< Psalms 106 >

1 Praise JAH. Give thanks to Jehovah, for he is good, for his loving kindness endures forever.
Hallelúja! Drottinn, þökk sé þér því að þú ert góður! Elska þín varir að eilífu.
2 Who can utter the mighty acts of Jehovah, or fully declare all his praise?
Hver getur talið upp öll máttarverk Guðs og hver getur lofað hann eins og rétt er og skylt? Enginn!
3 Blessed are those who uphold justice, who practice righteousness at all times.
Sæll er sá réttláti sem gerir nágrönnum sínum gott.
4 Remember me, Jehovah, with the favor that you show to your people. Visit me with your salvation,
Drottinn, þegar þú blessar og bjargar fólki þínu, minnstu þá einnig mín.
5 that I may see the prosperity of your chosen, that I may rejoice in the gladness of your nation, that I may glory with your inheritance.
Gefðu mér hlut í velgengni þinna útvöldu, að fá að gleðjast með þeim og deila með þeim hjálp þinni.
6 We have sinned with our fathers. We have committed iniquity. We have done wickedly.
Bæði við og feður okkar höfum margvíslega syndgað.
7 Our fathers did not understand your wonders in Egypt. They did not remember the multitude of your loving kindnesses, but were rebellious at the sea, even at the Red Sea.
Máttarverk þín í Egyptalandi mátu þeir lítils og fljótlega gleymdu þeir góðverkum þínum og risu gegn þér við hafið hið rauða.
8 Nevertheless he saved them for his name's sake, that he might make his mighty power known.
En samt frelsaðir þú þá, hélst uppi heiðri nafns þíns og sýndir mátt þinn.
9 He rebuked the Red Sea also, and it was dried up; so he led them through the depths, as through a desert.
Þú klaufst hafið, lagðir þurran veg um botn þess og leiddir þá þar í gegn.
10 He saved them from the hand of him who hated them, and redeemed them from the hand of the enemy.
Þannig frelsaðir þú þá frá óvinum þeirra.
11 The waters covered their adversaries. There was not one of them left.
Síðan féll sjórinn aftur í farveg sinn og óvinir þeirra fórust – ekki einn komst af!
12 Then they believed his words. They sang his praise.
Þá loks trúðu þeir Drottni og sungu honum lofsöng.
13 They soon forgot his works. They did not wait for his counsel,
En þeir voru fljótir að gleyma honum á ný! Þeir treystu ekki orðum hans
14 but gave in to craving in the desert, and tested God in the wasteland.
en heimtuðu sífellt meira og meira og reyndu eins og þeir gátu á þolinmæði Guðs.
15 He gave them their request, but sent leanness into their soul.
Og hann lét að vilja þeirra, en þó ekki að öllu leyti.
16 They envied Moses also in the camp, and Aaron, Jehovah's holy one.
Þeir gerðu uppreisn gegn Móse og líka Aron, manninn sem Guð hafði valið til prests.
17 The earth opened and swallowed up Dathan, and covered the company of Abiram.
Þá opnaðist jörðin og gleypti Datan og flokk Abírams.
18 A fire was kindled in their company. The flame burned up the wicked.
Eldur féll af himni og eyddi illmennum þessum.
19 They made a calf in Horeb, and worshiped a molten image.
Þeir gerðu sér líkneski af nauti, sem étur gras,
20 Thus they exchanged their glory for an image of a bull that eats grass.
og tilbáðu það í stað hins dýrlega Guðs!
21 They forgot God, their Savior, who had done great things in Egypt,
Þannig óvirtu þeir Guð, frelsara sinn,
22 Wondrous works in the land of Ham, and awesome things by the Red Sea.
sem gert hafði undur og tákn í Egyptalandi og við hafið rauða.
23 Therefore he said that he would destroy them, had Moses, his chosen, not stood before him in the breach, to turn away his wrath, so that he wouldn't destroy them.
Þess vegna áformaði Guð að eyða þeim öllum. En Móse, hans útvaldi þjónn, tók sér stöðu milli fólksins og Guðs og bað hann að láta af reiði sinni og tortíma þeim ekki.
24 Yes, they despised the pleasant land. They did not believe his word,
Og ekki vildu þeir inn í fyrirheitna landið, þeir treystu ekki að Guð mundi vernda þá.
25 but murmured in their tents, and did not listen to Jehovah's voice.
Þeir kvörtuðu í tjöldum sínum og fyrirlitu skipun hans.
26 Therefore he swore to them that he would overthrow them in the wilderness,
Þá ákvað hann að láta þá deyja í eyðimörkinni,
27 and that he would make their offspring fall among the nations, and scatter them in the lands.
tvístra afkomendum þeirra meðal þjóðanna og herleiða þá til annarra landa.
28 They joined themselves also to Baal Peor, and ate the sacrifices of the dead.
Og hjá Peór gengu forfeður okkar í lið með fylgjendum Baals og báru fram fórnir til dauðra skurðgoða.
29 Thus they provoked him to anger with their deeds. The plague broke in on them.
Það reitti Drottin til reiði og þess vegna braust út plága meðal þeirra.
30 Then Phinehas stood up, and executed judgment, so the plague was stopped.
Hún hélst þar til Pínehas gekk fram og refsaði þeim sem henni höfðu valdið.
31 That was credited to him for righteousness, for all generations to come.
Hans verður ætíð minnst fyrir það réttlætisverk.
32 They angered him also at the waters of Meribah, so that Moses was troubled for their sakes;
Hjá Meríba reitti Ísrael Drottin aftur til reiði og olli Móse miklum vanda,
33 because they were rebellious against his spirit, he spoke rashly with his lips.
– hann reiddist og talaði ógætileg orð.
34 They did not destroy the peoples, as Jehovah commanded them,
Og ekki útrýmdi Ísrael þjóðunum sem fyrir voru í landinu, eins og Guð hafði skipað þeim,
35 but mixed themselves with the nations, and learned their works.
heldur blönduðust þeir heiðingjunum og tóku upp ósiði þeirra.
36 They served their idols, which became a snare to them.
Þeir færðu skurðgoðum þeirra fórnir og leiddust burt frá Guði.
37 Yes, they sacrificed their sons and their daughters to demons.
Þeir fórnuðu jafnvel börnum sínum til illra anda –
38 They shed innocent blood, even the blood of their sons and of their daughters, whom they sacrificed to the idols of Canaan. The land was polluted with blood.
til hjáguða Kanverja – úthelltu saklausu blóði og vanhelguðu landið með morðum.
39 Thus were they defiled with their works, and prostituted themselves in their deeds.
Þeir saurguðust af illverkum þessum, því að með hjáguðadýrkun sinni rufu þeir trúnað við Guð.
40 Therefore Jehovah burned with anger against his people. He abhorred his inheritance.
Vegna alls þessa reiddist Drottinn Ísrael, lýð sínum, og fékk viðbjóð á honum,
41 He gave them into the hand of the nations. Those who hated them ruled over them.
og lét hann heiðnar þjóðir drottna yfir honum.
42 Their enemies also oppressed them. They were brought into subjection under their hand.
Ísrael var stjórnað af óvinum sínum og þeir kúguðu hann.
43 Many times he delivered them, but they were rebellious in their counsel, and were brought low in their iniquity.
Aftur og aftur leysti hann þá undan okinu, en þeir héldu áfram að óhlýðnast honum, uns syndir þeirra komu þeim á kné.
44 Nevertheless he regarded their distress, when he heard their cry.
Samt bænheyrði hann þá og linaði þjáningar þeirra.
45 He remembered for them his covenant, and repented according to the multitude of his loving kindnesses.
Hann minntist loforðsins sem hann gaf þeim og aumkaðist yfir þá í elsku sinni,
46 He made them also to be pitied by all those who carried them captive.
svo að jafnvel þeir sem kúguðu þá, sýndu þeim miskunn.
47 Save us, Jehovah, our God, gather us from among the nations, to give thanks to your holy name, to triumph in your praise.
Ó, frelsaðu okkur, Drottinn Guð! Safnaðu okkur saman frá þjóðunum svo að við getum sameiginlega þakkað þér og lofað nafn þitt.
48 Blessed be Jehovah, the God of Israel, from everlasting to everlasting. And let all the people say, "Amen." Praise JAH.
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Og allt fólkið segi: „Amen!“Hallelúja.

< Psalms 106 >