< 1 John 5 >

1 Whoever believes that Jesus is the Christ is born of God. Whoever loves the Father also loves the child who is born of him.
Þið eruð Guðs börn, ef þið trúið því að Jesús sé Kristur – að hann sé sonur Guðs og frelsari ykkar. Þeir sem elska föðurinn, eiga einnig að elska börnin hans.
2 By this we know that we love the children of God, when we love God and do his commandments.
Hversu heill ert þú í kærleika þínum og hlýðni við Guð? Það getur þú séð á því hversu þú elskar börn Guðs.
3 For this is the love of God, that we keep his commandments. His commandments are not grievous.
Að elska Guð er að hlýða honum og það er létt.
4 For whatever is born of God overcomes the world. This is the victory that has overcome the world: our faith.
Hvert einasta Guðs barn getur hlýtt Guði, sigrað syndina og allar illar girndir, með því að treysta hjálp Krists.
5 Who is he who overcomes the world, but he who believes that Jesus is the Son of God?
Enginn getur barist til sigurs í þessu stríði, nema hann trúi því að Jesús sé í sannleika sonur Guðs.
6 This is he who came by water and blood, Jesus Christ; not with the water only, but with the water and the blood. It is the Spirit who testifies, because the Spirit is the truth.
Við vitum að Jesús er sonur Guðs, því að svo sagði rödd Guðs, sem hljómaði frá himnum, þegar hann var skírður og er hann stóð andspænis dauðanum. Sama segir heilagur andi, andi sannleikans. Þar með höfum við þrjú vitni: Rödd heilags anda í hjörtum okkar, röddina af himni þegar Jesús var skírður og röddina sem hljómaði er hann gekk í dauðann. Vitnin þrjú – andinn, vatnið og blóðið – eru öll sammála. „Jesús Kristur er sonur Guðs.“
7 For there are three who testify:
8 the Spirit, the water, and the blood; and the three agree as one.
9 If we accept human testimony, the witness of God is greater; for this is God's testimony that he has testified concerning his Son.
Fyrst við trúum vitnisburði manna fyrir dómstólum getum við óhikað trúað öllu sem Guð segir. Guð segir að Jesús sé sonur sinn
10 He who believes in the Son of God has the testimony in himself. He who does not believe God has made him a liar, because he has not believed in the testimony that God has given concerning his Son.
og allir sem því trúa, finna innra með sér að það er satt. Sá sem vill ekki trúa þessu, segir þar með að Guð sé lygari, þar sem hann ekki trúir því sem Guð hefur sagt um son sinn.
11 The testimony is this, that God gave to us everlasting life, and this life is in his Son. (aiōnios g166)
Hvað hefur Guð sagt? Að hann hafi gefið okkur eilíft líf og að þetta líf sé í syni hans. (aiōnios g166)
12 He who has the Son has the life. He who does not have God's Son does not have the life.
Sá, sem trúir á son Guðs, á lífið, en sá, sem ekki trúir, á ekki lífið.
13 These things I have written to you who believe in the name of the Son of God, that you may know that you have everlasting life. (aiōnios g166)
Þetta hef ég skrifað ykkur, sem trúið á son Guðs, til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. (aiōnios g166)
14 This is the boldness which we have toward him, that, if we ask anything according to his will, he listens to us.
Við vitum einnig með vissu að hann hlustar á okkur hvenær sem við biðjum hann eftir hans vilja.
15 And if we know that he listens to us, whatever we ask, we know that we have the petitions which we have asked of him.
Og fyrst við erum viss um að hann hlusti þegar við tölum við hann og biðjum, megum við einnig treysta því að hann svari okkur.
16 If anyone sees his brother sinning a sin not leading to death, he should ask, and he will give him life for those who sin not leading to death. There is a sin leading to death. I do not say that he should make a request concerning this.
Ef þið sjáið kristinn mann drýgja synd, sem ekki leiðir til dauða, þá biðjið Guð að fyrirgefa honum og Guð mun gefa honum líf, nema því aðeins að hann hafi drýgt þá synd sem veldur dauða. Til er dauðasynd og hafi hann drýgt hana er tilgangslaust að biðja fyrir honum.
17 All unrighteousness is sin, and there is a sin not leading to death.
Allt ranglæti er synd, en hér á ég ekki við þessar venjulegu syndir, ég er að tala um þá synd sem endar með dauða.
18 We know that whoever is born of God does not sin, but he who was born of God protects him, and the evil one does not touch him.
Enginn, sem tilheyrir fjölskyldu Guðs, heldur áfram að syndga af ásettu ráði, heldur gætir hann sín og djöfullinn nær engu taki á honum.
19 We know that we are of God, and the whole world lies in the power of the evil one.
Við vitum að við erum Guðs börn og við vitum einnig að heimurinn er á valdi Satans og undir hans stjórn.
20 We know that the Son of God has come, and has given us an understanding, that we know him who is true, and we are in him who is true, in his Son Jesus Christ. He is the true God and eternal life. (aiōnios g166)
Við vitum að Kristur, sonur Guðs, kom til að hjálpa okkur til þess að skilja og finna hinn eina sanna Guð. Nú tilheyrum við honum vegna þess að við erum í Jesú Kristi, syni hans. Hann er hinn eini sanni Guð – hann er eilífa lífið. (aiōnios g166)
21 Little children, keep yourselves from idols.
Börnin mín, forðist allt sem getur leitt hjörtu ykkar burt frá Guði. Jóhannes

< 1 John 5 >