< Luke 18 >

1 He also spoke a parable to them that they must always pray, and not give up,
Eitt sinn sagði Jesús lærisveinum sínum þessa sögu til að hvetja þá til að gefast ekki upp að biðja, fyrr en svarið kæmi:
2 saying, "There was a judge in a certain city who did not fear God, and did not respect people.
„Í borg einni var dómari, sem ekki trúði á Guð, og fyrirleit alla menn.
3 A widow was in that city, and she often came to him, saying, 'Give me justice against my adversary.'
Ekkja, sem þar bjó, kom oft til hans og bað hann að leita réttar síns gegn manni, sem brotið hafði gegn henni.
4 He would not for a while, but afterward he said to himself, 'Though I neither fear God, nor respect people,
Í fyrstu gaf dómarinn henni engan gaum, en að lokum fór hún að fara í taugarnar á honum. „Ég hræðist hvorki Guð né menn, “sagði hann við sjálfan sig, „en þessi kona veldur mér ónæði. Ég ætla að sjá til þess að hún nái rétti sínum, því ég er orðinn leiður á henni, hún er alltaf að koma.“
5 yet because this widow bothers me, I will give her justice, or else she will wear me out by her continual coming.'"
6 The Lord said, "Listen to what the unrighteous judge says.
Drottinn sagði: „Haldið þið að Guð láti ekki sitt fólk ná rétti sínum, ef það hrópar til hans dag og nótt, fyrst hægt er að hafa áhrif á vondan dómara?
7 Won't God avenge his chosen ones, who are crying out to him day and night, and yet he exercises patience with them?
8 I tell you that he will avenge them quickly. Nevertheless, when the Son of Man comes, will he find faith on the earth?"
Jú, áreiðanlega! Og hann mun svara því fljótt! Spurningin er hve marga trúaða og bænrækna ég finn þegar ég, Kristur, kem aftur.“
9 He spoke also this parable to certain people who were convinced of their own righteousness, and who despised all others.
Síðan sagði hann þeim, sem stærðu sig af verkum sínum og fyrirlitu aðra, eftirfarandi sögu:
10 "Two men went up into the temple to pray; one was a Pharisee, and the other was a tax collector.
„Tveir men fóru upp í musterið til að biðjast fyrir. Annar var farísei, en hinn var skattheimtumaður.
11 The Pharisee stood and prayed to himself like this: 'God, I thank you, that I am not like other people, extortioners, unrighteous, adulterers, or even like this tax collector.
Faríseinn bað þannig: „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og syndararnir, til dæmis eins og þessi skattheimtumaður! Ég stel aldrei, ég drýgi ekki hór,
12 I fast twice a week. I give tithes of all that I get.'
ég fasta tvisvar í viku og gef tíund af öllu sem ég vinn mér inn.“
13 But the tax collector, standing far away, would not even lift up his eyes to heaven, but beat his breast, saying, 'God, be merciful to me, a sinner.'
Óprúttni skattheimtumaðurinn stóð langt frá og þorði ekki einu sinni að horfa upp til himins meðan hann bað, heldur barði sér hryggur á brjóst og sagði: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur.“
14 I tell you, this man went down to his house justified rather than the other; for everyone who exalts himself will be humbled, but he who humbles himself will be exalted."
Ég segi ykkur: Þessi syndari fékk fyrirgefningu, en ekki faríseinn! Hinir hrokafullu verða niðurlægðir, en auðmjúkum veitt náð.“
15 Now they were also bringing their babies to him, that he might touch them. But when the disciples saw it, they rebuked them.
Dag einn komu mæður með börnin sín til Jesú til að hann snerti þau og blessaði, en lærisveinarnir skipuðu þeim burt.
16 Jesus summoned them, saying, "Allow the little children to come to me, and do not hinder them, for the Kingdom of God belongs to such as these.
Þá kallaði Jesús börnin til sín og sagði við lærisveinana: „Leyfið börnunum að koma til mín, en hindrið þau ekki. Guðsríki er fyrir þá sem hafa hjartalag og trú eins og þessi litlu börn, en sá sem ekki hefur trú eins og þau, mun aldrei þangað komast.“
17 Truly, I tell you, whoever does not receive the Kingdom of God like a little child, he will in no way enter into it."
18 A certain ruler asked him, saying, "Good Teacher, what must I do to inherit everlasting life?" (aiōnios g166)
Höfðingi nokkur spurði Jesú: „Góði meistari, hvað á ég að gera til að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
19 Jesus asked him, "Why do you call me good? No one is good, except one—God.
„Veistu hvað þú ert að segja þegar þú kallar mig góðan?“spurði Jesús. „Aðeins einn er góður í raun og veru, og það er Guð.
20 You know the commandments: 'Do not commit adultery,' 'Do not murder,' 'Do not steal,' 'Do not give false testimony,' 'Honor your father and your mother.'"
Þú þekkir boðorðin: Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki myrða, ekki stela, ekki ljúga, heiðraðu föður þinn og móður þína, “
21 And he said, "I have kept all these things from my youth up."
Maðurinn svaraði: „Ég hef hlýðnast öllum þessum boðum frá barnæsku.“
22 When Jesus heard it, he said to him, "You still lack one thing. Sell all that you have, and distribute it to the poor. You will have treasure in heaven. Come, follow me."
„Eitt vantar þig enn, “sagði Jesús, „og það er þetta: Seldu allt sem þú átt, gefðu fátækum andvirðið og þá muntu eignast fjársjóð á himnum – komdu síðan og fylgdu mér.“
23 But when he heard these things, he became very sad, for he was very rich.
Þegar maðurinn heyrði þetta, fór hann hryggur í burtu, því að hann var mjög ríkur.
24 And Jesus looked at him and said, "How hard it is for those who have riches to enter into the Kingdom of God.
Jesús horfði á eftir honum og sagði síðan við lærisveina sína: „Það er erfitt fyrir hina ríku að komast inn í guðsríki!
25 For it is easier for a camel to enter in through a needle's eye, than for a rich person to enter into the Kingdom of God."
Það er auðveldara fyrir úlfalda að smjúga gegnum nálarauga, en fyrir ríkan mann að komast inn í guðsríki.“
26 Those who heard it said, "Then who can be saved?"
Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta hrópuðu þeir: „Hver getur þá orðið hólpinn, fyrst það er svona erfitt?“
27 But he said, "The things which are impossible with man are possible with God."
„Guð getur það sem menn geta ekki, “svaraði Jesús.
28 And Peter said, "Look, we have left our own things and followed you."
Þá sagði Pétur: „Við höfum yfirgefið heimili okkar og fylgt þér.“
29 He said to them, "Truly I tell you, there is no one who has left house, or wife, or brothers, or parents, or children, for the Kingdom of God's sake,
„Já, “svaraði Jesús, „allir sem yfirgefa heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna guðsríkisins,
30 who will not receive many times more in this time, and in the world to come, everlasting life." (aiōn g165, aiōnios g166)
munu fá margföld laun í þessum heimi, auk eilífs lífs í hinum komandi.“ (aiōn g165, aiōnios g166)
31 He took the twelve aside, and said to them, "Look, we are going up to Jerusalem, and all the things that are written through the prophets concerning the Son of Man will be completed.
Síðan kallaði hann þá tólf saman og sagði: „Þið vitið að við erum á leiðinni til Jerúsalem. Þegar þangað kemur, mun allt rætast sem hinir fornu spámenn sögðu um mig.
32 For he will be delivered up to the non-Jews, will be mocked, treated shamefully, and spit on.
Ég verð framseldur heiðingjunum, en þeir munu hæða mig og spotta. Einnig munu þeir hrækja á mig,
33 They will scourge and kill him. On the third day, he will rise again."
húðstrýkja og loks lífláta, en á þriðja degi mun ég rísa upp.“
34 They understood none of these things. This saying was hidden from them, and they did not understand the things that were said.
Þeir skildu ekki hvað hann var að segja og fannst það algjör ráðgáta.
35 It happened, as he came near Jericho, a certain blind man sat by the road, begging.
Þegar þeir nálguðust Jeríkó sat blindur betlari við veginn.
36 Hearing a crowd going by, he asked what this meant.
Þegar hann heyrði að mikill mannfjöldi var að nálgast, spurði hann hvað um væri að vera.
37 They told him that Jesus of Nazareth was passing by.
Honum var þá sagt að Jesús frá Nasaret væri þar á ferð.
38 He called out, "Jesus, Son of David, have mercy on me."
Þá fór hann að hrópa í sífellu: „Jesús, sonur Davíðs, miskunnaðu mér!“
39 Those who led the way rebuked him, that he should be quiet; but he shouted all the more, "Son of David, have mercy on me."
Fólkið sem gekk á undan Jesú, reyndi að þagga niður í honum. En þá hrópaði hann enn hærra: „Sonur Davíðs, miskunna þú mér!“
40 Standing still, Jesus commanded him to be brought to him. When he had come near, he asked him,
Þegar Jesús kom nær, nam hann staðar og sagði: „Komið með blinda manninn hingað.“
41 "What do you want me to do?" He said, "Lord, that I may see again."
Síðan spurði Jesús hann: „Hvað viltu að ég geri fyrir þig?“„Drottinn, “sagði hann biðjandi, „mig langar að fá sjónina.“
42 Jesus said to him, "Receive your sight. Your faith has healed you."
„Nú getur þú séð, “sagði Jesús. „Trú þín hefur læknað þig.“
43 And immediately he received his sight, and followed him, glorifying God. All the people, when they saw it, praised God.
Samstundis fékk maðurinn sjónina og fylgdi Jesú og lofaði Guð. Allir sem þetta sáu lofuðu Guð.

< Luke 18 >