< Psalms 71 >

1 In you, LORD, I take refuge. Never let me be put to shame.
Drottinn, þú ert skjól mitt! Ekki yfirgefa mig!
2 Deliver me in your righteousness, and rescue me. Turn your ear to me, and save me.
Frelsaðu mig frá óvinum mínum, því að þú er réttlátur. Bjargaðu mér! Snúðu eyra þínu að mér og hlustaðu á mína einlægu bæn.
3 Be to me a rock of refuge to which I may always go. Give the command to save me, for you are my rock and my fortress.
Vertu mér vígi og skjól gegn öllum árásum.
4 Rescue me, my God, from the hand of the wicked, from the hand of the unrighteous and cruel man.
Já, bjargaðu mér ó Guð, frá svikum þessara illmenna.
5 For you are my hope, LORD; my confidence from my youth.
Drottinn, þú ert mín síðasta von. Allt frá barnsaldri treysti ég á þig.
6 I have relied on you from the womb. From my mother's womb you are my strength. I will always praise you.
Frá fæðingu hefur þú vakað yfir mér og verndað mig – skyldi ég ekki vegsama þig?!
7 I am a marvel to many, but you are my strong refuge.
Velgengni mína, sem margir undrast, á ég vernd þinni að þakka.
8 My mouth shall be filled with your praise, with your honor all the day.
Ég vil lofa þig liðlangan daginn, ó Guð, því að alls góðs hef ég notið úr hendi þinni.
9 Do not reject me in my old age. Do not forsake me when my strength fails.
Nú þegar aldurinn færist yfir, þá vísa mér ekki frá. Hafnaðu mér ekki þegar þrekið minnkar.
10 For my enemies talk about me. Those who watch for my soul conspire together,
Óvinir mínir hvísla:
11 saying, "God has forsaken him. Pursue and take him, for no one will rescue him."
„Guð hefur yfirgefið hann! Nú er hann auðveld bráð. Hann hefur engan sér til hjálpar!“
12 God, do not be far from me. My God, hurry to help me.
Guð minn, farðu ekki frá mér! Komdu fljótt og hjálpaðu mér!
13 Let my accusers be put to shame and consumed. Let them be covered with disgrace and scorn who want to harm me.
Útrýmdu þeim. Láttu þá verða til skammar sem óska mér óhamingju.
14 But I will always hope, and will add to all of your praise.
En ég mun áfram treysta þér og ekki draga úr lofgjörð minni!
15 My mouth will tell about your righteousness, and of your salvation all day, though I do not know its full measure.
Oftsinnis frelsaðir þú mig úr bráðri hættu. Ég vitna og rifja upp gæsku þína og daglega umhyggju.
16 I will come with the mighty acts of the LORD. I will make mention of your righteousness, even of yours alone.
Drottinn, styrkur þinn heldur mér uppi. Það skulu allir vita að þú einn ert góður og réttlátur.
17 God, you have taught me from my youth. Until now, I have declared your wondrous works.
Guð minn, allt frá æsku hjálpaðir þú mér – um dásemdarverk þín hef ég ekki þagað.
18 Yes, even when I am old and gray-haired, God, do not forsake me, until I have declared your strength to the next generation, your might to everyone who is to come.
Nú er ég orðinn gamall og hárin grá, en Drottinn yfirgefðu mig ekki! Láttu mig lifa enn um stund, svo að unga kynslóðin fái að heyra um máttarverk þín.
19 Your righteousness also, God, reaches to the heavens; you have done great things. God, who is like you?
Kraftur þinn og kærleikur, Drottinn, nær til himna. Ó, hve það er dásamlegt! Hvar er slíkan Guð að finna sem þig?!
20 You, who have shown us many and bitter troubles, you will let me live. You will bring us up again from the depths of the earth.
Þú hefur sent okkur margvíslegt mótlæti – en ég veit að þú munt frelsa á ný og leyfa okkur að lifa!
21 Increase my honor, and comfort me again.
Þú munt auka við heiður minn og hugga mig að nýju.
22 I will also praise you with the harp for your faithfulness, my God. I sing praises to you with the lyre, Holy One of Israel.
Ég leik á hörpu mína og lofa þig, því að öll þín orð og fyrirheit hafa staðist, þú hinn heilagi í Ísrael.
23 My lips shall shout for joy. My soul, which you have redeemed, sings praises to you.
Ég vil lofa þig hárri röddu, því að þú hefur frelsað mig!
24 My tongue will also talk about your righteousness all day long, for they are disappointed, and they are confounded, who want to harm me.
Liðlangan daginn vitna ég um ást þína og réttlæti, því að óvinir mínir sem óskuðu mér ógæfu, voru auðmýktir og roðnuðu af skömm.

< Psalms 71 >