< Psalms 69 >

1 [For the Chief Musician. To the tune of "Lilies." By David.] Save me, God, for the waters have come up to my neck.
Frelsaðu mig, ó Guð, því að vatnið hækkar sífellt
2 I sink in deep mire, where there is no foothold. I have come into deep waters, where the floods overflow me.
og ég sekk æ dýpra í þessa botnlausu leðju.
3 I am weary with my crying. My throat is dry. My eyes fail, looking for my God.
Ég er útgrátinn og örmagna, hálsinn þurr og sár og augun þrútin. Góði Guð, bjargaðu mér!
4 Those who hate me without a cause are more than the hairs of my head. Those who want to cut me off, being my enemies wrongfully, are mighty. I have to restore what I did not take away.
Þeir eru margir sem hata mig að ástæðulausu, fjöldi manna sem brugga mér banaráð. Þó er ég saklaus. Þeir heimta að ég bæti það sem ég hef ekki brotið!
5 God, you know my foolishness. My sins aren't hidden from you.
Ó, Guð, þú þekkir heimsku mína og syndir.
6 Do not let those who wait for you be put to shame because of me, LORD of hosts. Do not let those who seek you be brought to dishonor through me, God of Israel.
Drottinn Guð, þú sem ræður hersveitum himnanna, láttu mig ekki verða til hneykslunar þeim sem treysta þér. Þú Guð Ísraels, forðaðu mér frá því að valda þeim vonbrigðum,
7 Because for your sake I suffer insults. Shame has covered my face.
þó svo að þín vegna sé ég hæddur og smáður.
8 I have become a stranger to my brothers, a foreigner to my mother's children.
Jafnvel bræður mínir sniðganga mig!
9 For the zeal of your house consumes me. The insults of those who insult you have fallen on me.
Guð, þú ert í huga mér öllum stundum og um musteri þitt hugsa ég. Og vegna þess að ég held uppi málstað þínum, hata þeir mig, rétt eins og þig.
10 When I wept and I fasted, it brought me insults.
Ég hef fastað og iðrast frammi fyrir þér, en þeir hæddu mig engu að síður.
11 When I made sackcloth my clothing, I became a byword to them.
Ég klæddist hærusekk – tákni auðmýktar og iðrunar – og þá ortu þeir um mig níðvísu!
12 Those who sit in the gate talk about me. I am the song of the drunkards.
Ég er nýjasta fréttin í bænum og jafnvel rónarnir spotta mig!
13 But as for me, my prayer is to you, LORD, in an acceptable time. God, in the abundance of your loving kindness, answer me in the truth of your salvation.
En ég held áfram að biðja til þín, Drottinn, og gefst ekki upp, því að þú hlustar! Svaraðu mér með blessun þinni og miskunnaðu mér.
14 Deliver me out of the mire, and do not let me sink. Let me be delivered from those who hate me, and out of the deep waters.
Dragðu mig upp úr leðjunni, Drottinn, ég finn að ég er að sökkva! Forðaðu mér frá óvinum mínum, úr þessum hræðilega pytti!
15 Do not let the flood waters overwhelm me, neither let the deep swallow me up. Do not let the pit shut its mouth on me.
Láttu ekki flóðið taka mig, hringiðuna svelgja mig!
16 Answer me, LORD, for your loving kindness is good. According to the multitude of your tender mercies, turn to me.
Ó, Drottinn, svaraðu bænum mínum, vegna gæsku þinnar og náðar við mig.
17 Do not hide your face from your servant, for I am in distress. Answer me speedily.
Snúðu ekki við mér bakinu, því að ég er í nauðum staddur! Flýttu þér! Komdu og frelsaðu mig!
18 Draw near to my soul, and redeem it. Ransom me because of my enemies.
Drottinn, komdu og bjargaðu mér! Leystu mig undan ofríki óvina minna.
19 You know how I am insulted, and my shame, and my disgrace. My adversaries are all before you.
Þú sérð þá og þekkir háðsglósur þeirra, hvernig þeir níða mig niður.
20 Insults have broken my heart, so that I am in despair. I looked for some to take pity, but there was none; for comforters, but I found none.
Háðsyrði þeirra hafa sært mig djúpu sári og andi minn örmagnast. Ó, ef einhver hefði sýnt mér samúð og einhver viljað hugga mig!
21 They also gave me gall for my food. In my thirst, they gave me vinegar to drink.
Þeir færðu mér eitraðan mat – malurt – og edik við þorstanum.
22 Let their table before them become a snare, and a retribution, and a trap, and a stumbling block.
Verði gleði þeirra að sorg og friður þeirra að skelfingu.
23 Let their eyes be darkened, so that they can't see, and make their backs weak continually.
Myrkur komi yfir þá, blinda og ringulreið.
24 Pour out your indignation on them. Let the fierceness of your anger overtake them.
Reiði þín upptendrist gegn þeim og eldur þinn tortími þeim.
25 Let their habitation be desolate, and let no one dwell in their tents.
Leggðu hús þeirra í rúst svo að þar búi enginn framar.
26 For they persecute him whom you have wounded. They tell of the sorrow of those whom you have hurt.
Því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegið og hlæja að kvöl þess sem þú hefur gegnumstungið.
27 Charge them with crime upon crime. Do not let them come into your righteousness.
Skráðu hjá þér allar syndir þeirra, já láttu enga gleymast.
28 Let them be blotted out of the Book of Life, and not be written with the righteous.
Strikaðu þá út af listanum yfir þá sem fá að lifa, leyfðu þeim ekki að njóta lífsins með réttlátum.
29 But I am in pain and distress. Let your salvation, God, protect me.
Ó, Guð, frelsaðu mig úr þessari neyð! Ég veit að þú munt bjarga mér!
30 I will praise the name of God with a song, and will magnify him with thanksgiving.
Ég lofa Guð í ljóði, mikla hann með lofsöng.
31 It will please the LORD better than an ox, or a bull that has horns and hoofs.
Það mun gleðja hann meira en margs konar fórnir.
32 The humble will see it and rejoice. You who seek after God, let your heart live.
Hinir auðmjúku munu sjá að Drottinn hjálpar mér og þeir munu gleðjast. Já, gleðjist, þið sem leitið Guðs!
33 For the LORD hears the needy, and doesn't despise his captive people.
Því að Drottinn heyrir hróp hinna snauðu, og snýr ekki við þeim bakinu.
34 Let heaven and earth praise him; the seas, and everything that moves in them.
Himinn og jörð, lofið Drottin, og hafið og allt sem í því er!
35 For God will save Zion, and build the cities of Judah. They shall settle there, and own it.
Því að Guð mun frelsa Jerúsalem og endurreisa borgirnar í Júda og þjóð hans mun búa við öryggi.
36 The children also of his servants shall inherit it. Those who love his name shall dwell in it.
Börnin munu erfa landið og þeir sem elska Drottin njóta þar friðar og velgengni.

< Psalms 69 >