< Mark 14 >

1 And the Passover and the Unleavened [Bread] were after two days, and the chief priests and the scribes were seeking how, by guile, having taken hold of Him, they might kill Him;
Tveim dögum síðar hófst páskahátíðin – en þá neyta Gyðingar ekki brauðs með súru geri. Æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar voru enn að leita að tækifæri til að handtaka Jesú svo lítið bæri á og lífláta hann.
2 and they said, “Not in the celebration, lest there will be a tumult of the people.”
„En það er útilokað á páskahátíðinni, “sögðu þeir, „því þá færi allt í bál og brand.“
3 And He, being in Bethany, in the house of Simon the leper, at His reclining, there came a woman having an alabaster box of ointment, of spikenard, very precious, and having broken the alabaster box, poured [it] on His head;
Jesús var um þessar mundir staddur í Betaníu, heima hjá Símoni holdsveika. Meðan þeir voru að borða kvöldverð, kom kona inn með fallega flösku með dýrri ilmolíu. Hún braut innsiglið af flöskunni og hellti innihaldinu yfir höfuð Jesú.
4 and there were certain much displeased within themselves, and saying, “For what has this waste of the ointment been made?
Sumir, sem þarna voru, hneyksluðust á þessari „sóun“eins og þeir kölluðu það. „Hvað á þetta að þýða, “tautuðu þeir. „Hún hefði getað selt ilmolíuna fyrir stórfé og gefið það fátækum.“
5 For this could have been sold for more than three hundred denarii, and given to the poor”; and they were murmuring at her.
6 And Jesus said, “Leave her alone; why are you giving her trouble? She worked a good work on Me;
„Látið hana í friði, “sagði Jesús. „Af hverju gagnrýnið þið hana fyrir gott verk?
7 for you always have the poor with you, and whenever you may will you are able to do them good, but you do not always have Me;
Fátæka hafið þið ávallt hjá ykkur og þeim getið þið liðsinnt hvenær sem þið viljið, en mig hafið þið ekki ávallt.
8 she did what she could, she anticipated to anoint My body for the embalming.
Hún gerði það sem hún gat og hún hefur smurt líkama minn fyrir fram til greftrunar.
9 Truly I say to you, wherever this good news may be proclaimed in the whole world, what this woman did will also be spoken of—for a memorial of her.”
Ég segi ykkur satt: Hvar sem fagnaðarerindið verður boðað í þessum heimi, mun þess getið sem hún gerði og það lofað.“
10 And Judas the Iscariot, one of the Twelve, went away to the chief priests that he might deliver Him up to them,
Þegar hér var komið, fór Júdas Ískaríot til æðstu prestanna, staðráðinn í að svíkja Jesú í hendur þeirra.
11 and having heard, they were glad, and promised to give him money, and he was seeking how, conveniently, he might deliver Him up.
Þegar þeim varð ljóst erindi Júdasar, lifnaði yfir þeim og þeir hétu honum launum. Eftir það leitaði Júdas að hentugu tækifæri til að svíkja Jesú.
12 And the first day of the Unleavened [Bread], when they were killing the Passover, His disciples say to Him, “Where will You, [that] having gone, we may prepare, that You may eat the Passover?”
Á fyrsta degi páskahátíðarinnar, þegar lömbunum var slátrað, spurðu lærisveinar Jesú hann hvar hann ætlaði að neyta páskamáltíðarinnar.
13 And He sends forth two of His disciples and says to them, “Go away into the city, and there a man carrying a pitcher of water will meet you, follow him;
Þá sendi hann tvo þeirra til Jerúsalem til að undirbúa máltíðina. „Þegar þið komið inn í borgina, “sagði hann, „munuð þið sjá mann koma á móti ykkur með vatnskrús. Fylgið honum eftir.
14 and wherever he may go in, say to the master of the house: The Teacher says, Where is the guest-chamber, where the Passover, with My disciples, I may eat?
Þar sem hann fer inn í hús, skuluð þið segja við húsráðandann: „Meistari okkar sendi okkur til að líta á herbergið, sem þú ætlaðir okkur til að neyta páskamáltíðarinnar í.“
15 And he will show you a large upper room, furnished, prepared—make ready for us there.”
Þá mun hann fara með ykkur upp á loft og inn í stórt herbergi, búið þægindum. Þar skuluð þið undirbúa kvöldmáltíð okkar.“
16 And His disciples went forth, and came into the city, and found as He said to them, and they made ready the Passover.
Lærisveinarnir tveir fóru því til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu hátíðarverðinn.
17 And evening having come, He comes with the Twelve,
Um kvöldið kom Jesús ásamt lærisveinunum.
18 and as they are reclining, and eating, Jesus said, “Truly I say to you that one of you who is eating with Me will deliver Me up.”
Þegar þeir voru sestir við borðið sagði Jesús: „Ég segi ykkur satt: Einn ykkar mun svíkja mig, einn ykkar, sem hér sitjið og borðið með mér.“
19 And they began to be sorrowful, and to say to Him one by one, “Is it I?” And another, “Is it I?”
Lærisveinunum brá mjög við þessi orð og mikil spenna lá í loftinu. „Er það ég?“spurðu þeir einn af öðrum.
20 And He answering said to them, “One of the Twelve who is dipping with Me in the dish;
„Já, það er einn ykkar tólf, sem nú borðið hér með mér, “svaraði Jesús.
21 the Son of Man indeed goes, as it has been written concerning Him, but woe to that man through whom the Son of Man is delivered up; it were good to him if that man had not been born.”
„Ég verð að deyja eins og spámennirnir sögðu fyrir, en mikil er ógæfa þess sem mig svíkur. Betra væri að hann hefði aldrei fæðst.“
22 And as they are eating, Jesus having taken bread, having blessed, broke, and gave to them, and said, “Take, eat; this is My body.”
Meðan á máltíðinni stóð tók Jesús brauð, og þakkaði Guði. Hann braut það í bita, rétti þeim og sagði: „Borðið þetta – það er líkami minn.“
23 And having taken the cup, having given thanks, He gave to them, and they drank of it—all;
Síðan tók hann bikar með víni, þakkaði og rétti þeim og þeir drukku allir af honum.
24 and He said to them, “This is My blood of the New Covenant, which is being poured out for many;
Síðan sagði hann: „Þetta er blóð mitt, sem úthellt er fyrir marga. Það er innsigli hins nýja sáttmála milli Guðs og manna.
25 truly I say to you that I may drink no more of the produce of the vine until that day when I may drink it new in the Kingdom of God.”
Ég segi ykkur satt að ég mun ekki bragða vín fyrr en ég drekk nýja vínið í guðsríki.“
26 And having sung a hymn, they went forth to the Mount of Olives,
Síðan sungu þeir sálm og að því búnu fóru þeir út til Olíufjallsins.
27 and Jesus says to them, “All of you will be stumbled at Me this night, because it has been written: I will strike the Shepherd, and the sheep will be scattered abroad;
„Þið munuð allir yfirgefa mig, “sagði Jesús, „því Guðs orð segir: „Ég mun slá hirðinn og hjörðin mun tvístrast.“
28 but after My having risen I will go before you to Galilee.”
En eftir að ég er risinn upp frá dauðum, mun ég fara til Galíleu og hitta ykkur þar.“
29 And Peter said to Him, “And if all will be stumbled, yet not I.”
Þá sagði Pétur: „Ég mun aldrei yfirgefa þig, hvað sem hinir gera.“
30 And Jesus said to him, “Truly I say to you that today, this night, before a rooster will crow twice, three times you will deny Me.”
„Pétur, “sagði Jesús, „áður en haninn hefur galað tvisvar í fyrramálið muntu þrisvar afneita mér.“
31 And he spoke the more vehemently, “If it may be necessary for me to die with You—I will in no way deny You”; and in like manner also said they all.
„Nei!“hrópaði Pétur. „Ég mun aldrei afneita þér, jafnvel þótt ég ætti að deyja með þér.“Og allir hinir tóku í sama streng.
32 And they come to a spot, the name of which [is] Gethsemane, and He says to His disciples, “Sit here until I may pray”;
Þeir komu í garð sem heitir Getsemane og þar sagði Jesús við lærisveinana: „Setjist hérna og bíðið meðan ég fer og biðst fyrir.“
33 and He takes Peter, and James, and John with Him, and began to be amazed, and to be very heavy,
Síðan gekk hann lengra ásamt Pétri, Jakobi og Jóhannesi. Þá varð hann angistarfullur og tók að skjálfa.
34 and He says to them, “My soul is exceedingly sorrowful—to death; remain here, and watch.”
Hann sagði við þá: „Ég er hryggur og fullur örvæntingar á stund dauðans – bíðið hér og vakið með mér.“
35 And having gone forward a little, He fell on the earth, and was praying that, if it be possible, the hour may pass from Him,
Hann gekk spölkorn lengra, féll til jarðar og bað þess að sú hræðilega stund, sem biði hans, rynni aldrei upp, ef unnt væri.
36 and He said, “Abba, Father; all things are possible to You; make this cup pass from Me; but not what I will, but what You [will].”
„Faðir, “sagði hann, „allt er þér mögulegt. Taktu þennan þjáningarbikar frá mér, en verði samt þinn vilji en ekki minn.“
37 And He comes, and finds them sleeping, and says to Peter, “Simon, you sleep! You were not able to watch one hour!
Síðan gekk hann þangað sem lærisveinarnir þrír voru og fann þá sofandi. „Símon!“sagði hann. „Ertu sofandi? Gastu ekki einu sinni vakað með mér eina stund?
38 Watch and pray, that you may not enter into temptation; the spirit indeed is forward, but the flesh weak.”
Vakið og biðjið til þess að þið fallið ekki í freistni. Þótt andinn sé fús, er holdið veikt.“
39 And again having gone away, He prayed, saying the same word;
Síðan fór hann aftur frá þeim og bað sömu bænar.
40 and having returned, He found them sleeping again, for their eyes were heavy, and they had not known what they might answer Him.
Eftir það kom hann til þeirra og fann þá enn sofandi. Þeir voru mjög þreyttir og vissu ekki hvað þeir áttu að segja.
41 And He comes the third time and says to them, “Sleep on from now on, and rest—it is over; the hour came; behold, the Son of Man is delivered up into the hands of the sinful;
Í þriðja skipti kom hann til þeirra og sagði: „Sofið þið enn og hvílist? Nú er ekki tími til að sofa! Ég hef verið svikinn í hendur vondra manna.
42 rise, we may go, behold, he who is delivering Me up has come near.”
Standið upp, við verðum að fara! Sjáið! Svikari minn er að koma!“
43 And immediately—while He is yet speaking—Judas comes near, one of the Twelve, and with him a great multitude with swords and sticks, from the chief priests, and the scribes, and the elders;
Áður en hann hafði sleppt orðinu, kom Júdas (einn af lærisveinum hans) með hóp manna vopnaða sverðum og kylfum. Menn þessa höfðu æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar sent.
44 and he who is delivering Him up had given a token to them, saying, “Whomsoever I will kiss, it is He, lay hold on Him, and lead Him away safely,”
Júdas hafði sagt við þá: „Handtakið þann sem ég heilsa. Það verður auðvelt að ná honum.“
45 and having come, immediately, having gone near Him, he says, “Rabbi, Rabbi,” and kissed Him.
Jafnskjótt og þeir komu, gekk Júdas til Jesú og sagði glaðlega: „Meistari!“og kyssti hann.
46 And they laid on Him their hands, and kept hold on Him;
Og þeir lögðu hendur á Jesú og tóku hann.
47 and a certain one of those standing by, having drawn the sword, struck the servant of the chief priest, and took off his ear.
Einhver brá sverði á loft og hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað.
48 And Jesus answering said to them, “As against a robber you came out, with swords and sticks, to take Me!
Jesús sagði við hópinn: „Er ég þá hættulegur ræningi? Þið komið alvopnaðir til að handtaka mig.
49 Daily I was with you teaching in the temple, and you did not lay hold on Me—but that the Writings may be fulfilled.”
Af hverju tókuð þið mig ekki í musterinu? Þar kenndi ég á hverjum degi! En svona á þetta reyndar að fara, til þess að spádómarnir um mig rætist.“
50 And having left Him they all fled;
Meðan Jesús var að tala, yfirgáfu allir lærisveinarnir hann og flýðu.
51 and a certain young man was following Him, having cast a linen cloth on [his] naked [body], and the young men lay hold on him,
Og hópurinn lagði af stað með Jesú. En ungur maður, klæddur náttslopp einum saman, kom í humátt á eftir og þegar mennirnir ætluðu að grípa hann, rifnaði sloppurinn og hann flýði nakinn.
52 and he, having left the linen cloth, fled from them naked.
53 And they led Jesus away to the chief priest, and all the chief priests, and the elders, and the scribes come together;
Nú var farið með Jesú til hallar æðsta prestsins og þar söfnuðust fljótlega saman allir æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar.
54 and Peter followed Him far off, to the inside of the hall of the chief priest, and he was sitting with the officers, and warming himself near the fire.
Pétur kom langt á eftir og smeygði sér, svo lítið bar á, inn fyrir hliðið við bústað æðsta prestsins og settist við eldinn í garðinum ásamt þjónunum sem þar voru.
55 And the chief priests and all the Sanhedrin were seeking testimony against Jesus—to put Him to death, and they were not finding,
Inni í húsinu reyndi hæstiréttur Gyðinga að finna einhverja sök á hendur Jesú, sem nægja mundi til dauðadóms, en árangurslaust.
56 for many were bearing false testimony against Him, and their testimonies were not alike.
Fjöldi falsvitna gaf sig fram, en framburði þeirra bar ekki saman.
57 And certain having risen up, were bearing false testimony against Him, saying,
Loksins stóðu upp nokkrir menn og báru lognar sakir á Jesú.
58 “We heard Him saying, I will throw down this temple made with hands, and by three days, I will build another made without hands”;
Þeir sögðu: „Við heyrðum hann segja: „Ég mun rífa niður þetta musteri sem byggt er af mannahöndum og byggja annað á þrem dögum, án þess að hönd komi þar nærri“.“
59 and neither so was their testimony alike.
En ekki bar þeim heldur saman um þetta.
60 And the chief priest, having risen up in the midst, questioned Jesus, saying, “You do not answer anything! Why do these testify against You?”
Þá reis æðsti presturinn upp og spurði Jesú frammi fyrir réttinum: „Þú svarar engu. Hvað viltu segja þér til varnar?“
61 And He was keeping silent and did not answer anything. Again the chief priest was questioning Him and says to Him, “Are You the Christ—the Son of the Blessed?”
Jesús svaraði honum ekki einu orði. Þá spurði æðsti presturinn: „Ert þú Kristur, sonur Guðs?“
62 And Jesus said, “I AM; and you will see the Son of Man sitting on the right hand of the Power and coming with the clouds of Heaven.”
Jesús svaraði: „Já, það er ég og þú munt sjá mig sitja við hægri hönd Guðs og birtast öllum mönnum í skýjum himinsins.“
63 And the chief priest, having torn his garments, says, “What need have we yet of witnesses?
Þá reif æðsti presturinn föt sín og hrópaði: „Þurfum við framar vitnanna við! Þið heyrðuð sjálfir guðlastið. Hvað finnst ykkur?“Og þeir dæmdu hann til dauða einum rómi.
64 You heard the slander, what appears to you?” And they all condemned Him to be worthy of death,
65 and certain began to spit on Him, and to cover His face, and to punch Him, and to say to Him, “Prophesy”; and the officers were striking Him with their palms.
Nokkrir viðstaddra tóku að hrækja á Jesú, héldu fyrir augu hans og slógu hann í andlitið. „Spámaður!“æptu þeir hæðnislega, „hver sló þig núna?“Jafnvel verðirnir slógu hann, þegar þeir leiddu hann burt.
66 And Peter being in the hall beneath, there comes one of the maids of the chief priest,
Meðan þetta gerðist var Pétur niðri í garðinum. Ein þjónustustúlka æðsta prestsins tók þá eftir honum, þar sem hann var að ylja sér við eldinn. Hún veitti honum nánari athygli og sagði síðan: „Þú varst áreiðanlega með Jesú frá Nasaret.“
67 and having seen Peter warming himself, having looked on him, she said, “And you were with Jesus of Nazareth!”
68 And he denied, saying, “I have not known [Him], neither do I understand what you say”; and he went forth outside to the porch, and a rooster crowed.
Pétur neitaði og sagði: „Ég skil ekki hvað þú átt við!“Síðan færði hann sig nær hliðinu. Þá gól haninn!
69 And the maid having seen him again, began to say to those standing near, “This is of them”;
Eftir stundarkorn kom stúlkan aftur auga á Pétur og sagði við nærstadda: „Þarna er hann! Þarna er þessi lærisveinn Jesú.“
70 and he was again denying. And after a while again, those standing near said to Peter, “Truly you are of them, for you also are a Galilean, and your speech is alike”;
En hann neitaði aftur. Stuttu síðar sögðu aðrir, sem stóðu umhverfis eldinn, við Pétur: „Þú ert líka einn af þeim, því þú ert frá Galíleu.“
71 and he began to curse, and to swear, “I have not known this Man of whom you speak”;
Þá tók hann að blóta og formæla og sagði: „Ég þekki alls ekki þennan mann!“
72 and a second time a rooster crowed, and Peter remembered the saying that Jesus said to him, “Before a rooster crows twice, you may deny Me three times”; and having thought thereon—he was weeping.
Þá gól haninn í annað sinn. Og Pétur minntist orða Jesú: „Áður en haninn galar tvisvar, muntu þrisvar afneita mér.“Þá brast Pétur í grát.

< Mark 14 >