< Acts 27 >
1 When it was determined that we should sail for Italy, they delivered Paul and certain other prisoners to a centurion named Julius, of the Augustan band.
Loks var öllum undirbúningi lokið fyrir sjóferð okkar til Rómar. Páli og nokkrum öðrum föngum var komið fyrir í gæslu hjá liðsforingja, sem Júlíus hét, og var í hersveit keisarans.
2 Embarking in a ship from Adramyttium, which was about to sail to places on the coast of Asia, we put to sea; Aristarchus, a Macedonian of Thessalonica, being with us.
Við stigum á skip sem átti að hafa viðkomu á nokkrum stöðum á strönd Litlu-Asíu. Reyndar var Aristarkus með okkur, en hann var grískur, frá Þessaloníku.
3 The next day, we landed at Sidon. Julius treated Paul kindly, and gave him permission to go to his friends and refresh himself.
Daginn eftir komum við til Sídon, sem var fyrsti viðkomustaðurinn. Júlíus sýndi Páli þá velvild að leyfa honum að fara í land, heimsækja vini sína og njóta gestrisni þeirra.
4 Putting to sea from there, we sailed under the lee of Cyprus, because the winds were contrary.
Þegar við sigldum þaðan, fengum við mótvind sem gerði okkur erfitt að halda stefnunni. Við fórum því norður fyrir Kýpur, milli eyjarinnar og meginlandsins
5 When we had sailed across the sea which is off Cilicia and Pamphylia, we came to Myra, a city of Lycia.
og sigldum meðfram strönd héraðanna Kilikíu og Pamfýlíu. Því næst komum við til Mýru í Lýkíu.
6 There the centurion found a ship of Alexandria sailing for Italy, and he put us on board.
Þar setti liðsforinginn okkur um borð í egypskt skip frá Alexandríu, sem var á leið til Ítalíu.
7 When we had sailed slowly many days, and had come with difficulty opposite Cnidus, the wind not allowing us further, we sailed under the lee of Crete, opposite Salmone.
Dögum saman miðaði lítið vegna óhagstæðs veðurs. Loks vorum við þó komnir í námunda við Knídus, en þá hvessti aftur, svo við létum berast upp undir Krít og fram hjá hafnarborginni Salmóne. Með miklum erfiðismunum tókst okkur að brjótast gegn veðrinu fram með suðurströndinni, uns við komum til Góðhafnar, nálægt borginni Laseu.
8 With difficulty sailing along it we came to a certain place called Fair Havens, near the city of Lasea.
9 When much time had passed and the voyage was now dangerous, because the Fast had now already gone by, Paul admonished them,
Þar stoppuðum við nokkra daga. Það var komið haust þegar þetta var, og því hættulegt að leggja upp í langar sjóferðir vegna illviðra, sem þá voru tíð. Páll nefndi þetta við yfirmenn skipsins og sagði:
10 and said to them, "Sirs, I perceive that the voyage will be with injury and much loss, not only of the cargo and the ship, but also of our lives."
„Kæru vinir, ég álít að ef við siglum nú, þá munum við lenda í erfiðleikum og jafnvel strandi. Þá mundi farmurinn eyðileggjast og menn gætu farist.“
11 But the centurion gave more heed to the master and to the owner of the ship than to those things which were spoken by Paul.
En liðsforingjarnir, sem gættu fanganna, tóku meira mark á skipstjóranum og eiganda skipsins en Páli.
12 Because the haven was not suitable to winter in, the majority advised going to sea from there, if by any means they could reach Phoenix, and winter there, which is a port of Crete, looking northeast and southeast.
Þar sem Góðhöfn var opin fyrir veðri og vindum, og því óhentug að vetri til, lögðu flestir af áhöfninni til að reynt yrði að komast upp að ströndinni við Fönix og vera þar um veturinn. Fönix var fyrirtaks höfn, opin til suðvesturs og norðvesturs.
13 When the south wind blew softly, supposing that they had obtained their purpose, they weighed anchor and sailed along Crete, close to shore.
Um þetta leyti kom hægur sunnanvindur og að því er virtist gott sjóveður. Þeir léttu því akkerum og sigldu af stað fram með landinu.
14 But before long, a stormy wind beat down from shore, which is called Euraquilo.
Ekki var liðinn langur tími er norðaustanrok skall á og hrakti skipið út á opið haf. Í fyrstu reyndu þeir að snúa aftur upp að ströndinni en er það tókst ekki, gáfust þeir upp og létu reka.
15 When the ship was caught, and could not face the wind, we gave way to it, and were driven along.
16 Running under the lee of a small island called Cauda, we were able, with difficulty, to secure the boat.
Loksins komumst við í var við litla eyju, sem heitir Káda, og þar gátum við með miklum erfiðismunum dregið björgunarbátinn um borð, en hann hafði verið í togi.
17 After they had hoisted it up, they used cables to help reinforce the ship. Fearing that they would run aground on the Syrtis, they lowered the sea anchor, and so were driven along.
Þá voru strengdir kaðlar yfir skipið til að styrkja það. Áhöfnin var hrædd um að skipið myndi hrekja upp á sandana við Afríkuströnd og tók því niður aðalseglið og lét reka fyrir veðri og vindum.
18 As we labored exceedingly with the storm, the next day they began to throw things overboard.
Daginn eftir versnaði veðrið enn og tók þá áhöfnin að varpa farminum fyrir borð.
19 On the third day, they threw out the ship's tackle with their own hands.
Þriðja daginn fleygðu þeir síðan öllum búnaði skipsins í sjóinn – öllu lauslegu.
20 When neither sun nor stars shone on us for many days, and no small storm pressed on us, all hope that we would be saved was now taken away.
Fárviðrið geisaði linnulaust dögum saman og að lokum höfðu þeir gefið upp alla von.
21 When they had been long without food, Paul stood up in the middle of them, and said, "Sirs, you should have listened to me, and not have set sail from Crete, and have gotten this injury and loss.
Þegar menn höfðu verið lengi matarlausir, kallaði Páll saman áhöfnina og sagði: „Góðir menn, þið hefðuð átt að gefa því gaum sem ég sagði, og vera kyrrir í Góðhöfn, því að þá hefðuð þið komist hjá þessum hrakningum og tjóni.
22 Now I exhort you to cheer up, for there will be no loss of life among you, but only of the ship.
En herðið upp hugann! Enginn okkar mun týna lífi, þótt skipið farist.
23 For there stood by me this night an angel, belonging to the God whose I am and whom I serve,
Síðastliðna nótt stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég tilheyri og þjóna,
24 saying, 'Do not be afraid, Paul. You must stand before Caesar. And look, God has granted you all those who sail with you.'
og sagði: „Vertu ekki hræddur, Páll, því þú munt komast til keisarans til að tala máli þínu. Auk þess hefur Guð heyrt bæn þína og mun bjarga lífi allra þeirra sem með þér eru á skipinu.“
25 Therefore, sirs, cheer up. For I believe God, that it will be just as it has been spoken to me.
Verið nú hughraustir, því að ég treysti Guði. Þetta mun fara eins og hann hefur sagt,
26 But we must run aground on a certain island."
en skipið mun stranda við einhverja eyju.“
27 But when the fourteenth night had come, as we were driven back and forth in the Adriatic Sea, about midnight the sailors surmised that they were drawing near to some land.
Um miðnættið fjórtánda óveðursdaginn, vorum við að hrekjast fram og aftur um Adríahafið. Þá fannst sjómönnunum eins og þeir væru að nálgast land.
28 They took soundings, and found twenty fathoms. After a little while, they took soundings again, and found fifteen fathoms.
Dýpið var mælt og reyndist það vera 40 metrar. Skömmu síðar mældu þeir aftur og var það þá 30 metrar.
29 Fearing that we would run aground on rocky ground, they let go four anchors from the stern, and wished for daylight.
Þeir voru því vissir um að þá mundi fljótlega bera að landi. Af ótta við sker við ströndina, köstuðu þeir út fjórum akkerum úr skutnum og vonuðu að birti sem fyrst.
30 As the sailors were trying to flee out of the ship, and had lowered the boat into the sea, pretending that they would lay out anchors from the bow,
Nokkrir af áhöfninni ætluðu að forða sér frá skipinu og létu björgunarbátinn síga undir því yfirskini að þeir ætluðu að kasta akkerum frá stefninu.
31 Paul said to the centurion and to the soldiers, "Unless these stay in the ship, you cannot be saved."
Þá sagði Páll við hermennina og foringja hersveitarinnar. „Ef einhver fer frá borði munu allir farast.“
32 Then the soldiers cut away the ropes of the boat, and let it fall off.
Þá hjuggu hermennirnir á kaðlana og létu bátinn falla í sjóinn.
33 While the day was coming on, Paul urged them all to take some food, saying, "This day is the fourteenth day that you wait and continue fasting, having taken nothing.
Það var ekki enn orðið bjart þegar Páll bað alla um að fá sér eitthvað að borða. „Þið hafið ekki bragðað mat í hálfan mánuð, “sagði hann.
34 Therefore I urge you to take some food, for this is for your preservation; for not a hair will perish from any of your heads."
„Fáið ykkur nú eitthvað svo þið hressist, því að þið munuð ekki farast, nei, ekki svo mikið sem hár á höfði ykkar!“
35 When he had said this, and had taken bread, he gave thanks to God in the presence of all, and he broke it, and began to eat.
Síðan tók hann nokkuð af skipsbrauðinu, þakkaði Guði í augsýn allra, braut af því bita og át.
36 Then they all cheered up, and they also took food.
Allt í einu leið öllum betur og menn fengu sér mat,
37 In all, we were two hundred seventy-six souls on the ship.
en alls vorum við tvö hundruð sjötíu og sex um borð.
38 When they had eaten enough, they lightened the ship, throwing out the wheat into the sea.
Eftir að hafa borðað, fleygði áhöfnin öllu korninu í sjóinn til að létta skipið enn meira.
39 When it was day, they did not recognize the land, but they noticed a certain bay with a beach, and they decided to try to drive the ship onto it.
Þegar bjart var orðið, virtu menn fyrir sér ströndina, en þekktu hana ekki. Þá tóku þeir eftir vík með sandfjöru og veltu því fyrir sér hvort takast mundi að komast milli klettanna og láta brimið skola sér upp í fjöruna.
40 Casting off the anchors, they left them in the sea, at the same time untying the rudder ropes. Hoisting up the foresail to the wind, they made for the beach.
Loks var ákveðið að reyna þetta. Höggvið var á akkerisfestarnar og þær látnar fara. Stýrunum var rennt í sjóinn, framseglið dregið upp og stefnt til strandar.
41 But coming to a place where two seas met, they ran the vessel aground. The bow struck and remained immovable, but the stern began to break up by the violence of the waves.
Fljótlega tók skipið niðri á sandrifi og sat stefnið fast, en brotsjóirnir gengu yfir skutinn, svo að hann tók að liðast í sundur.
42 The soldiers' counsel was to kill the prisoners, so that none of them would swim out and escape.
Hermennirnir ráðlögðu þá herdeildarforingjanum að drepa fangana, svo að þeir gætu ekki synt í land og komist undan.
43 But the centurion, desiring to save Paul, stopped them from their purpose, and commanded that those who could swim should throw themselves overboard first to go toward the land;
En Júlíus, sem vildi bjarga lífi Páls, féllst ekki á þessa hugmynd. Síðan skipaði hann öllum, sem kynnu að synda, að stökkva í sjóinn og reyna að bjarga sér í land.
44 and the rest should follow, some on planks, and some on other things from the ship. So it happened that they all escaped safely to the land.
Þeir sem ósyndir voru, áttu að fleyta sér á plönkum og braki úr brotnandi skipinu. Þetta var gert og komust allir í land heilu og höldnu.