< Psalms 79 >

1 [A Psalm by Asaph.] God, the nations have come into your inheritance. They have defiled your holy temple. They have laid Jerusalem in heaps.
Guð, – hefur þú ekki heyrt: Heiðingjarnir hafa ráðist inn í land þitt! Musterið hefur verið saurgað og Jerúsalem er rjúkandi rúst!
2 They have given the dead bodies of your servants to be food for the birds of the sky, the flesh of your faithful to the animals of the earth.
Lík þinna manna liggja á bersvæði og eru fæða hræfugla og villidýra!
3 Their blood they have shed like water around Jerusalem. There was no one to bury them.
Óvinirnir hafa stráfellt íbúa Jerúsalem, svo að allt flýtur í blóði. Enginn er eftir til að grafa hina föllnu.
4 We have become objects of contempt to our neighbors, mocked and ridiculed by those who are around us.
Nágrannaþjóðirnar hæða okkur og spotta og ausa svívirðingum.
5 How long, Jehovah? Will you be angry forever? Will your jealousy burn like fire?
Drottinn, hversu lengi ætlar þú að vera okkur reiður? Að eilífu? Á vandlæti þitt að brenna þar til öll von er úti?!
6 Pour out your wrath on the nations that do not know you; on the kingdoms that do not call on your name;
Úthelltu heldur reiði þinni yfir guðlausu þjóðirnar, ekki okkur! Já, yfir konungsríkin sem ekki ákalla nafn þitt.
7 For they have devoured Jacob, and destroyed his homeland.
Það eru þau sem hafa útrýmt þjóð þinni og ráðist inn á hvert heimili.
8 Do not hold the iniquities of our forefathers against us. Let your tender mercies speedily meet us, for we are in desperate need.
Við biðjum þig: Láttu okkur ekki gjalda löngu drýgðra synda forfeðranna! Miskunnaðu þig yfir eymd okkar, því að við höfum verið troðnir niður í svaðið!
9 Help us, God of our salvation, for the glory of your name. Deliver us, and forgive our sins, for your name's sake.
Hjálpaðu okkur, því að þú ert frelsari okkar! Hjálpaðu okkur, vegna þíns eigin orðstírs! Frelsaðu okkur og fyrirgefðu okkur syndirnar.
10 Why should the nations say, "Where is their God?" Let it be known among the nations, before our eyes, that vengeance for your servants' blood is being poured out.
Hvers vegna fá heiðnu þjóðirnar að hæða okkur og segja: „Hvar er þessi Guð ykkar?!“Hefndu ófara lýðs þíns svo að eftir verði tekið!
11 Let the sighing of the prisoner come before you. According to the greatness of your power, free those who are sentenced to death.
Hlustaðu á stunur fanganna og hinna dauðadæmdu. Sýndu mátt þinn og frelsaðu þá.
12 Pay back to our neighbors seven times into their lap the insults with which they have insulted you, Jehovah.
Drottinn, láttu þá fá sjöfalt endurgjald, þessar þjóðir sem hæða þig og spotta!
13 So we, your people and sheep of your pasture, will give you thanks forever. We will praise you forever, to all generations.
Þá munum við, þjóð þín og gæsluhjörð, lofa þig að eilífu og þakka mikilleika þinn frá kynslóð til kynslóðar.

< Psalms 79 >