< Matthew 19 >

1 And it came to pass, when Jesus finished these words, He removed from Galilee, and came to the borders of Judea, beyond the Jordan,
Að lokinni þessari ræðu hélt Jesús af stað frá Galíleu til Júdeu og lagði leið sína um héruðin austan Jórdanar.
2 and great multitudes followed Him, and He healed them there.
Mikill fjöldi fylgdi honum og hann læknaði sjúka.
3 And the Pharisees came near to Him, tempting Him, and saying to Him, “Is it lawful for a man to put away his wife for every cause?”
Þá komu til hans nokkrir farísear sem vildu ræða við hann og reyna að flækja hann í orðum. „Leyfir þú hjónaskilnað?“spurðu þeir.
4 And He answering said to them, “Did you not read that He who made [them] from the beginning, made them a male and a female,
„Hafið þið ekki lesið Biblíuna?“spurði hann. „Þar stendur að í upphafi hafi Guð skapað karl og konu,
5 and said, For this cause will a man leave father and mother, and cleave to his wife, and they will be—the two—for one flesh?
og sagt að karlmaðurinn ætti að fara að heiman frá foreldrum sínum og búa með eiginkonu sinni upp frá því.
6 So that they are no longer two, but one flesh; what therefore God joined together, let no man separate.”
Þau tvö eiga að verða eitt – ekki framar tvö, heldur eitt! Enginn maður má aðskilja það sem Guð hefur sameinað.“
7 They say to Him, “Why then did Moses command to give a roll of divorce, and to put her away?”
„En af hverju sagði þá Móse að maðurinn gæti skilið við konu sína með því að afhenda henni skilnaðarbréf?“spurðu þeir.
8 He says to them, “Moses for your stiffness of heart permitted you to put away your wives, but from the beginning it has not been so.
„Móse leyfði ykkur skilnað vegna illsku ykkar og miskunnarleysis, “svaraði Jesús, „en það hafði Guð ekki upphaflega áformað.
9 And I say to you that whoever may put away his wife, if not for whoredom, and may marry another, commits adultery; and he who married her that has been put away, commits adultery.”
Ég segi: Sá sem skilur við konu sína af annarri ástæðu en þeirri að hún hafi verið honum ótrú og kvænist annarri, drýgir hór.“
10 His disciples say to Him, “If the case of the man with the woman is so, it is not good to marry.”
„Ef svo er, “sögðu lærisveinarnir, „þá er nú betra að kvænast alls ekki!“
11 And He said to them, “All do not receive this word, but those to whom it has been given;
„Ég veit að ekki geta allir framfylgt þessu, “sagði Jesús, „aðeins þeir sem fá hjálp frá Guði.
12 for there are eunuchs who from the mother’s womb were so born; and there are eunuchs who were made eunuchs by men; and there are eunuchs who kept themselves eunuchs because of the kingdom of the heavens: he who is able to receive [it]—let him receive.”
Sumir eru fæddir þannig að þeir geta ekki lifað í hjónabandi, aðrir verða þannig af mannavöldum og enn aðrir vilja ekki gifta sig vegna guðsríkisins. Sá sem skilur orð mín ætti að fara eftir þeim.“
13 Then were brought near to Him children that He might put hands on them and pray, and the disciples rebuked them.
Fólk færði lítil börn til Jesú og bað hann um að leggja hendur yfir þau og biðja fyrir þeim. Lærisveinarnir brugðust illa við þessu og sögðu: „Verið ekki að ónáða hann.“
14 But Jesus said, “Permit the children, and do not forbid them to come to Me, for of such is the kingdom of the heavens”;
En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slíkra er guðsríki.“
15 and having laid [His] hands on them, He departed from there.
Og hann lagði hendur sínar á höfuð þeirra, blessaði þau og hélt síðan áfram ferð sinni.
16 And behold, one having come near, said to Him, “Good Teacher, what good thing will I do that I may have continuous life?” (aiōnios g166)
Maður nokkur kom til Jesú og spurði: „Meistari, hvaða góðverk þarf ég að gera til þess að eignast eilíft líf?“ (aiōnios g166)
17 And He said to him, “Why do you call Me good? No one [is] good except one—God; but if you will to enter into life, keep the commands.”
„Hvers vegna spyrð þú mig um hið góða?“svaraði Jesús. „Einn er góður og það er Guð. En spurningu þinni skal ég svara. Þú kemst til himins, ef þú hlýðir boðorðunum.“
18 He says to Him, “What kind?” And Jesus said, “You will not murder, You will not commit adultery, You will not steal, You will not bear false witness,
„Hverjum?“spurði maðurinn. „Þessum, “svaraði Jesús: „Þú skalt ekki mann deyða, ekki drýgja hór, ekki stela, ekki ljúga,
19 Honor your father and mother, and, You will love your neighbor as yourself.”
heiðraðu föður þinn og móður og elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig!“
20 The young man says to Him, “All these I kept from my youth; what yet do I lack?”
„Ég hef alltaf hlýtt boðorðunum, “sagði ungi maðurinn, „hvað er það fleira sem ég þarf að gera?“
21 Jesus said to him, “If you will to be perfect, go away, sell what you have, and give to the poor, and you will have treasure in Heaven, and come, follow Me.”
Jesús svaraði: „Ef þú vilt verða fullkominn, þá skaltu selja allt sem þú átt, gefa fátækum andvirðið og þá muntu eignast fjársjóð á himnum. Komdu síðan og fylgdu mér.“
22 And the young man, having heard the word, went away sorrowful, for he had many possessions;
Þegar ungi maðurinn heyrði þetta varð hann dapur og gekk burt – hann var mjög ríkur.
23 and Jesus said to His disciples, “Truly I say to you that hardly will a rich man enter into the kingdom of the heavens;
Þá sagði Jesús við lærisveinana: „Ríkum manni mun reynast erfitt að komast inn í guðsríki.
24 and again I say to you, it is easier for a camel to go through the eye of a needle, than for a rich man to enter into the Kingdom of God.”
Ég segi, það er auðveldara fyrir úlfalda að komast gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast inn í guðsríki!“
25 And His disciples having heard, were exceedingly amazed, saying, “Who, then, is able to be saved?”
Lærisveinarnir urðu forviða og spurðu: „Hver getur þá frelsast?“
26 And Jesus having earnestly beheld, said to them, “With men this is impossible, but with God all things are possible.”
Jesús leit á þá einbeittur á svip og sagði: „Enginn, fyrir mannlegt tilstilli, en Guði eru allir hlutir mögulegir.“
27 Then Peter answering said to Him, “Behold, we left all, and followed You, what then will we have?”
„En við sem yfirgáfum allt og fylgdum þér, “sagði Pétur, „hvað berum við úr býtum?“
28 And Jesus said to them, “Truly I say to you that you who followed Me, in the regeneration, when the Son of Man may sit on a throne of His glory, will sit—you also—on twelve thrones, judging the twelve tribes of Israel;
Jesús svaraði: „Þegar ég, Kristur, sest í hið dýrlega hásæti mitt í guðsríkinu, munuð þið sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.
29 and everyone who left houses, or brothers, or sisters, or father, or mother, or wife, or children, or fields, for My Name’s sake, will receive a hundredfold, and will inherit continuous life; (aiōnios g166)
Hver sá sem yfirgefur heimili, bræður, systur, föður, móður, eiginkonu, börn eða eignir til að geta fylgt mér, mun fá hundraðfalt í staðinn og eignast eilíft líf. (aiōnios g166)
30 and many first will be last, and last first.”
Margir þeirra, sem nú eru fremstir, verða þá síðastir og hinir síðustu fremstir.“

< Matthew 19 >