< John 19 >

1 Then, therefore, Pilate took Jesus and scourged [Him],
Þá lét Pílatus húðstrýkja Jesú.
2 and the soldiers having plaited a garland of thorns, placed [it] on His head, and they cast a purple garment around Him,
Og að því loknu bjuggu hermennirnir til kórónu úr þyrnum, settu hana á höfuð hans og færðu hann síðan í purpurarauða skikkju.
3 and said, “Hail! The King of the Jews”; and they were giving Him slaps.
„Lengi lifi konungur Gyðinga!“hrópuðu þeir í hæðnistóni og börðu hann.
4 Pilate, therefore, again went forth outside and says to them, “Behold, I bring Him to you outside, that you may know that I find no fault in Him”;
Pílatus fór nú aftur út og sagði við Gyðingana: „Ég ætla að leiða hann fram fyrir ykkur, en gerið ykkur ljóst að ég finn enga sök hjá honum.“
5 Jesus, therefore, came forth outside, bearing the thorny garland and the purple garment; and he says to them, “Behold, the Man!”
Jesús gekk þá út í skikkjunni rauðu og með þyrnikórónuna á höfði. Þá sagði Pílatus: „Sjáið manninn!“
6 When, therefore, the chief priests and the officers saw Him, they cried out, saying, “Crucify! Crucify!” Pilate says to them, “Take Him yourselves and crucify, for I find no fault in Him”;
Þegar æðstu prestarnir og embættismennirnir sáu Jesú, æptu þeir og sögðu: „Krossfestu! Krossfestu hann!“„Krossfestið þið hann sjálfir, “svaraði Pílatus, „ég finn alls enga sök hjá honum.“
7 the Jews answered him, “We have a law, and according to our law He ought to die, for He made Himself Son of God.”
Þá svöruðu þeir: „Samkvæmt okkar lögum á hann að deyja, því að hann sagðist vera sonur Guðs.“
8 When, therefore, Pilate heard this word, he was more afraid,
Þegar Pílatus heyrði þetta, varð hann enn hræddari.
9 and entered again into the Praetorium and says to Jesus, “Where are You from?” And Jesus gave him no answer.
Aftur fór hann með Jesú inn í höllina og spurði: „Hvaðan ertu?“Jesús svaraði engu.
10 Pilate, therefore, says to Him, “Do You not speak to me? Have You not known that I have authority to crucify You, and I have authority to release You?”
„Svaraðu mér!“sagði Pílatus ógnandi. „Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef einnig vald til að krossfesta þig?“
11 Jesus answered, “You would have no authority against Me if it were not having been given you from above; because of this, he who is delivering Me up to you has greater sin.”
Jesús svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér, ef þér væri ekki gefið það að ofan og því er synd þeirra, sem leiddu mig hingað, meiri en þín.“
12 From this [time] Pilate was seeking to release Him, and the Jews were crying out, saying, “If you may release this One, you are not a friend of Caesar; everyone making himself a king speaks against Caesar.”
Pílatus reyndi enn að fá hann lausan, en þá sögðu leiðtogar Gyðinga við hann: „Ef þú sleppir honum, þá ertu óvinur keisarans, því sá sem segist vera konungur, rís gegn keisaranum!“
13 Pilate, therefore, having heard this word, brought Jesus outside—and he sat down on the judgment seat—to a place called, “Pavement,” and in Hebrew, Gabbatha;
Þegar Pílatus heyrði þetta, leiddi hann Jesú aftur fram fyrir þá og settist í dómarasætið.
14 and it was the Preparation of the Passover, and as it were the sixth hour, and he says to the Jews, “Behold, your King!”
Þetta var um sexleytið að morgni, daginn fyrir páskahátíðina. Pílatus sagði nú við Gyðingana: „Hér er konungur ykkar!“
15 And they cried out, “Take away! Take away! Crucify Him!” Pilate says to them, “Will I crucify your King?” The chief priests answered, “We have no king except Caesar.”
„Burt með hann!“æptu þeir, „burt, með hann – krossfestu hann!“„Hvað þá? Krossfesta konung ykkar?“spurði Pílatus. „Við höfum engan konung nema keisarann, “hrópuðu æðstu prestarnir.
16 Then, therefore, he delivered Him up to them, that He may be crucified, and they took Jesus and led [Him] away,
Þá lét Pílatus Jesú í hendur þeirra að hann yrði krossfestur.
17 and carrying His cross, He went forth to the [place] called “Place of [the] Skull,” which is called in Hebrew, Golgotha—
Loksins höfðu Gyðingar Jesú á sínu valdi. Þeir fóru með hann út úr borginni og hann bar kross sinn til staðar sem kallast Hauskúpa eða Golgata á hebresku.
18 where they crucified Him, and with Him two others, on this side and on that side, but Jesus in the middle.
Þar krossfestu þeir hann og tvo aðra með honum, Jesú í miðið, en hina sinn til hvorrar handar.
19 And Pilate also wrote a title, and put [it] on the cross, and it was written: “JESUS THE NAZARENE, THE KING OF THE JEWS”;
Pílatus lét setja skilti á krossinn uppi yfir Jesú, þar sem stóð: „Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga.“
20 therefore many of the Jews read this title, because the place was near to the city where Jesus was crucified, and it was having been written in Hebrew, in Greek, in Latin.
Staðurinn þar sem Jesús var krossfestur, var nálægt borginni og því lásu margir það sem á skiltinu stóð. Áritunin var á hebresku, latínu og grísku.
21 The chief priests of the Jews therefore said to Pilate, “Do not write, The King of the Jews, but that this One said, I am King of the Jews”;
Æðstu prestarnir sögðu þá við Pílatus: „Breyttu þessu og láttu standa: „Hann sagði: Ég er konungur Gyðinga.““
22 Pilate answered, “What I have written, I have written.”
Pílatus svaraði: „Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað. Því verður ekki breytt.“
23 The soldiers, therefore, when they crucified Jesus, took His garments, and made four parts, to each soldier a part, also the coat, and the coat was seamless, from the top woven throughout;
Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú, skiptu þeir fötum hans í fjóra hluta, svo að hver fékk sinn hlut. Síðan sögðu þeir: „Við skulum ekki skipta kyrtlinum í fernt, því að hann er prjónaður og hvergi samsettur, við skulum heldur varpa hlutkesti um hann.“Þar með rættist ritningarstaður sem segir svo: „Þeir skiptu með sér klæðum mínum og vörpuðu hlutkesti um kyrtil minn.“
24 they said, therefore, to one another, “We may not tear it, but cast a lot for it, whose it will be”; that the Writing might be fulfilled, that is saying, “They divided My garments to themselves, and they cast a lot for My clothing”; the soldiers, therefore, indeed, did these things.
25 And there stood by the cross of Jesus His mother, and His mother’s sister, Mary of Cleopas, and Mary the Magdalene;
Það var einmitt þetta sem þeir gerðu. Nálægt krossi Jesú stóð María móðir hans, María móðursystir hans, kona Kleófasar og María Magdalena.
26 Jesus, therefore, having seen [His] mother, and the disciple standing by, whom He was loving, He says to His mother, “Woman, behold, your son”;
Þegar Jesús sá móður sína standa þar hjá nánasta vini sínum, sagði hann við hana: „Hann er sonur þinn.“
27 afterward He says to the disciple, “Behold, your mother”; and from that hour the disciple took her to his own [home].
Síðan sagði hann við mig: „Hún er móðir þín.“Frá þeirri stundu tók ég hana inn á heimili mitt.
28 After this, Jesus knowing that all things have now been accomplished, that the Writing may be fulfilled, says, “I thirst”;
Nú vissi Jesús að öllu var lokið og því sagði hann, til þess að uppfylla spádóm Biblíunnar: „Mig þyrstir.“
29 a vessel, therefore, was placed full of vinegar, and having filled a sponge with vinegar, and having put [it] around a hyssop stalk, they put [it] to His mouth;
Rétt þar hjá stóð krukka með súru víni. Svampur var vættur í víninu og festur á ísópsgrein, sem síðan var rétt upp að vörum hans.
30 when, therefore, Jesus received the vinegar, He said, “It has been accomplished.” And having bowed the head, gave up the spirit.
Eftir að Jesús hafði bragðað á víninu sagði hann: „Það er fullkomnað!“Síðan hneig höfuð hans og hann gaf upp andann.
31 The Jews, therefore, that the bodies might not remain on the cross on the Sabbath, since it was the Preparation (for that Sabbath day was a great one), asked of Pilate that their legs may be broken, and they [are] taken away.
Menn vildu ekki láta fangana hanga þarna næsta dag, sem var helgidagur (mesti helgidagur ársins – páskarnir). Þeir báðu því Pílatus að skipa svo fyrir að fótleggir mannanna skyldu brotnir, og þannig flýtt fyrir dauða þeirra, svo að hægt yrði að taka líkin niður.
32 The soldiers, therefore, came, and they indeed broke the legs of the first and of the other who was crucified with Him,
Hermennirnir komu því og brutu beinin í mönnunum tveimur, sem krossfestir höfðu verið með Jesú.
33 and having come to Jesus, when they saw Him already having been dead, they did not break His legs;
En þegar að honum kom, sáu þeir að hann var þegar dáinn og brutu því ekki bein hans.
34 but one of the soldiers pierced His side with a spear, and immediately there came forth blood and water;
Einn hermannanna stakk spjóti í síðu Jesú og rann þá út blóð og vatn.
35 and he who has seen has testified, and his testimony is true, and that one has known that he speaks true things, that you also may believe.
Ég sá þetta allt sjálfur og skýri hér satt frá, svo að þið getið einnig trúað.
36 For these things came to pass, that the Writing may be fulfilled, “A bone of Him will not be broken”;
Þetta gerðu hermennirnir til að rættist ritningarstaður sem þannig hljóðar: „Ekkert af beinum hans mun brotið verða, “og „þeir munu horfa á þann sem þeir stungu“.
37 and again another Writing says, “They will look to Him whom they pierced.”
38 And after these things, Joseph of Arimathea—being a disciple of Jesus, but concealed, through the fear of the Jews—asked of Pilate, that he may take away the body of Jesus, and Pilate gave leave; he came, therefore, and took away the body of Jesus,
Jósef frá Arímaþeu, sem var lærisveinn Jesú á laun, af ótta við leiðtoga Gyðinga, bað Pílatus um leyfi til að taka líkama Jesú niður og leyfði Pílatus honum það.
39 and Nicodemus also came—who came to Jesus by night at the first—carrying a mixture of myrrh and aloes, as it were, one hundred pounds.
Nikódemus, maðurinn sem eitt sinn hafði komið til Jesú seint um kvöld, kom einnig og hafði með sér fimmtíu kíló af smyrslum sem gerð voru úr myrru og alóe.
40 Therefore they took the body of Jesus, and bound it with linen clothes with the spices, according as it was the custom of the Jews to prepare for burial;
Þeir hjálpuðust síðan að við að vefja líkama Jesú í léreftsdúk, smurðan ilmsmyrslum, en slíkt er venja við greftranir hjá Gyðingum.
41 and there was a garden in the place where He was crucified, and a new tomb in the garden, in which no one was yet laid;
Rétt hjá aftökustaðnum var trjálundur. Þar var ný gröf, sem aldrei hafði verið notuð.
42 therefore, because the tomb was near, there they laid Jesus because of the Preparation of the Jews.
Vegna hátíðarinnar, sem hófst klukkan sex síðdegis, þurftu mennirnir að hafa hraðan á og vegna þess hve gröfin var nálægt, lögðu þeir hann þar.

< John 19 >