< Psalms 38 >

1 [A Psalm by David, for a memorial.] Jehovah, do not rebuke me in your wrath, neither chasten me in your hot displeasure.
Drottinn, ekki refsa mér, þótt þú sért reiður.
2 For your arrows have pierced me, your hand presses hard on me.
Örvar þínar standa í mér og hönd þín liggur þungt á mér.
3 There is no soundness in my flesh because of your indignation, neither is there any health in my bones because of my sin.
Vegna reiði þinnar er ég sjúkur maður, heilsa mín er farin vegna synda minna.
4 For my iniquities have gone over my head. As a heavy burden, they are too heavy for me.
Syndir mínar líkjast flóði sem færir mig í kaf, eins og byrði sem ég kikna undan.
5 My wounds are loathsome and corrupt, because of my foolishness.
Ólykt leggur af sárum mínum – það er drep í þeim.
6 I am pained and bowed down greatly. I go mourning all day long.
Ég er ráðþrota vegna synda minna. Ég ráfa um í angist liðlangan daginn.
7 For my waist is filled with burning. There is no soundness in my flesh.
Lendar mínar brenna af sviða og líkami minn er helsjúkur.
8 I am faint and severely bruised. I have groaned by reason of the anguish of my heart.
Máttur minn er þrotinn og ég er örvæntingu nær.
9 Lord, all my desire is before you. My groaning is not hidden from you.
Drottinn, ég þrái bót á meini mínu! Þú heyrir kvein mín og andvörp.
10 My heart throbs. My strength fails me. As for the light of my eyes, it has also left me.
Hjartað hamast í brjósti mér, kraftar mínir búnir og sjónin dvín.
11 My loved ones and my friends keep their distance because of my affliction. My kinsmen stand far away.
Ástvinir mínir og góðir grannar forðast sjúkdóm minn og böl og frændur mínir eru á bak og burt.
12 They also who seek after my life lay snares. Those who seek my hurt speak mischievous things, and meditate deceits all day long.
Óvinir mínir sæta færis að drepa mig. Liðlangan daginn sitja þeir á svikráðum, brugga mér banaráð.
13 But I, as a deaf man, do not hear. I am as a mute man who doesn't open his mouth.
En illráð þeirra verka ekki á mig!
14 Yes, I am as a man who doesn't hear, in whose mouth are no reproofs.
Ég virði þá ekki viðlits. Áform þeirra rætast ekki,
15 For in you, Jehovah, do I hope. You will answer, Jehovah my God.
því að ég vona á þig, Drottinn, Guð minn. Kom þú og vernda mig.
16 For I said, "Do not let them gloat over me, or exalt themselves over me when my foot slips."
Þaggaðu niður í þeim sem hlæja að óförum mínum.
17 For I am ready to fall. My pain is continually before me.
Ég er að falli kominn og angist mín er enn hin sama.
18 Yes, I confess my iniquity. I am anxious because of my sin.
Ég játa syndir mínar og iðrast þess sem ég hef gert.
19 But my enemies, for no reason, are many. Those who hate me wrongfully are numerous.
En ofsóknum óvina minna linnir ekki og heift þeirra minnkar ekki. Þeir hata mig án ástæðu.
20 They who also render evil for good are adversaries to me, because I follow what is good.
Þeir launa mér gott með illu, hata mig fyrir góðverk mín.
21 Do not forsake me, Jehovah. My God, do not be far from me.
Yfirgefðu mig ekki, Drottinn. Vík ekki frá mér!
22 Hurry to help me, Jehovah, my salvation.
Komdu skjótt og hjálpaðu mér, þú frelsari minn!

< Psalms 38 >