< Psalms 148 >
1 Alleluia, [a Psalm] of Aggaeus and Zacharias. Praise you the Lord from the heavens: praise him in the highest.
Þið sem búið á himnum, lofið Drottin! Lofið hann í upphæðum!
2 Praise you him, all his angels: praise you him, all his hosts.
Lofið hann allir englar, allar hersveitir himnanna.
3 Praise him, sun and moon; praise him, all you stars and light.
Lofið hann sól og tungl og allar lýsandi stjörnur.
4 Praise him, you heavens of heavens, and the water that is above the heavens.
Lofið hann hæstu himnar og þú dögg er svífur um háloftin.
5 Let them praise the name of the Lord: for he spoke, and they were made; he commanded, and they were created.
Allt sem hann hefur skapað lofi nafn hans, því að þegar hann talaði, þá varð það allt til,
6 He has established them for ever, even for ever and ever: he has made an ordinance, and it shall not pass away.
hann fékk þeim stað um aldur og ævi, setti þeim lögmál sem þau fá ekki brotið.
7 Praise the Lord from the earth, you serpents, and all deeps.
Lofið Drottin einnig á jörðu, líka þið skepnur í hafdjúpunum.
8 Fire, hail, snow, ice, stormy wind; the things that perform his word.
Eldur og hagl, snjór, regn, vindur og veður öll, – allt hlýði það Drottni.
9 Mountains, and all hills; fruitful trees, and all cedars:
Allt skal þetta lofa Drottin: fjöll og hæðir, ávaxtatré sem önnur tré,
10 wild beasts, and all cattle; reptiles, and winged birds:
villidýr og búfé, höggormar og fuglar
11 kings of the earth, and all peoples; princes, and all judges of the earth:
konungar og allar þjóðir, höfðingjar og dómarar,
12 young men and virgins, old men with youths:
piltar og stúlkur, aldraðir og börn.
13 let them praise the name of the Lord: for his name only is exalted; his praise is above the earth and heaven,
Sameiginlega skulu þau lofa Drottin, því að hann einn er þess verður og dýrð hans er ofar himni og jörðu.
14 and he shall exalt the horn of his people, [there is] a hymn for all his saints, [even] of the children of Israel, a people who draw near to him.
Hann hefur gert þjóð sína volduga. Heldur uppi heiðri hinna guðhræddu – lýðs Ísraels, þjóðarinnar sem honum stendur næst. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!