< Mark 9 >

1 And He said to them, “Truly I say to you that there are certain of those standing here, who may not taste of death until they see the Kingdom of God having come in power.”
Jesús hélt áfram að tala við lærisveina sína og sagði: „Sumir ykkar, sem hér standa, munu lifa það að sjá guðsríki – vald Guðs og stjórn – koma með miklum krafti.“
2 And after six days Jesus takes Peter, and James, and John, and brings them up to a high mountain by themselves, alone, and He was transfigured before them,
Sex dögum síðar tók Jesús þá Pétur, Jakob og Jóhannes eina með sér upp á hátt fjall. Skyndilega sáu þeir að andlit hans sveipaðist dýrlegum ljóma
3 and His garments became glittering, exceedingly white, as snow, so as a launderer on the earth is not able to whiten [them].
og föt hans urðu skínandi björt – hvítari en nokkur föt geta orðið.
4 And there appeared to them Elijah with Moses, and they were talking with Jesus.
Síðan birtust Móse og Elía og fóru að ræða við Jesú!
5 And Peter answering says to Jesus, “Rabbi, it is good to us to be here; and we may make three shelters, for You one, and for Moses one, and for Elijah one”:
„Meistari, þetta er stórkostlegt!“hrópaði Pétur. „Við skulum reisa hér þrjú skýli, eitt handa þér, annað handa Móse og það þriðja handa Elía.“
6 for he was not knowing what he might say, for they were greatly afraid.
Þetta sagði hann bara til að segja eitthvað, því hann vissi ekki hvað hann átti að gera, og raunar voru þeir allir skelfingu lostnir.
7 And there came a cloud overshadowing them, and there came a voice out of the cloud, saying, “This is My Son, the Beloved, hear Him”;
En áður en Pétur hafði lokið við setninguna, kom ský yfir þá, sem skyggði á sólina, og þeir heyrðu rödd úr skýinu, sem sagði: „Þessi er minn elskaði sonur. Hlustið á hann.“
8 and suddenly, having looked around, they saw no one anymore, but Jesus only with themselves.
Er þeir litu í kring um sig, sáu þeir engan nema Jesú einan, – Móse og Elía voru horfnir.
9 And as they are coming down from the mountain, He charged them that they may declare to no one the things that they saw, except when the Son of Man may rise out of the dead;
Á leiðinni niður af fjallinu bað hann þá að segja engum frá því sem þeir höfðu séð, ekki fyrr en hann væri risinn upp frá dauðum.
10 and the thing they kept to themselves, questioning together what the rising out of the dead is.
Þeir þögðu því um þetta við aðra en ræddu það oft sín á milli og veltu þá fyrir sér hvað hann hefði átt við með orðunum „risinn upp frá dauðum“.
11 And they were questioning Him, saying that the scribes say that Elijah must come first.
En þarna í fjallshlíðinni spurðu þeir hann um nokkuð sem trúarleiðtogar þjóðarinnar töluðu oft um, það að fyrst yrði Elía að koma (áður en Kristur gæti komið).
12 And He answering said to them, “Elijah indeed, having come first, restores all things; and how has it been written concerning the Son of Man, that He may suffer many things, and be set at nothing?
Jesús játti því að Elía yrði að koma á undan og ryðja brautina – síðan bætti hann við: „Hann er reyndar búinn að koma! En það var farið hræðilega með hann, rétt eins og spámennirnir höfðu sagt fyrir.“Síðan spurði hann þá hvað spámennirnir hefðu átt við er þeir spáðu að Kristur ætti að þjást og þola hina dýpstu niðurlægingu.
13 But I say to you that also Elijah has come, and they did to him what they willed, as it has been written of him.”
14 And having come to the disciples, He saw a great multitude around them, and scribes questioning with them,
Við rætur fjallsins sáu þeir mikinn mannfjölda, sem safnast hafði umhverfis lærisveinana níu, sem orðið höfðu eftir. Þar voru nokkrir fræðimenn að þrátta við þá.
15 and immediately, all the multitude having seen Him, were amazed, and running near, were greeting Him.
Þegar Jesús nálgaðist, leit fólkið til hans með lotningu og hljóp til móts við hann til þess að heilsa honum.
16 And He questioned the scribes, “What do you dispute with them?”
„Um hvað eruð þið að deila?“spurði Jesús.
17 And one out of the multitude answering said, “Teacher, I brought my son to You, having a mute spirit;
„Meistari, “sagði maður einn í hópnum, „ég kom hingað með son minn til að biðja þig að lækna hann – hann er mállaus, því illur andi er í honum.
18 and wherever it seizes him, it tears him, and he foams, and gnashes his teeth, and pines away; and I spoke to Your disciples that they may cast it out, and they were not able.”
Þegar andinn hefur hann á valdi sínu, kastar hann honum niður svo að hann froðufellir, gnístir tönnum og stífnar upp. Ég bað lærisveina þína að reka þennan illa anda út en þeir gátu það ekki.“
19 And He answering him, said, “O generation unbelieving, until when will I be with you? Until when will I suffer you? Bring him to Me”;
Þá sagði Jesús (við lærisveinana): „Æ, lítil er trú ykkar, hversu lengi þarf ég að vera með ykkur til þess að þið trúið? Hversu lengi á ég að umbera ykkur? Komið hingað með drenginn.“
20 and they brought him to Him, and he having seen Him, immediately the spirit convulsed him, and he, having fallen on the earth, was wallowing—foaming.
Þeir sóttu því drenginn, en þegar illi andinn sá Jesú, þá teygði hann drenginn sundur og saman svo að hann féll til jarðar, veltist um og froðufelldi.
21 And He questioned his father, “How much time is it since this came to him?” And he said, “From childhood,
„Hve lengi hefur þetta verið svona?“spurði Jesús föður hans. „Síðan hann var lítill.
22 and many times it also cast him into fire, and into water, that it might destroy him; but if You are able to do anything, help us, having compassion on us.”
Oft lætur andinn hann falla í eldstóna eða í vatn til að reyna að gera út af við hann. Ó, miskunnaðu okkur og gerðu eitthvað til að hjálpa okkur, ef þú getur.“
23 And Jesus said to him, “If you are able to believe! All things are possible to the one that is believing”;
„Ef ég get?“spurði Jesús, og síðan bætti hann við: „Ef þú trúir er allt mögulegt.“
24 and immediately the father of the child, having cried out with tears, said, “I believe, Lord; be helping my unbelief.”
„Ég trúi, “svaraði maðurinn, „en hjálpaðu mér svo ég eignist enn meiri trú.“
25 Jesus having seen that a multitude runs together, rebuked the unclean spirit, saying to it, “Spirit—mute and deaf—I charge you, come forth out of him, and you may no longer enter into him”;
Mannfjöldinn þyrptist nú að, en Jesús hastaði á illa andann og sagði: „Þú andi heyrnarleysis og málleysis, ég skipa þér að fara út af þessu barni og koma aldrei aftur.“
26 and having cried, and convulsed him much, it came forth, and he became as dead, so that many said that he was dead,
Þá rak illi andinn upp hræðilegt org, teygði drenginn sundur og saman og fór út úr honum. Drengurinn lá hreyfingarlaus og virtist dáinn. Kliður fór um mannfjöldann – „Hann er dáinn, hann er dáinn.“
27 but Jesus, having taken him by the hand, lifted him up, and he arose.
En Jesús tók um hönd hans og hjálpaði honum á fætur. Og þarna stóð hann – alheill!
28 And He having come into the house, His disciples were questioning Him by Himself, “Why were we not able to cast it forth?”
Eftir á, þegar Jesús var orðinn einn með lærisveinunum innan dyra, spurðu þeir hann: „Hvers vegna gátum við ekki rekið þennan illa anda út?“
29 And He said to them, “This kind is able to come forth with nothing except with prayer and fasting.”
Jesús svaraði og sagði: „Við þessu dugar ekkert nema bæn.“
30 And having gone forth there, they were passing through Galilee, and He did not wish that any may know,
Síðan fór hann burt þaðan og ferðaðist um Galíleu. Hann reyndi að forðast að vekja á sér athygli, svo að hann gæti eytt meiri tíma með lærisveinunum og kennt þeim. Hann sagði við þá: „Ég, Kristur, mun verða svikinn og deyddur en á þriðja degi mun ég rísa upp á ný.“
31 for He was teaching His disciples, and He said to them, “The Son of Man is being delivered into the hands of men, and they will kill Him, and having been killed, the third day He will rise,”
32 but they were not understanding the saying, and they were afraid to question Him.
Þetta skildu þeir ekki og þorðu ekki að spyrja hann við hvað hann ætti.
33 And He came to Capernaum, and being in the house, He was questioning them, “What were you reasoning in the way among yourselves?”
Þeir komu til Kapernaum og er þeir voru komnir þar inn í hús, spurði hann þá: „Um hvað voruð þið að ræða á leiðinni?“
34 And they were silent, for they reasoned with one another in the way who is greater;
Þeir þorðu ekki að svara, því þeir höfðu verið að þrátta um hver þeirra væri mestur.
35 and having sat down He called the Twelve, and He says to them, “If any wills to be first, he will be last of all, and minister of all.”
Hann settist, kallaði þá til sín og sagði: „Sá sem vill verða mestur, hann verður að vera minnstur; þjónn allra.“
36 And having taken a child, He set him in the midst of them, and having taken him in His arms, said to them,
Síðan kallaði hann á lítið barn og setti það á meðal þeirra. Að því búnu tók hann það í fang sér og sagði:
37 “Whoever may receive one of such children in My Name, receives Me, and whoever may receive Me, does not receive Me, but Him who sent Me.”
„Hver sá sem tekur á móti litlu barni eins og þessu, mín vegna, tekur á móti mér, og hver sá sem tekur á móti mér, tekur á móti föður mínum sem sendi mig.“
38 And John answered Him, saying, “Teacher, we saw a certain one casting out demons in Your Name, who does not follow us, and we forbade him, because he does not follow us.”
Dag einn sagði Jóhannes, einn af lærisveinum hans, við hann: „Meistari, við sáum mann sem notaði nafn þitt til að reka út illa anda. Við bönnuðum honum það, af því að hann er ekki einn úr okkar hópi.“
39 And Jesus said, “Do not forbid him, for there is no one who will do a mighty work in My Name, and will be readily able to speak evil of Me:
„Það skuluð þið ekki gera, “sagði Jesús, „því að enginn sem unnið hefur kraftaverk í mínu nafni, snýst gegn mér á eftir.
40 for he who is not against us is for us;
Sá sem ekki er á móti okkur, hann er með okkur.
41 for whoever may give you to drink a cup of water in My Name, because you are Christ’s, truly I say to you, he may not lose his reward;
Ef einhver gefur ykkur eitthvað, þó ekki sé nema eitt vatnsglas, vegna þess að þið tilheyrið mér – þá skuluð þið vita að hann mun fá sín laun.
42 and whoever may cause to stumble one of the little ones believing in Me, better is it for him if a millstone is hanged around his neck, and he has been cast into the sea.
En! – ef einhver verður til þess að einn af þessum smælingjum sem trúa á mig, glatar trúnni, væri betra fyrir þann mann að vera fleygt í sjóinn, með stóran myllustein bundinn um hálsinn.
43 And if your hand may cause you to stumble, cut it off; it is better for you to enter into life maimed, than having the two hands, to go away into Gehenna, into the fire—the unquenchable— (Geenna g1067)
Ef hönd þín gerir rangt, þá er betra að skera hana af og hafa aðeins aðra höndina og eignast eilíft líf, en hafa báðar og vera varpað í helvíti. (Geenna g1067)
44 [[where their worm is not dying, and the fire is not being quenched.]]
45 And if your foot may cause you to stumble, cut it off; it is better for you to enter into life lame, than having the two feet to be cast into Gehenna, into the fire—the unquenchable— (Geenna g1067)
Ef fótur þinn leiðir þig á veg illskunnar, höggðu hann þá af! Betra er að vera einfættur og eignast eilíft líf, en ganga á báðum fótum til helvítis. (Geenna g1067)
46 [[where their worm is not dying, and the fire is not being quenched.]]
47 And if your eye may cause you to stumble, cast it out; it is better for you to enter into the Kingdom of God one-eyed, than having two eyes, to be cast into the Gehenna of fire— (Geenna g1067)
Ef auga þitt teymir þig út í syndina, stingdu það þá úr! Betra er að ganga hálfblindur inn í guðsríki, en hafa bæði augun og líta elda helvítis. (Geenna g1067)
48 where their worm is not dying, and the fire is not being quenched;
Þar mun ormurinn aldrei deyja og eldur ekki slokkna.
49 for everyone will be salted with fire, and every sacrifice will be salted with salt.
Þar eru allir eldi saltaðir!
50 The salt [is] good, but if the salt may become saltless, in what will you season [it]? Have in yourselves salt, and have peace in one another.”
Salt er gott, en ef það missir seltuna, þá er það gagnslaust. Gætið því að missa ekki seltuna og haldið frið ykkar á milli.“

< Mark 9 >