< Psalms 65 >
1 For the end, a Psalm [and] Song of David. Praise becomes you, O God, in Sion; and to you shall the vow be performed.
Ó, þú Guð á Síon, við lofum þig og vegsömum og efnum heit okkar við þig.
2 Hear my prayer; to you all flesh shall come.
Þú heyrir bænir og því leita allir menn til þín.
3 The words of transgressors have overpowered us; but do you pardon our sins.
Margar freistingar urðu mér að falli, ég gerði margt rangt, en þú fyrirgafst mér allar þessar syndir.
4 Blessed [is he] whom you have chosen and adopted; he shall dwell in your courts; we shall be filled with the good things of your house; your temple is holy.
Sá er heppinn sem þú hefur útvalið, sá sem fær að búa hjá þér í forgörðum helgidóms þíns og njóta allsnægta í musteri þínu.
5 [You are] wonderful in righteousness. Listen to us, O God our Saviour; the hope of all the ends of the earth, and of them [that are] on the sea afar off:
Með krafti þínum sýnir þú réttlæti þitt, þú Guð, frelsari okkar. Þú ert skjól öllum mönnum, allt að endimörkum jarðar.
6 who do establish the mountains in your strength, being girded about with power;
Þú reistir fjöllin í mætti þínum,
7 who trouble the depth of the sea, the sounds of its waves.
þú stöðvar brimgný hafsins og háreysti þjóðanna.
8 The nations shall be troubled, and they that inhabit the ends [of the earth] shall be afraid of your signs; you will cause the outgoings of morning and evening to rejoice.
Þeir sem búa við ysta haf óttast tákn þín og austrið og vestrið kætast yfir þér!
9 You have visited the earth, and saturated it; you have abundantly enriched it. The river of God is filled with water; you have prepared their food, for thus is the preparation [of it].
Þú vökvar jörðina og eykur frjósemi hennar. Ár þínar og uppsprettur munu ekki þorna. Þú gerir jörðina hæfa til sáningar og gefur þjóð þinni ríkulega uppskeru.
10 Saturate her furrows, multiply her fruits; [the crop] springing up shall rejoice in its drops.
Með steypiregni vökvar þú plógförin og mýkir jarðveginn – útsæðið spírar og vex!
11 You will bless the crown of the year [because] of your goodness; and your plains shall be filled with fatness.
Landið klæðist grænni kápu.
12 The mountains of the wilderness shall be enriched; and the hills shall gird themselves with joy.
Heiðarnar blómstra og hlíðarnar brosa, allt er loðið af gróðri!
13 The rams of the flock are clothed [with wool], and the valleys shall abound in corn; they shall cry aloud, yes they shall sing hymns.
Hjarðirnar liðast um hagana og dalirnir fyllast af korni. Allt fagnar og syngur!