< Psalms 58 >
1 [For the Chief Musician. To the tune of "Do Not Destroy." A poem by David.] Do you rulers indeed speak righteousness? Do you judge blamelessly, you descendants of Adam?
Þið konungar og leiðtogar þjóðanna, talið þið sannleika? Er réttlæti í dómum ykkar og úrskurðum?
2 No, in your heart you plot injustice. You measure out the violence of your hands in the earth.
Nei, svo er ekki. Þið eruð allir svikarar sem seljið „réttlæti“fyrir mútur.
3 The wicked go astray from the womb. They are wayward as soon as they are born, speaking lies.
Slíkir menn hafa allt frá fæðingu vikið af réttum vegi. Þeir hafa talað lygi frá því þeir fengu málið.
4 Their poison is like the poison of a serpent; like a deaf viper that stops its ear,
Eiturnöðrur eru þeir, slöngur sem daufheyrast við skipunum særingamannsins.
5 which doesn't listen to the voice of charmers, no matter how skillful the charmer may be.
Drottinn, slíttu úr þeim eiturbroddinn!
6 Break their teeth, God, in their mouth. Break out the great teeth of the young lions, Jehovah.
Dragðu vígtennurnar úr þessum vörgum, ó Guð.
7 Let them vanish as water that flows away. When they draw the bow, let their arrows be made blunt.
Láttu þá hverfa eins og jörðin hafi gleypt þá. Sláðu vopnin úr höndum þeirra.
8 Let them be like a snail which melts and passes away, like the stillborn child, who has not seen the sun.
Láttu þá þorna upp eins og snigla og ekki sjá sólina frekar en þeir sem andvana eru fæddir.
9 Before your pots can feel the heat of the thorns, he will sweep away the green and the burning alike.
Guð mun svipta þeim burt, eyða þeim skjótar en pottur hitnar yfir eldi.
10 The righteous shall rejoice when he sees the vengeance. He shall wash his feet in the blood of the wicked;
Þá munu hinir guðhræddu fagna, þegar réttlætið sigrar og þeir fá að ganga um blóðidrifin stræti fallinna óvina.
11 so that men shall say, "Most certainly there is a reward for the righteous. Most certainly there is a God who judges the earth."
Þá munu menn sjá að réttlætið sigrar og að Guð dæmir jörðina með réttvísi.