< Psalms 30 >

1 For the end, a Psalm and Song at the dedication of the house of David. I will exalt you, O Lord; for you have lifted me up, and not caused mine enemies to rejoice over me.
Ég vil lofa þig Drottinn, því að þú hefur frelsað mig frá óvinum mínum. Þú leyfðir þeim ekki að yfirbuga mig.
2 O Lord my God, I cried to you, and you did heal me.
Ó, Drottinn Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig.
3 O Lord, you have brought up my soul from Hades, you have delivered me from [among] them that go down to the pit. (Sheol h7585)
Þú hreifst mig burt frá barmi grafarinnar, já úr dauðans greipum, og gafst mér líf og framtíð! (Sheol h7585)
4 Sing to the Lord, you his saints, and give thanks for the remembrance of his holiness.
Syngið Drottni lof og þökk, þið sem á hann trúið.
5 For anger is in his wrath, but life in his favor: weeping shall wait for the evening, but joy shall be in the morning.
Reiði hans stendur stutta stund, en náð hans varir að eilífu! Hans vegna stend ég stöðugur, fastur fyrir eins og fjöllin. Gráturinn sækir að um nætur, en gleðisöngur þegar dagur rís.
6 And I said in my prosperity, I shall never be moved.
Þegar allt gekk mér í hag, hugsaði ég: „Svona verður það alla tíð, nú getur ekkert stöðvað mig framar! Drottinn hefur velþóknun á mér. Hans vegna stend ég stöðugur, fastur fyrir eins og fjöllin!“
7 O Lord, in your good pleasure you did add strength to my beauty: but you did turn away your face, and I was troubled.
Þá snerir þú þér, Drottinn, burt frá mér og hélst aftur af blessun þinni. Skyndilega var kjarkur minn brostinn. Ég varð skelkaður og örvænti um minn hag.
8 To you, O Lord, will I cry; and to my God will I make supplication.
Ég hrópaði til þín Drottinn. Já, svo sannarlega ákallaði ég þig!
9 What profit is there in my blood, when I go down to destruction? Shall the dust give praise to you? or shall it declare your truth?
Ég sagði: „Hvers vegna vilt þú Drottinn, koma mér á kné? – leiða mig í dauðann? Þar verður lofsöngur minn til lítils gagns. Hvernig á ég þá, liðið lík, að lofa þig, og vegsama trúfesti þína?!
10 The Lord heard, and had compassion upon me; the Lord is become my helper.
Heyr þú ákall mitt, Drottinn! Miskunna þú mér og sendu mér hjálp þína.“
11 You have turned my mourning into joy for me: you have tore off my sackcloth, and girded me with gladness;
Þá breytti hann grát mínum í gleðidans! Hann dró af mér sorgarklæðin og færði mig í veisluskrúða!
12 that my glory may sing praise to you, and I may not be pierced [with sorrow]. O Lord my God, I will give thanks to you for ever.
Og þá gat ég lofsungið honum og gleymt ógnum grafarinnar! Ó, Drottinn, minn Guð, hvernig fæ ég fullþakkað þér?

< Psalms 30 >