< Psalms 80 >

1 For the end, for alternate [strains], a testimony for Asaph, a Psalm concerning the Assyrian. Attend, O Shepherd of Israel, who guide Joseph like a flock; you who sit upon the cherubs, manifest yourself;
Þú hirðir Ísraels sem leiðir þjóð þína eins og hjörð. Þú Guð sem situr á hásæti uppi yfir verndarenglunum, beygðu þig niður og hlustaðu á bæn mína. Láttu veldi þitt birtast í geisladýrð!
2 before Ephraim and Benjamin and Manasse, stir up your power, and come to deliver us.
Leyfðu ættkvíslum Efraíms, Benjamíns og Manasse að verða vitni að því er þú frelsar okkur með mætti þínum.
3 Turn us, O God, and cause your face to shine; and we shall be delivered.
Dragðu okkur til þín á ný, ó Guð. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, það er okkar eina von.
4 O Lord God of hosts, how long are you angry with the prayer of your servant?
Ó, Drottinn, þú Guð sem stjórnar hersveitum himnanna, hve lengi ætlar þú að draga bænheyrsluna og láta reiði þína haldast?
5 You will feed us with bread of tears; and will cause us to drink tears by measure.
Þú hefur alið okkur á sorg og sút
6 You has made us a strife to our neighbors; and our enemies have mocked at us.
og gert okkur að andstyggð í augum nágrannaþjóðanna sem hæða okkur og spotta.
7 Turn us, O Lord God of hosts, and cause your face to shine; and we shall be saved. (Pause)
Drottinn hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu til okkar með velþóknun og kærleika, annars er úti um okkur.
8 You have transplanted a vine out of Egypt: you have cast out the heathen, and planted it.
Þú fluttir okkur frá Egyptalandi eins og gæðavínvið, upprættir heiðingjana og gróðursettir okkur í landinu.
9 You made a way before it, and did cause its roots to strike, and the land was filled [with it].
Þú plægðir jörðina og braust landið, við skutum rótum og klæddum hæðirnar.
10 Its shadow covered the mountains, and its shoots [equalled] the goodly cedars.
Við skyggðum á fjöllin og breiddum úr okkur eins og greinar sedrustrésins,
11 It sent forth its branches to the sea, and its shoots to the river.
þöktum landið frá Miðjarðarhafi og allt til Evfrat.
12 Therefore have you broken down its hedge, while all that pass by the way pluck it?
En nú hefur þú brotið niður múra okkar og eftir stöndum við varnarlausir.
13 The boar out of the wood has laid it waste, and the wild beast has devoured it.
Landið hefur verið eytt og er nú orðið að bústað villidýra.
14 O God of hosts, turn, we pray you: look on [us] from heaven, and behold and visit this vine;
Við biðjum þig, þú Guð hinna himnesku hersveita, komdu og blessaðu okkur. Líttu niður af himni, sjáðu þjáningar okkar og hlúðu að þessum vínviði þínum!
15 and restore that which your right hand has planted: and look on the son of man whom you did strengthen for yourself.
Vernda það sem þú sjálfur gróðursettir, einkasoninn þinn!
16 [It is] burnt with fire and dug up: they shall perish at the rebuke of your presence.
Óvinirnir lögðu okkur að velli og kveiktu í borgunum. Þeir farast fyrir augliti þínu!
17 Let your hand be upon the man of your right hand, and upon the son of man whom you did strengthen for yourself.
Styrktu manninn sem þú elskar, soninn sem þú valdir
18 So will we not depart from you: you shall quicken us, and we will call upon your name.
og við munum aldrei snúa við þér baki. Lífgaðu okkur á nýjan leik og þá skulum við ákalla þig.
19 Turn us, O Lord God of hosts, and make your face to shine; and we shall be saved.
Drottinn, Guð hersveitanna, dragðu okkur til þín á ný. Líttu niður til okkar og láttu okkur sjá velþóknun þína.

< Psalms 80 >