< Acts 28 >

1 And having been saved, then they knew that the island is called Malta,
Fljótlega fengum við að vita að við værum staddir á eyjunni Möltu.
2 and the foreigners were showing us no ordinary kindness, for having kindled a fire, they received us all, because of the pressing rain, and because of the cold;
Fólkið þar var vingjarnlegt. Það bauð okkur velkomna og kveikti bál á ströndinni svo að við gætum yljað okkur, því að rigning var og hráslagalegt.
3 but Paul having gathered together a quantity of sticks, and having laid [them] on the fire, a viper—having come out of the heat—fastened on his hand.
Páll tíndi fangið fullt af sprekum, en þegar hann ætlaði að kasta þeim á eldinn, skreið höggormur út úr hrúgunni – hann var að flýja hitann – og festi sig á handlegg hans.
4 And when the foreigners saw the beast hanging from his hand, they said to one another, “Certainly this man is a murderer, whom, having been saved out of the sea, the justice did not permit to live”;
Þegar eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga við Pál, sögðu þeir hver við annan: „Þessi maður er áreiðanlega morðingi! Hann bjargaðist úr sjávarháska, en örlögin vilja samt ekki leyfa honum að lifa!“
5 he then, indeed, having shaken off the beast into the fire, suffered no evil,
Þá hristi Páll höggorminn af sér í eldinn og varð ekki meint af.
6 and they were expecting him to be about to be inflamed, or to suddenly fall down dead, and they, expecting [it] a long time, and seeing nothing uncommon happening to him, changing [their] minds, said he was a god.
Fólkið beið eftir að handleggurinn bólgnaði og Páll dytti dauður niður, en þegar það gerðist ekki skipti það um skoðun og taldi hann vera guð.
7 And in the neighborhood of that place were lands of the principal man of the island, by name Publius, who, having received us, courteously lodged [us for] three days;
Skammt frá strandstaðnum var búgarður sem Públíus, æðsti maður eyjarinnar, átti. Tók hann mjög hlýlega á móti okkur og leyfði okkur að gista hjá sér í þrjá daga.
8 and it came to pass, the father of Publius was lying, oppressed with fevers and dysentery, to whom Paul, having entered and having prayed, having laid [his] hands on him, healed him;
Þegar þetta gerðist, var faðir Públíusar veikur. Hann hafði blóðsótt og háan hita. Páll fór inn til hans, lagði hendur yfir hann og læknaði hann.
9 this, therefore, being done, also the others in the island having sicknesses were coming and were healed;
Þetta varð til þess að allir aðrir, sem veikir voru á eyjunni, komu og fengu lækningu.
10 who also honored us with many honors, and we setting sail—they were loading [us] with the things that were necessary.
Gjöfunum rigndi yfir okkur og þegar brottfarardagurinn rann upp, kom fólk um borð með allt mögulegt sem við þurftum til sjóferðarinnar.
11 And after three months, we set sail in a ship (that had wintered in the island) of Alexandria, with the sign Dioscuri,
Þremur mánuðum eftir strandið lögðum við af stað á ný og þá með skipi sem sigldi undir merki Tvíburanna. Það var frá Alexandríu, en hafði legið við eyjuna um veturinn.
12 and having landed at Syracuse, we remained three days,
Fyrst komum við til Sýrakúsu og var þar höfð þriggja daga viðdvöl.
13 there having gone around, we came to Rhegium, and after one day, a south wind having sprung up, the second [day] we came to Puteoli,
Þaðan sveigðum við yfir til Regíum og daginn eftir snerist hann í sunnanátt, svo að þar næsta dag komumst við til Púteólí.
14 where, having found brothers, we were called on to remain with them seven days, and thus we came to Rome;
Þar fundum við kristna menn. Þeir báðu okkur að staldra við hjá sér eina viku. Við gerðum það, en síðan héldum við áfram til Rómar.
15 and there, the brothers having heard the things concerning us, came forth to meet us, as far as [the] Forum of Appius, and Three Taverns—whom Paul having seen, having given thanks to God, took courage.
Bræðurnir í Róm höfðu frétt að við værum að koma. Þeir fóru því út að torginu til að taka á móti okkur og reyndar slógust aðrir í hópinn hjá Þríbúðum við Appíusarveginn. Þegar Páll sá þá þakkaði hann Guði og hresstist við.
16 And when we came to Rome, the centurion delivered up the prisoners to the captain of the barracks, but Paul was permitted to remain by himself, with the soldier guarding him.
Þegar Páll kom til Rómar, var honum leyft að búa út af fyrir sig, en þó var hans gætt af hermanni.
17 And it came to pass after three days, Paul called together those who are the principal men of the Jews, and they having come together, he said to them: “Men, brothers, I—having done nothing contrary to the people, or to the customs of the fathers—a prisoner from Jerusalem, was delivered up into the hands of the Romans;
Þrem dögum eftir komuna kallaði hann til sín leiðtoga Gyðinga í borginni og sagði við þá: „Bræður, Gyðingarnir í Jerúsalem tóku mig fastan og síðan lenti ég í höndum rómversku yfirvaldanna. Gyðingarnir vildu lögsækja mig, enda þótt ég hefði ekki valdið neinum tjóni né brotið siði forfeðra okkar.
18 who having examined me, were willing to release [me], because of their being no cause of death in me,
Þegar Rómverjarnir höfðu kynnt sér mál mitt vildu þeir sleppa mér, því að enga dauðasök fundu þeir hjá mér eins og leiðtogar Gyðinganna höfðu haldið stíft fram.
19 and the Jews having spoken against [it], I was constrained to appeal to Caesar—not as having anything to accuse my nation of;
En þar sem Gyðingarnir gátu ekki fallist á slík málalok, fannst mér rétt að skjóta málinu til keisarans, enda þótt ég hafi ekkert að ákæra þjóð mína fyrir.
20 for this cause, therefore, I called for you to see and to speak with [you], for because of the hope of Israel I am bound with this chain.”
Ástæðan fyrir því að ég bað ykkur að koma hingað í dag, er sú að ég vildi kynnast ykkur og segja ykkur hvers vegna ég er fjötraður, en það er vegna þess að ég trúi því að Kristur sé þegar kominn.“
21 And they said to him, “We neither received letters concerning you from Judea, nor did anyone who came of the brothers declare or speak any evil concerning you,
Þeir svöruðu: „Við höfum ekki heyrt neitt misjafnt um þig. Við höfum engin slík bréf fengið frá Júdeu né heldur fréttir frá þeim sem komið hafa frá Jerúsalem.
22 and we think it good from you to hear what you think, for indeed, concerning this sect it is known to us that it is spoken against everywhere”;
Við viljum gjarnan vita hverju þú trúir, því að það eina sem við heyrum um þessa kristnu menn, er að þeir séu alls staðar fordæmdir.“
23 and having appointed him a day, more of them came to him, to the lodging, to whom he was setting [it] forth, testifying fully the Kingdom of God, persuading them also of the things concerning Jesus, both from the Law of Moses, and the Prophets, from morning until evening,
Síðan komu þeir sér saman um að hittast aftur seinna og þegar sá dagur kom, fjölmenntu Gyðingar til Páls. Hann talaði við þá um guðsríki, fræddi þá um Jesú og vitnaði í Mósebækurnar fimm og spámannaritin. Viðræðurnar hófust að morgni og héldu áfram allt til kvölds.
24 and some, indeed, were believing the things spoken, and some were not believing.
Sumir trúðu útskýringum Páls, en aðrir ekki.
25 And not being agreed with one another, they were going away, Paul having spoken one word, “The Holy Spirit spoke well through Isaiah the prophet to our fathers,
Eftir að hafa rökrætt málið sín á milli, yfirgáfu þeir húsið með þessi orð Páls í eyrum sér. „Heilagur andi hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði við Jesaja spámann:
26 saying, Go on to this people and say, With hearing you will hear, and you will not understand, and seeing you will see, and you will not perceive,
„Segðu Gyðingunum: Þið munuð heyra og sjá, en samt ekki skilja,
27 for the heart of this people was made obtuse, and with the ears they barely heard, and they closed their eyes, lest they may see with the eyes, and may understand with the heart, and should turn, and I may heal them.
vegna þess að hugur ykkar er sljór, heyrnin slæm og augunum hafið þið lokað. Því að hvorki viljið þið sjá, heyra né skilja, til að geta snúið ykkur til mín og hljóta lækningu.“
28 Be it known, therefore, to you, that the salvation of God was sent to the nations, these also will hear it”;
Ég vil að ykkur sé ljóst að þetta hjálpræði Guðs stendur einnig heiðingjunum til boða og þeir munu taka á móti því.“
29 [[and he having said these things, the Jews went away, having much debate among themselves; ]]
30 and Paul remained an entire two years in his own hired [house], and was receiving all those coming in to him,
Í þessu leiguherbergi bjó Páll næstu tvö árin og tók þar á móti öllum sem heimsóttu hann.
31 preaching the Kingdom of God, and teaching the things concerning the Lord Jesus Christ with all boldness—unforbidden.
Hann talaði djarflega við alla um guðsríki og um Drottin Jesú Krist og engin tilraun var gerð til að hindra hann.

< Acts 28 >