< Ephesians 5 >

1 Become, then, followers of God, as beloved children,
Takið Guð til fyrirmyndar í öllu, eins og barn sem elskar föður sinn og hlýðir honum.
2 and walk in love, as the Christ also loved us, and gave Himself for us, an offering and a sacrifice to God for an odor of a refreshing fragrance,
Lifið í kærleika og fylgið þannig fordæmi Krists, sem elskaði ykkur og fórnaði sjálfum sér frammi fyrir Guði til að taka burt syndir ykkar. Kærleikur Krists til ykkar var Guði mjög að skapi, rétt eins og sætur ilmur.
3 and whoredom, and all uncleanness, or covetousness, do not let it even be named among you, as is proper to holy ones;
Lauslæti, óhreinleiki eða ágirnd á ekki að nefnast á nafn á meðal ykkar.
4 also filthiness, and foolish talking, or jesting—the things not fit—but rather thanksgiving;
Klúrar sögur, heimskulegt tal og grófir brandarar – slíkt hæfir ykkur ekki. Í stað þess skuluð þið minna hvert annað á gæsku Guðs og verið þakklát.
5 for you know this, that every whoremonger, or unclean, or covetous person, who is an idolater, has no inheritance in the kingdom of the Christ and God.
Eitt getið þið verið viss um: Sá sem er lauslátur og lifir í óhreinleika og ágirnd mun ekki fá inngöngu í ríki Krists og Guðs. Hinn ágjarni er í raun og veru hjáguðadýrkandi – hann elskar og tignar lífsgæðin í stað Guðs.
6 Let no one deceive you with vain words, for because of these things comes the anger of God on the sons of the disobedience;
Látið ekki blekkjast af þeim sem afsaka þessar syndir, því að reiði Guðs kemur yfir alla sem þær drýgja.
7 do not become, then, partakers with them,
Hafið ekkert samband við slíkt fólk,
8 for you were once darkness, and now light in the LORD; walk as children of light,
því að þótt myrkrið hafi eitt sinn ríkt í hjörtum ykkar, þá eru þau nú böðuð ljósi Drottins. Líferni ykkar ætti að bera því gleggstan vott!
9 for the fruit of the light [is] in all goodness, and righteousness, and truth,
Í ljósi Drottins eflist góðvild, réttlæti og sannleikur.
10 proving what is well-pleasing to the LORD;
Reynið að skilja hver er vilji Drottins.
11 and have no fellowship with the unfruitful works of the darkness and rather even convict,
Takið engan þátt í því sem illt er – verkum myrkursins, þau leiða aðeins til spillingar. Bendið heldur á þau og flettið ofan af þeim.
12 for it is a shame even to speak of the things done by them in secret,
Það sem hinir óguðlegu leggja stund á í leyndum, er svo svívirðilegt, að mér er jafnvel ómögulegt að nefna það á nafn!
13 and all the things reproved by the light are revealed, for everything that is revealed is light;
Þegar þið flettið ofan af þessum hlutum, skín ljósið á syndir þeirra og þær verða augljósar. En þegar þeir sem þannig lifa, sjá hve illa þeir eru á vegi staddir, snúa sumir þeirra sér ef til vill til Guðs og verða börn ljóssins.
14 for this reason it says, “Arouse yourself, you who are sleeping, and arise out of the dead, and the Christ will shine on you.”
Um þetta segir Guðs orð: „Vakna þú sem sefur og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.“
15 See, then, how exactly you walk, not as unwise, but as wise,
Gætið vel að hegðun ykkar, því við lifum á erfiðum tímum. Verið ekki óskynsöm, heldur skynsöm! Notið til fullnustu hvert það tækifæri sem þið fáið til að gera hið góða.
16 redeeming the time, because the days are evil;
17 do not become fools because of this, but—understanding what [is] the will of the LORD,
Gerið ekkert í hugsunarleysi en reynið að skilja hver er vilji Drottins og framkvæmið hann.
18 and do not be drunk with wine, in which is wastefulness, but be filled in the Spirit,
Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, því að drykkjuskapur leiðir aðeins til ills, fyllist heldur heilögum anda og látið stjórnast af honum.
19 speaking to yourselves in psalms and hymns and spiritual songs, singing and making melody in your heart to the LORD,
Ræðið saman um Drottin, vitnið í sálma og söngva, syngið andlega söngva. Syngið og leikið Drottni lof í hjörtum ykkar
20 always giving thanks for all things, in the Name of our Lord Jesus Christ, to the God and Father,
og þakkið Guði föður fyrir alla hluti í nafni Drottins Jesú Krists.
21 subjecting yourselves to one another in the fear of Christ.
Verið hvert öðru undirgefin, slíkt hugarfar er Drottni velþóknanlegt.
22 The wives: [subject yourselves] to your own husbands, as to the LORD,
Eiginkonur, lútið eiginmönnum ykkar eins og um Drottin væri að ræða.
23 because the husband is head of the wife, as also the Christ [is] head of the Assembly, and He is Savior of the body,
Eiginmaður ber ábyrgð á konu sinni, á sama hátt og Kristur ber ábyrgð á líkama sínum, kirkjunni, en hann gaf líf sitt til að vernda hana og frelsa.
24 but even as the Assembly is subject to Christ, so also [are] the wives [subject] to their own husbands in everything.
Eiginkonur, lútið mönnum ykkar í öllu og það fúslega, á sama hátt og söfnuðurinn er undirgefinn Kristi.
25 The husbands: love your own wives, as the Christ also loved the Assembly, and gave Himself for it,
Eiginmenn! Sýnið konum ykkar sömu ást og umhyggju og Kristur söfnuðinum, þegar hann dó fyrir hann,
26 that He might sanctify it, having cleansed [it] with the bathing of the water in the saying,
til að helga, hreinsa og þvo hann í skírninni og orði Guðs.
27 that He might present the Assembly to Himself in glory, having no spot or wrinkle, or any of such things, but that it may be holy and unblemished;
Þetta gerði hann til að geta leitt til sín fullkominn söfnuð, án bletts eða hrukku, heilagan og lýtalausan.
28 so ought the husbands to love their own wives as their own bodies: he who is loving his own wife—he loves himself;
Á sama hátt eiga eiginmenn að koma fram við konur sínar. Þeir eiga að elska þær sem hluta af sjálfum sér. Fyrst eiginmaðurinn og eiginkonan eru eitt, þá er maðurinn í raun og veru að gera sjálfum sér greiða og elska sjálfan sig, þegar hann elskar eiginkonu sína!
29 for no one ever hated his own flesh, but nourishes and nurtures it, as also the LORD—the Assembly,
Enginn hatar sinn eigin líkama, heldur gæta menn hans af mikilli umhyggju. Eins er með Krist, hann gætir líkama síns, safnaðarins, en við erum hvert um sig limir á þeim líkama.
30 because we are members of His body, [[of His flesh, and of His bones.]]
31 “For this cause will a man leave his father and mother, and will be joined to his wife, and the two will be into one flesh”;
Biblían sýnir ljóslega með eftirfarandi orðum að eiginmaður og eiginkona séu einn líkami: „Þegar maðurinn giftist verður hann að yfirgefa föður sinn og móður, svo að hann geti að fullu og öllu sameinast konunni og þau tvö orðið eitt.“
32 this secret is great, and I speak in regard to Christ and to the Assembly;
Ég veit að þetta er torskilið, en sambandið milli Krists og safnaðar hans hjálpar okkur þó að skilja það.
33 but you also, everyone in particular—let each so love his own wife as himself, and the wife—that she may revere the husband.
Ég endurtek því: Maðurinn verður að elska konu sína sem hluta af sjálfum sér og konan verður að gæta þess að heiðra mann sinn og hlýða honum.

< Ephesians 5 >