< 1 Timothy 1 >
1 Paul, an apostle of Jesus Christ, according to a command of God our Savior, and of the Lord Jesus Christ our hope,
Frá Páli, sem eftir skipun Guðs, frelsara okkar og Drottins Jesú Krists, er sendiboði Jesú Krists – sem er von okkar.
2 to Timotheus—genuine child in faith: Grace, kindness, peace, from God our Father and Christ Jesus our Lord!
Til Tímóteusar. Tímóteus, þú sem ert mér sem sonur í trúnni á Drottin. Guð faðir og Drottinn Jesús Kristur auðsýni þér kærleika og miskunn og gefi þér frið í hug og hjarta.
3 According as I exhorted you to remain in Ephesus—I going on to Macedonia—that you might charge certain [ones] not to teach any other thing,
Ég endurtek það sem ég sagði áður en ég fór frá Makedóníu: Vertu kyrr í Efesus og þaggaðu niður í þeim mönnum sem fara með rangar kenningar. Reyndu að binda enda á þessar goðsagnir og helgisögur og þær hugmyndir þeirra, að hægt sé að frelsast með því að vinna sér hylli hjá endalausri röð engla sem leiði menn upp til Guðs. Þetta eru fáránlegar hugmyndir, sem aðeins vekja þrætur í stað þess að benda fólki á leið trúarinnar, eins og Guð ætlaðist til.
4 nor to give heed to fables and endless genealogies, that cause questions rather than [the] stewardship of God which [is] in faith.
5 And the end of the charge is love out of a pure heart, and of a good conscience, and of unhypocritical faith,
Markmið kristinnar kenningar er að menn fyllist sönnum kærleika, hafi góða samvisku og eignist sterka trú.
6 from which certain [men], having swerved, turned aside to vain discourse,
Þessir menn hafa misst sjónar á þessu markmiði og nú eyða þeir tímanum í þras og heimskulegar vangaveltur.
7 willing to be teachers of law, not understanding either the things they say, nor concerning what they confidently assert,
Þá langar til að afla sér viðurkenningar sem fræðimenn í lögum Móse, en þeir hafa bara ekki minnstu hugmynd um efni þeirra.
8 and we have known that the Law [is] good, if anyone may use it lawfully;
Lög þessi eru góð, ef þau eru notuð eins og Guð ætlaðist til.
9 having known this, that law is not set for a righteous man, but for lawless and insubordinate persons, ungodly and sinners, impious and profane, murderers of fathers and murderers of mothers, manslayers,
Þau voru alls ekki skrifuð fyrir réttláta menn, sem frelsast hafa frá syndinni, heldur fyrir syndara, sem eru óvinir Guðs. Þau voru ætluð lögleysingjum, morðingjum og öðrum vanheilögum syndurum.
10 whoremongers, homosexuals, enslavers, liars, perjured persons, and if there be any other thing that is adverse to sound doctrine,
Þau voru fyrir hórkarla, kynvillinga, mannræningja, lygara og alla aðra sem lifa í andstöðu við gleðiboðskapinn, sem góður Guð gaf okkur og mér var falið að boða.
11 according to the good news of the glory of the blessed God, with which I was entrusted.
12 And I give thanks to Him who enabled me—Christ Jesus our Lord—that He reckoned me steadfast, having put [me] to the ministry,
Ég þakka Drottni Jesú Kristi, að hann skyldi velja mig í hóp sendiboða sinna og gera mig styrkan í trúnni,
13 who before was speaking slander, and persecuting, and insulting, but I found kindness, because, being ignorant, I did [it] in unbelief,
Mig, sem margoft hafði hætt hann og spottað. Ég ofsótti þá sem á hann trúðu og olli þeim eins miklu tjóni og ég frekast gat. En Guð miskunnaði mér, því að ég vissi ekki hvað ég gerði, enda þekkti ég þá ekki Krist.
14 and the grace of our Lord exceedingly abounded, with faith and love that [is] in Christ Jesus.
Drottinn sýndi mér mikla miskunn, því hann kenndi mér að treysta sér og síðan fyllti hann mig kærleika sínum.
15 The word [is] steadfast, and worthy of all acceptance, that Christ Jesus came into the world to save sinners—of whom I am first;
Það, að Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, er satt og ég vildi að allir fengju að heyra það og trúa. Sjálfur var ég mesti syndarinn.
16 but because of this I found kindness, that Jesus Christ might first show forth all long-suffering in me, for a pattern of those about to believe on Him to continuous life. (aiōnios )
En Guð miskunnaði mér til að Kristur Jesús skyldi sýna mér þolinmæði og langlyndi sitt, til vitnisburðar öðrum syndurum sem eignast trú á hann. (aiōnios )
17 And to the King of the ages, the incorruptible, invisible, only wise God, [is] honor and glory through the ages of the ages! Amen. (aiōn )
Guði sé lof og dýrð um aldir alda! Hann er hinn ódauðlegi og ósýnilegi, konungur eilífðarinnar. Enginn er Guð nema hann. Amen. (aiōn )
18 I commit to you this charge, child Timotheus, according to the prophecies that went before on you, that you may war in them the good warfare,
Tímóteus, ég ætla að minna þig á spádómsorðin sem voru töluð til þín, en samkvæmt þeim skaltu berjast hinni góðu baráttu trúarinnar og hafa góða samvisku. Sumir hafa gert ýmislegt gegn betri vitund og syndgað af ásettu ráði. Það er reyndar ekkert undarlegt þótt fólk sem þannig ögrar Guði, falli fljótt frá trúnni á Krist.
19 having faith and a good conscience, which some having thrust away, made shipwreck concerning the faith,
20 of whom are Hymenaeus and Alexander, whom I delivered to Satan, that they might be instructed not to speak evil.
Hýmeneus og Alexander eru dæmi um slíka menn. Ég varð að gefa þá Satani á vald til refsingar, svo að þeim lærðist að lítilsvirða ekki nafn Krists.