< Psalms 36 >
1 For the end, by David the servant of the Lord. The transgressor, that he may sin, says within himself, [that] there is no fear of God before his eyes.
Rödd syndarinnar talar í huga guðleysingjans og hvetur hann til vondra verka. Enginn guðsótti býr í hjarta hans.
2 For he has dealt craftily before him, to discover his iniquity and hate it.
Syndin dregur hann á tálar, mistök hans verða augljós og menn hata hann.
3 The words of his mouth are transgression and deceit: he is not inclined to understand [how] to do good.
Svik og tál eru á vörum hans og hann er hættur að vera hygginn og breyta vel.
4 He devises iniquity on his bed; he gives himself to every evil way; and does not abhor evil.
Á nóttunni liggur hann í rúmi sínu og upphugsar svik, forðast ekki hið illa.
5 O Lord, your mercy is in the heaven; and your truth [reaches] to the clouds.
Drottinn, miskunn þín er mikil eins og himinninn og trúfesti þín takmarkalaus.
6 Your righteousness is as the mountains of God, your judgments are as a great deep: O Lord, you will preserve men and beasts.
Réttlæti þitt er stöðugt eins og fjöllin. Dómar þínir hvíla á vísdómi, þeir vitna um mikilleik þinn líkt og úthöfin. Þú berð umhyggju fyrir mönnum og skepnum.
7 How have you multiplied your mercy, O God! so the children of men shall trust in the shelter of your wings.
Hversu dýrmæt er miskunn þín ó, Guð! Mennirnir leita skjóls í skugga vængja þinna.
8 They shall be fully satisfied with the fatness of your house; and you shall cause them to drink of the full stream of your delights.
Þú nærir þá með krásum af borði þínu og lætur þá drekka úr lækjum unaðssemda þinna.
9 For with you is the fountain of life: in your light we shall see light.
Þú, Drottinn, ert uppspretta lífsins! í þínu ljósi sjáum við ljós.
10 Extend your mercy to them that know you; and your righteousness to the upright in heart.
Lát miskunn þína haldast við þá sem þekkja þig og réttlæti þitt við þá sem hlýða þér og elska.
11 Let not the foot of pride come against me, and let not the hand of sinners move me.
Lát ekki fót hins hrokafulla troða á mér né hendur óguðlegra hrekja mig burt.
12 There have all the workers of iniquity fallen: they are cast out, and shall not be able to stand.
Líttu á! Illgjörðamennirnir eru fallnir! Þeim hefur verið varpað um koll og þeir megna ekki að rísa upp aftur.