< Matthew 21 >
1 And when they drew nigh unto Jerusalem, and were come to Bethphage, unto the mount of Olives, then sent Jesus two disciples,
Jesús og lærisveinar hans nálguðust nú Jerúsalem. Þegar þeir áttu skammt ófarið til þorpsins Betfage á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra þangað á undan sér.
2 Saying unto them, Go into the village opposite to you, and immediately all of you shall find an ass tied, and a colt with her: loose them, and bring them unto me.
„Þegar þið komið inn í þorpið, munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.
3 And if any man say ought unto you, all of you shall say, The Lord has need of them; and immediately he will send them.
Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið svara: „Drottinn þarfnast þeirra, “og þá mun spyrjandinn láta ykkur afskiptalausa.“
4 All this was done, that it might be fulfilled which was spoken by the prophet, saying,
Með þessu rættist gamall spádómur sem er svona:
5 Tell all of you the daughter of Sion, Behold, your King comes unto you, meek, and sitting upon an ass, and a colt the foal of an ass.
„Segið Jerúsalem að konungur hennar sé að koma, auðmjúkur og ríðandi á ösnufola!“
6 And the disciples went, and did as Jesus commanded them,
Lærisveinarnir tveir gerðu eins og þeim var sagt
7 And brought the ass, and the colt, and put on them their clothes, and they set him thereon.
og komu með ösnuna og folann til Jesú. Þeir lögðu síðan yfirhafnir sínar á folann og Jesús settist á bak.
8 And a very great multitude spread their garments in the way; others cut down branches from the trees, and scattered them in the way.
Þá breiddu flestir viðstaddra yfirhafnir sínar á veginn en aðrir skáru greinarnar af trjánum og dreifðu þeim á veginn.
9 And the multitudes that went before, and that followed, cried, saying, Hosanna to the son of David: Blessed is he that comes in the name of the Lord; Hosanna in the highest.
Allt fólkið gekk á undan og hrópaði: „Guð blessi konunginn, son Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Drottinn, sendu honum hjálp þína frá himnum.“
10 And when he was come into Jerusalem, all the city was moved, saying, Who is this?
Allt komst í uppnám í Jerúsalem við komu Jesú og fólkið þar spurði: „Hver er þetta?“
11 And the multitude said, This is Jesus the prophet of Nazareth of Galilee.
Mannfjöldinn, sem fylgdi honum, svaraði þá: „Þetta er Jesús, spámaðurinn frá Nasaret í Galíleu.“
12 And Jesus went into the temple of God, and cast out all them that sold and bought in the temple, and overthrew the tables of the moneychangers, and the seats of them that sold doves,
Jesús gekk inn í musterið og rak kaupmennina, sem þar voru, á dyr. Hratt um stöllum dúfnasalanna og borðum þeirra sem skiptu peningum. Hann sagði:
13 And said unto them, It is written, My house shall be called the house of prayer; but all of you have made it a den of thieves.
„Biblían segir: „Musteri mitt á að vera bænastaður, en þið hafið gert það að ræningjabæli!““
14 And the blind and the lame came to him in the temple; and he healed them.
Blindir menn og bæklaðir streymdu til hans og hann læknaði þá í musterinu.
15 And when the chief priests and scribes saw the wonderful things that he did, and the children crying in the temple, and saying, Hosanna to the son of David; they were sore displeased,
Þegar æðstu prestarnir og leiðtogarnir sáu þessi dásamlegu kraftaverk og heyrðu börnin hrópa í musterinu: „Guð blessi son Davíðs!“urðu þeir gramir og sögðu við hann: „Heyrirðu hvað börnin segja?“
16 And said unto him, Hear you what these say? And Jesus says unto them, Yea; have all of you never read, Out of the mouth of babes and infants you have perfected praise?
„Já, “svaraði Jesús, „hafið þið aldrei lesið þetta: „Jafnvel börnin munu lofa hann.““
17 And he left them, and went out of the city into Bethany; and he lodged there.
Síðan fór Jesús til Betaníu og gisti þar um nóttina.
18 Now in the morning as he returned into the city, he hungered.
Á leiðinni til Jerúsalem, morguninn eftir, fann hann til svengdar.
19 And when he saw a fig tree in the way, he came to it, and found nothing thereon, but leaves only, and said unto it, Let no fruit grow on you henceforward for ever. And presently the fig tree withered away. (aiōn )
Þá tók hann eftir fíkjutré, sem stóð rétt við veginn. Hann gekk að trénu til að athuga hvort á því væru nokkrar fíkjur, en svo var ekki, einungis lauf. Þá sagði hann við tréð: „Upp frá þessu munt þú aldrei bera ávöxt!“Rétt á eftir visnaði tréð. (aiōn )
20 And when the disciples saw it, they marvelled, saying, How soon is the fig tree withered away!
Lærisveinarnir urðu forviða og spurðu: „Hvernig gat tréð visnað svona fljótt?“
21 Jesus answered and said unto them, Verily I say unto you, If all of you have faith, and doubt not, all of you shall not only do this which is done to the fig tree, but also if all of you shall say unto this mountain, Be you removed, and be you cast into the sea; it shall be done.
„Sannleikurinn er sá, “svaraði Jesús, „að ef þið trúið án þess að efast, þá getið þið gert slíka hluti og jafnvel enn meiri. Þið gætuð til dæmis sagt við þetta fjall: „Flyttu þig út í sjó, “og það mundi hlýða.
22 And all things, whatsoever all of you shall ask in prayer, believing, all of you shall receive.
Þið getið fengið allt, já allt, sem þið biðjið um – ef þið trúið.“
23 And when he was come into the temple, the chief priests and the elders of the people came unto him as he was teaching, and said, By what authority do you these things? and who gave you this authority?
Þegar Jesús var kominn í musterið og farinn að kenna, komu æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar. Þeir kröfðust þess að hann segði þeim hver hefði gefið honum vald til að reka kaupmennina út daginn áður.
24 And Jesus answered and said unto them, I also will ask you one thing, (logos) which if all of you tell me, I in like wise will tell you by what authority I do these things.
„Það skal ég segja ykkur, ef þið svarið einni spurningu fyrst, “sagði Jesús.
25 The baptism of John, whence was it? from heaven, or of men? And they reasoned with themselves, saying, If we shall say, From heaven; he will say unto us, Why did all of you not then believe him?
„Sendi Guð Jóhannes skírara? Já, eða nei!“Þeir báru saman ráð sín: „Ef við segjum að Guð hafi sent hann, þá mun hann spyrja af hverju við höfum þá ekki trúað honum.
26 But if we shall say, Of men; we fear the people; for all hold John as a prophet.
En ef við segjum að Guð hafi ekki sent hann, þá mun fólkið ráðast á okkur, því að það telur að Jóhannes hafi verið spámaður.“
27 And they answered Jesus, and said, We cannot tell. And he said unto them, Neither tell I you by what authority I do these things.
Að lokum svöruðu þeir: „Við vitum það ekki.“„Þá svara ég ekki heldur spurningu ykkar, “sagði Jesús.
28 But what think all of you? A certain man had two sons; and he came to the first, and said, Son, go work to day in my vineyard.
„En hvað segið þið annars um þetta: Maður nokkur átti tvo syni. Hann sagði við annan: „Sonur minn, þú skalt vinna í víngarðinum í dag.“
29 He answered and said, I will not: but afterward he repented, and went.
„Æ, nei, ég nenni því ekki, “svaraði hann, en seinna sá hann sig um hönd og fór.
30 And he came to the second, and said likewise. And he answered and said, I go, sir: and went not.
Faðirinn sagði síðan við þann yngri: „Heyrðu, þú skalt fara í jarðræktina.“Sonurinn svaraði: „Já, pabbi, sjálfsagt!“en fór ekki fet.
31 Whether of them two did the will of his father? They say unto him, The first. Jesus says unto them, Verily I say unto you, That the publicans and the harlots go into the kingdom of God before you.
Hvor þessara tveggja hlýddi föður sínum?“„Sá fyrri, auðvitað, “svöruðu þeir. Jesús skýrði nú fyrir þeim merkingu sögunnar og sagði: „Illmennum og vændiskonum verður leiðin til himins greiðfærari en ykkur.
32 For John came unto you in the way of righteousness, and all of you believed him not: but the publicans and the harlots believed him: and all of you, when all of you had seen it, repented not afterward, that all of you might believe him.
Jóhannes skírari sagði ykkur að gjöra iðrun og snúa ykkur til Guðs. Það vilduð þið ekki, en það gerðu hins vegar svindlarar og skækjur. Og þótt þið sæjuð það gerast, vilduð þið samt ekki sjá ykkur um hönd og hlýða honum. Þess vegna gátuð þið ekki trúað.“
33 Hear another parable: There was a certain householder, which planted a vineyard, and hedged it round about, and dug a winepress in it, and built a tower, and let it out to husbandmen, and went into a far country:
„Hlustið á þessa sögu: Landeigandi nokkur plantaði vínviði og gerði skjólgarð umhverfis hann. Því næst reisti hann pall fyrir eftirlitsmanninn og leigði síðan víngarðinn nokkrum bændum með því skilyrði að þeir skiptu uppskerunni með honum. Síðan fluttist hann úr landi.
34 And when the time of the fruit drew near, he sent his servants to the husbandmen, that they might receive the fruits of it.
Þegar uppskerutíminn kom sendi hann menn sína til bændanna að sækja sinn hluta.
35 And the husbandmen took his servants, and beat one, and killed another, and stoned another.
En bændurnir gerðu aðsúg að þeim, börðu einn til óbóta, drápu annan og grýttu þann þriðja.
36 Again, he sent other servants more than the first: and they did unto them likewise.
Þá sendi hann aðra til þeirra, fleiri en þá fyrri, en allt fór á sömu leið.
37 But last of all he sent unto them his son, saying, They will reverence my son.
Að lokum sendi víngarðseigandinn son sinn, því hann hugsaði: „Þeir munu áreiðanlega bera virðingu fyrir honum.“
38 But when the husbandmen saw the son, they said among themselves, This is the heir; come, let us kill him, and let us seize on his inheritance.
En þegar bændurnir sáu son hans koma, sögðu þeir hver við annan: „Þarna kemur erfinginn. Komið! Við skulum drepa hann og þá eigum við víngarðinn!“
39 And they caught him, and cast him out of the vineyard, and slew him.
Síðan drógu þeir hann út úr víngarðinum og drápu hann.
40 When the lord therefore of the vineyard comes, what will he do unto those husbandmen?
Hvað haldið þið að landeigandinn muni gera við bændurna þegar hann kemur til baka?“
41 They say unto him, He will miserably destroy those wicked men, and will let out his vineyard unto other husbandmen, which shall render him the fruits in their seasons.
Leiðtogar Gyðinga svöruðu: „Svona illmenni ætti að lífláta og leigja víngarðinn öðrum, sem greiða leiguna skilvíslega.“
42 Jesus says unto them, Did all of you never read in the scriptures, The stone which the builders rejected, the same is become the head of the corner: this is the Lord's doing, and it is marvellous in our eyes?
Þá spurði Jesús: „Hafið þið aldrei lesið þessi ritningarorð: „Steinninn sem smiðirnir höfnuðu, var gerður að hornsteini. Drottinn hefur unnið dásamleg verk!“
43 Therefore say I unto you, The kingdom of God shall be taken from you, and given to a nation bringing forth the fruits thereof.
Það sem ég á við er þetta: Guðsríki verður tekið frá ykkur og gefið öðrum, sem afhenda Guði hans hlut í uppskerunni.
44 And whosoever shall fall on this stone shall be broken: but on whomsoever it shall fall, it will grind him to powder.
Þeir sem reka sig á þetta sannleiksbjarg munu sundurmerjast, en þeir sem undir verða myljast mélinu smærra.“
45 And when the chief priests and Pharisees had heard his parables, they perceived that he spoke of them.
Þegar æðstu prestarnir og hinir leiðtogarnir skildu að Jesús átti við þá – að þeir væru bændurnir í sögunni,
46 But when they sought to lay hands on him, they feared the multitude, because they took him for a prophet.
vildu þeir handtaka hann. Þeir þorðu það þó ekki vegna fólksins sem áleit að Jesús væri spámaður.