< Psalms 80 >
1 “To the chief musician upon Shoshannim; an 'Eduth by Assaph; a psalm.” O Shepherd of Israel, give ear, thou that leadest Joseph like a flock; thou that dwellest between the cherubims, shine forth.
Þú hirðir Ísraels sem leiðir þjóð þína eins og hjörð. Þú Guð sem situr á hásæti uppi yfir verndarenglunum, beygðu þig niður og hlustaðu á bæn mína. Láttu veldi þitt birtast í geisladýrð!
2 Before Ephraim and Benjamin and Menasseh awaken thy might, and come to our help.
Leyfðu ættkvíslum Efraíms, Benjamíns og Manasse að verða vitni að því er þú frelsar okkur með mætti þínum.
3 O God, cause us to return, and let thy countenance shine, that we may be saved.
Dragðu okkur til þín á ný, ó Guð. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, það er okkar eina von.
4 O Lord of hosts, how long shall thy anger smoke against the prayer of thy people?
Ó, Drottinn, þú Guð sem stjórnar hersveitum himnanna, hve lengi ætlar þú að draga bænheyrsluna og láta reiði þína haldast?
5 Thou feedest them with the bread of tears, and givest them tears to drink in great measure.
Þú hefur alið okkur á sorg og sút
6 Thou renderest us a contest unto our neighbors: and our enemies hold derision among themselves.
og gert okkur að andstyggð í augum nágrannaþjóðanna sem hæða okkur og spotta.
7 O God of hosts, cause us to return, and let thy countenance shine, that we may be saved.
Drottinn hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, annars er úti um okkur.
8 A vine didst thou remove out of Egypt: thou drovest out nations, and plantedst it.
Þú fluttir okkur frá Egyptalandi eins og gæðavínvið, upprættir heiðingjana og gróðursettir okkur í landinu.
9 Thou didst clear out a place before it, and it struck its root deeply, and it filled the land.
Þú plægðir jörðina og braust landið, við skutum rótum og klæddum hæðirnar.
10 Mountains were covered with its shadow, and with its boughs the cedars of God.
Við skyggðum á fjöllin og breiddum úr okkur eins og greinar sedrustrésins,
11 It sent out its tendrils as far as the sea, and unto the river its suckers.
þöktum landið frá Miðjarðarhafi og allt til Evfrat.
12 Wherefore hast thou now broken down its fences, so that all who pass by the way pluck the fruit from it?
En nú hefur þú brotið niður múra okkar og eftir stöndum við varnarlausir.
13 The boar out of the forest doth gnaw at it, and what moveth on the field feedeth on it.
Landið hefur verið eytt og er nú orðið að bústað villidýra.
14 O God of hosts, return; I pray thee, look down from heaven, and behold, and think of this vine;
Við biðjum þig, þú Guð hinna himnesku hersveita, komdu og blessaðu okkur. Líttu niður af himni, sjáðu þjáningar okkar og hlúðu að þessum vínviði þínum!
15 And of the sprout which thy right hand hath planted, and of the branch that thou hast made strong for thyself.
Vernda það sem þú sjálfur gróðursettir, einkasoninn þinn!
16 It is burnt with fire, it is hewn down; because of the rebuke of thy countenance do they perish.
Óvinirnir lögðu okkur að velli og kveiktu í borgunum. Þeir farast fyrir augliti þínu!
17 Let thy hand be over the man of thy right hand, over the son of man whom thou hast made strong for thyself.
Styrktu manninn sem þú elskar, soninn sem þú valdir
18 Then will we not swerve from thee: revive us again, and we will call on thy name.
og við munum aldrei snúa við þér baki. Lífgaðu okkur á nýjan leik og þá skulum við ákalla þig.
19 O Lord God of hosts, cause us to return: let thy countenance shine, that we may be saved.
Drottinn, Guð hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu niður til okkar og láttu okkur sjá velþóknun þína.