< Galatians 4 >

1 But I say that so long as the heir is a child, he is no different from a slave, though he is lord of all;
Þið vitið að ef faðir deyr og eftirlætur ungum syni sínum mikil auðæfi, þá er barnið lítið betur statt en þræll meðan það vex úr grasi, enda þótt það hafi erft allar eigur föður síns.
2 but is under guardians and stewards until the day appointed by the father.
Barnið verður að gera það sem forráða- og fjárhaldsmenn þess segja, þar til það nær þeim aldri sem faðir þess tiltók.
3 So we also, when we were children, were held in bondage under the elemental principles of the world.
Við vorum í svipaðri aðstöðu áður en Kristur kom, undir lögum og reglum Gyðinga, því við töldum það einu leiðina til hjálpræðis.
4 But when the fullness of the time came, God sent out his Son, born to a woman, born under the law,
En þegar rétti tíminn kom, sem Guð hafði ákveðið, þá sendi hann son sinn. Hann fæddist af konu sem Gyðingur og varð að lúta öllum lögum Gyðinga,
5 that he might redeem those who were under the law, so that we might receive the adoption as sons.
til að kaupa okkur frelsi, okkur sem voru þrælar laganna, svo að hann gæti ættleitt okkur – gert okkur að börnum sínum.
6 And because you are sons, God sent out the Spirit of his Son into our hearts, crying, "Abba, Father."
Og fyrst við erum börn hans, þá sendi hann anda sonar síns í hjörtu okkar og því getum við nú með sanni sagt að Guð sé faðir okkar.
7 So you are no longer a slave, but a son; and if a son, then an heir of God.
Nú erum við ekki framar þrælar, heldur börn Guðs! Fyrst við erum börn hans, þá erum við um leið erfingjar að öllum eigum hans, og það var einmitt áform Guðs.
8 However at that time, not knowing God, you were slaves to those who by nature are not gods.
Áður en þið kynntust Guði, voruð þið heiðingjar. Þið voruð þrælar svokallaðra guða sem voru ekki einu sinni til.
9 But now that you have come to know God, or rather to be known by God, why do you turn back again to the weak and miserable elemental principles, to which you desire to be enslaved all over again?
En fyrst svo var, hvers vegna viljið þið, sem funduð Guð (eða ætti ég heldur að segja að Guð hafi fundið ykkur?), þá snúa við og verða aftur þrælar máttvana og einskis nýtra trúarbragða og komast til himins fyrir hlýðni við lög Guðs?
10 You observe days, months, seasons, and years.
Þið eruð að reyna að ná hylli Guðs með verkum ykkar eða því sem þið látið ógert tiltekna daga eða mánuði.
11 I am afraid for you, that I might have wasted my labor for you.
Ég óttast um ykkur. Ég óttast að allt erfiðið sem ég lagði á mig ykkar vegna, hafi verið til einskis.
12 I beg you, brothers, become as I am, for I also have become as you are. You did me no wrong,
Kæru vinir, lítið á málið frá minni hlið. Ég er jafn laus við þessa lagaáþján og þið voruð. Ekki sýnduð þið mér fyrirlitningu þegar ég flutti ykkur gleðiboðskapinn um Krist í fyrsta sinn,
13 but you know that in physical weakness I preached the Good News to you the first time;
og það þrátt fyrir að ég væri sjúkur.
14 and though my condition was a trial to you, you did not despise nor reject; but you received me as an angel of God, even as Christ Jesus.
Veikindi mín hefðu getað vakið viðbjóð ykkar, en samt sneruð þið ekki við mér bakinu né senduð mig burt. Nei! Þið tókuð við mér og önnuðust mig eins og engil frá Guði eða þá sjálfan Jesú Krist.
15 Where was the blessing you enjoyed? For I testify to you that, if possible, you would have plucked out your eyes and given them to me.
Hvað varð um þann góða anda sem þá ríkti milli okkar? Ég er viss um að þið hefðuð þá verið fúsir að taka úr ykkur augun og gefa mér, í stað minna, ef einhver hjálp hefði verið í því.
16 So then, have I become your enemy by telling you the truth?
Er ég nú orðinn óvinur ykkar vegna þess eins að ég segi ykkur sannleikann?
17 They zealously seek you, but for no good purpose; they desire to alienate you, that you may be zealous for them.
Þessir falskennendur sem leggja ofurkapp á að fá ykkur á sitt band, eru ekki að því ykkur til góðs, heldur til að komast upp á milli ykkar og mín, svo að þið takið frekar mark á þeim.
18 But it is always good to be zealous in a good cause, and not only when I am present with you.
Það er gott og blessað að fólk sýni ykkur vinsemd, ef það er gert af góðum hug og einlægu hjarta og ekki bara til að sýnast fyrir mér.
19 My children, of whom I am again in travail until Christ is formed in you—
Þið hafið sært mig, börnin mín! Ykkar vegna er ég enn að taka út þjáningar móðurinnar sem bíður þess að barn hennar fæðist – og mikið þrái ég þá stund er þið að lokum verðið lík Kristi.
20 but I could wish to be present with you now, and to change my tone, for I am perplexed about you.
Ó, hve ég vildi geta verið hjá ykkur núna, einmitt núna, og þurfa ekki að vera að rökræða svona við ykkur. Nú er langt á milli okkar og ég veit alls ekki hvað ég á til bragðs að taka.
21 Tell me, you that desire to be under the law, do you not listen to the law?
Hlustið nú vinir mínir, þið sem álítið að þið þurfið að hlýða lögum Gyðinga til að frelsast. Hvers vegna reynið þið ekki að skilja tilgang laganna?
22 For it is written that Abraham had two sons, one by the slave woman, and one by the free woman.
Í Biblíunni segir að Abraham hafi átt tvo syni, annan með Hagar, en hún var ambátt, og hinn með Söru, frjálsborinni konu sinni.
23 However, the son by the slave woman was born according to the flesh, but the son by the free woman was born through promise.
Það var ekkert óvenjulegt við fæðingu barnsins sem Hagar eignaðist, en barn frjálsu konunnar fæddist samkvæmt sérstöku loforði sem Guð hafði gefið.
24 These things contain an allegory, for these are two covenants. One is from Mount Sinai, bearing children to slavery, which is Hagar.
Þessi frásaga sýnir ljóslega þær tvær leiðir sem Guð fer til að hjálpa fólki. Önnur var sú að gefa því lög til að fara eftir. Það gerði hann á Sínaífjalli þegar hann gaf Móse boðorðin tíu. Sínaífjall er reyndar kallað Hagarfjall af Aröbum.
25 For this Hagar is Mount Sinai in Arabia, and represents Jerusalem that exists now, for she is in slavery with her children.
Í myndinni sem ég er að draga upp, táknar Hagar, hin þrælborna kona Abrahams, Jerúsalem, höfuðborg Gyðinga, en hún er miðstöð þeirra kenninga sem segja að við getum þóknast Guði með því að hlýða boðorðunum. Og Gyðingarnir, sem aðhyllast þessa skoðun, eru börn hennar – fædd í þrældómi.
26 But the Jerusalem that is above is free, and she is our mother.
Okkar höfuðborg er hins vegar hin himneska Jerúsalem og sú borg er ekki þrælkuð af lögum Gyðinga.
27 For it is written, "Rejoice, you barren who do not bear. Break forth and shout, you that do not travail. For more are the children of the desolate than of her who has a husband."
Þessu spáði Jesaja er hann sagði: „Gleðstu nú, barnlausa kona! Hrópaðu af gleði, þú sem engar hefur hríðirnar haft, því að börn hinnar yfirgefnu eru fleiri en þeirrar sem manninn á.“
28 Now you, brothers, as Isaac was, are children of promise.
Kæru vinir, það sama gildir um okkur og Ísak, við erum börnin sem Guð gaf loforð um að fæðast myndu.
29 But as then, he who was born according to the flesh persecuted him who was born according to the Spirit, so also it is now.
Ísak, barn fyrirheitisins, var ofsóttur af Ísmael, syni þrælbornu konunnar, og á sama hátt erum við, sem fædd erum af heilögum anda, ofsótt af þeim sem vilja að við höldum lög Gyðinga.
30 However what does the Scripture say? "Cast out the slave woman and her son, for the son of the slave woman will not inherit with the son of the free woman."
Biblían segir enn fremur að Guð hafi fyrirskipað Abraham að senda ambáttina burt ásamt syni hennar, því að ekki gat sonur hennar erft eigur Abrahams ásamt syni frjálsu konunnar.
31 So then, brothers, we are not children of a handmaid, but of the free woman.
Kæru vinir, við erum ekki þrælabörn og því ekki skyldug að hlýða lögum Gyðinga. Við erum börn frjálsu konunnar og vegna trúarinnar erum við velþóknanleg í augum Guðs.

< Galatians 4 >