María (móðir Jakobs yngri og Jóse) og Salóme.
41 who, when he was in Galilee, followed him, and served him; and many other women who came up with him to Jerusalem.
Þær höfðu, auk margra annarra kvenna, fylgt honum og þjónað meðan hann var norður í Galíleu og nú höfðu þær komið með honum til Jerúsalem.
42 When evening had now come, because it was the Preparation Day, that is, the day before the Sabbath,
Atburðir þessir áttu sér stað daginn fyrir helgidaginn. Síðdegis þennan sama dag herti Jósef frá Arímaþeu upp hugann og fór til Pílatusar og bað um líkama Jesú. Jósef þessi var virtur meðlimur hæstaréttar og trúaður maður (sem sjálfur vænti komu guðsríkisins).
43 Joseph of Arimathea, a prominent council member who also himself was looking for the Kingdom of God, came. He boldly went in to Pilate, and asked for the body of Jesus.
44 Pilate was surprised that he was already dead; and summoning the centurion, he asked him whether he had been dead long.
En Pílatus trúði ekki að Jesús væri þá þegar dáinn og lét því kalla á liðsforingjann, sem sá um aftökuna, og spurði hann.
45 When he found out from the centurion, he granted the body to Joseph.
Liðsforinginn staðfesti að Jesús væri dáinn og gaf þá Pílatus Jósef leyfi til að taka líkið.
46 He bought a linen cloth, and taking him down, wound him in the linen cloth, and placed him in a tomb which had been cut out of a rock. He rolled a stone against the door of the tomb.
Jósef keypti langan léreftsdúk, tók líkama Jesú niður af krossinum og vafði hann í dúkinn. Síðan lagði hann líkið í gröf sem höggvin hafði verið í klett og velti steini fyrir dyrnar.
47 Mary Magdalene and Mary, the mother of Josi, saw where he was placed.
(María Magdalena og María móðir Jóse fylgdust með þegar Jesús var lagður í gröfina.)