< 2 Timothy 1 >

1 Paul, an apostle of Jesus Christ by the will of God, according to the promise of life which is in Christ Jesus,
Frá Páli, sem að vilja Guðs er sendiboði Jesú Krists, til að flytja öllum boðskapinn um eilífa lífið, sem fæst fyrir trúna á Jesú Krist.
2 To Timothy, my dearly beloved son: Grace, mercy, and peace, from God the Father and Christ Jesus our Lord.
Til Tímóteusar, míns elskaða sonar. Guð, faðir, og Kristur Jesús, Drottinn okkar, veiti þér náð, miskunn og frið.
3 I thank God, whom I serve from my forefathers with pure conscience, that without ceasing I have remembrance of you in my prayers night and day;
Tímóteus, mikið er ég Guði þakklátur fyrir þig. Ég bið Guð dag og nótt að blessa þig og veita þér allt sem þú þarfnast. Eins og forfeður mínir, þjóna ég Guði og kappkosta að hafa hreina samvisku.
4 Greatly desiring to see you, being mindful of your tears, that I may be filled with joy;
Ég þrái mjög að hitta þig á ný. Mikið yrði það gaman! Ég man að þú táraðist þegar við skildum síðast.
5 When I call to remembrance the sincere faith that is in you, which dwelt first in your grandmother Lois, and your mother Eunice; and I am persuaded that in you also.
Ég veit að þú treystir Drottni af heilum hug, rétt eins og móðir þín, hún Evníke, og Lóis amma þín, og ég held að traust þitt hafi ekki minnkað.
6 Wherefore I put you in remembrance that you stir up the gift of God, which is in you by the putting on of my hands.
Þess vegna hvet ég þig til að efla með þér þá náðargjöf Guðs sem í þér býr – gjöfina sem þú fékkst þegar ég lagði hendur yfir þig og bað fyrir þér.
7 For God has not given us the spirit (pneuma) of fear; but of power, and of love, (agape) and of a sound mind.
Heilagur andi sem Guð gaf þér, vill ekki að við óttumst mennina, heldur vöxum í kærleika og krafti Guðs og gætum stillingar.
8 Be not you therefore ashamed of the testimony of our Lord, nor of me his prisoner: but be you partaker of the afflictions of the gospel according to the power of God;
Ef þú endurnýjast í þessum krafti frá degi til dags, muntu aldrei blygðast þín fyrir vitnisburðinn um Drottin, eða fyrir mig, þótt ég sé í fangelsi vegna Krists. Þá muntu líka verða reiðubúinn að þjást með mér vegna Drottins, því að hann mun styrkja þig.
9 Who has saved us, and called us with an holy calling, not according to our works, but according to his own purpose and grace, which was given us in Christ Jesus before the world began, (aiōnios g166)
Það var hann sem frelsaði okkur og útvaldi til að vinna sitt heilaga verk, ekki vegna þess að við ættum það skilið, heldur vegna eigin ákvörðunar, löngu áður en heimurinn varð til. Hann ætlaði að auðsýna okkur kærleika sinn og gæsku í Kristi. (aiōnios g166)
10 But is now made manifest by the appearing of our Saviour Jesus Christ, who has abolished death, and has brought life and immortality to light through the gospel:
Nú hefur hann framkvæmt þessa áætlun sína og sent okkur Jesú Krist, frelsarann, sem braut vald dauðans á bak aftur og opnaði okkur veg til eilífs lífs fyrir trúna á hann.
11 Unto which I am appointed a preacher, and an apostle, and a teacher of the Gentiles.
Síðan kaus hann mig til að flytja heiðingjunum þennan boðskap og uppfræða þá.
12 For the which cause I also suffer these things: nevertheless I am not ashamed: for I know whom I have believed, and am persuaded that he is able to keep that which I have committed unto him against that day.
Þess vegna þarf ég að þjást hér í fangelsinu, en ég skammast mín ekkert fyrir það því ég veit á hvern ég trúi og er þess fullviss að hann megnar að varðveita allt það sem mér er trúað fyrir, allt til þess dags er hann kemur á ný.
13 Hold fast the form of sound words, (logos) which you have heard of me, in faith and love (agape) which is in Christ Jesus.
Haltu fast við sannleikann eins og ég kenndi þér hann, einkum það sem varðar trúna og kærleikann, sem Jesús Kristur gefur.
14 That good thing which was committed unto you keep by the Holy Spirit (pneuma) which dwells in us.
Varðveittu vel þá góðu og guðlegu hæfileika sem þér voru gefnir af heilögum anda sem í þér býr.
15 This you know, that all they which are in Asia be turned away from me; of whom are Phygellus and Hermogenes.
Eins og þú veist eru bræðurnir sem hingað komu frá Litlu-Asíu, allir farnir frá mér og meira að segja Fýgelus og Hermogenes.
16 The Lord give mercy unto the house of Onesiphorus; for he often refreshed me, and was not ashamed of my chain:
Drottinn blessi Ónesífórus og alla hans fjölskyldu. Oft vitjaði hann mín og uppörvaði. Heimsóknir hans voru eins og ferskur andblær og aldrei blygðaðist hann sín fyrir fjötra mína.
17 But, when he was in Rome, he sought me out very diligently, and found me.
Sannleikurinn er sá að þegar hann kom til Rómar, leitaði hann mín um allt og fann mig að lokum.
18 The Lord grant unto him that he may find mercy of the Lord in that day: and in how many things he ministered unto me at Ephesus, you know very well.
Guð blessi hann ríkulega þegar Kristur kemur aftur – þú veist manna best hversu hann hjálpaði til í Efesus.

< 2 Timothy 1 >