< 2 Peter 2 >

1 But there were false prophets also among the people, even as there shall be false teachers among you, who privately shall bring in damnable heresies, even denying the Lord that bought them, and bring upon themselves swift destruction.
Falsspámenn komu einnig fram í þá daga og hið sama mun gerast hjá ykkur. Þeir munu beita kænsku við að breiða út lygi um Guð. Þeir munu jafnvel ganga svo langt að afneita Drottni sínum, sem frelsaði þá, og þegar svo er komið eru afdrif þeirra augljós: Bráð glötun.
2 And many shall follow their pernicious ways; by reason of whom the way of truth shall be evil spoken of.
Margir munu aðhyllast villukenningar þeirra og þeir munu fá fólk til að hlæja að Kristi og kenningum hans.
3 And through covetousness shall they with feigned words (logos) make merchandise of you: whose judgment now of a long time lingers not, and their damnation slumbers not.
Þessir fræðarar munu segja ykkur allt sem þeim dettur í hug, til þess eins að græða á ykkur og komast yfir peningana ykkar. Langt er síðan Guð fordæmdi slíka menn og nú bíður þeirra ekkert nema glötun.
4 For if God spared not the angels that sinned, but cast them down to hell, and delivered them into chains of darkness, to be reserved unto judgment; (Tartaroō g5020)
Ekki hlífði Guð englunum sem syndguðu, heldur varpaði hann þeim niður til heljar, þar sem þeir bíða dómsdags, læstir inni í dimmum og drungalegum hellum. (Tartaroō g5020)
5 And spared not the old world, but saved Noah the eighth person, a preacher of righteousness, bringing in the flood upon the world of the ungodly;
Ekki hlífði hann heldur fólkinu sem lifði fyrr á öldum, á dögum flóðsins, að Nóa undanskildum, manninum sem játaði trú sína á Guð ásamt sjö öðrum í fjölskyldu sinni. Í þessu gífurlega flóði eyddi Guð hinum óguðlega heimi.
6 And turning the cities of Sodom and Gomorrha into ashes condemned them with an overthrow, making them an example unto those that after should live ungodly;
Síðar gerði hann borgirnar Sódómu og Gómorru að rjúkandi rúst. Hann þurrkaði þær út af yfirborði jarðarinnar og setti þær sem víti til varnaðar, öllum óguðlegum mönnum framtíðarinnar, svo að þeir mættu minnast þeirra og skelfast.
7 And delivered just Lot, vexed with the filthy conversation of the wicked:
En á sama tíma bjargaði Drottinn Lot út úr Sódómu, vegna þess að hann var góður maður. Öll sú hræðilega illska, sem Lot varð vitni að dag eftir dag, olli honum sárri kvöl.
8 (For that righteous man dwelling among them, in seeing and hearing, vexed his righteous soul from day to day with their unlawful deeds; )
9 The Lord knows how to deliver the godly out of temptations, and to reserve the unjust unto the day of judgment to be punished:
Fyrst Drottinn gat bjargað Lot, þá getur hann einnig bjargað þér og mér út úr þeim freistingum sem umkringja okkur, og hann getur einnig refsað hinum óguðlegu, allt til þess dags er lokadómurinn verður kveðinn upp.
10 But chiefly them that walk after the flesh in the lust of uncleanness, and despise government. Arrogant are they, self-willed, they are not afraid to speak evil of dignities.
Drottinn mun kveða upp þungan dóm yfir þeim sem láta leiðast af girnd sinni og illum hugsunum; einnig þeim sem eru stoltir og einþykkir og dirfast að hæðast að dýrð hans.
11 Whereas angels, which are greater in power and might, bring not railing accusation against them before the Lord.
Þetta gera þessir falskennendur enda þótt englarnir, sem standa frammi fyrir Drottni á himnum – og eru þeir miklu æðri að tign og mætti – fari aldrei niðrandi orðum um þessi illu máttarvöld.
12 But these, as natural brute beasts, made to be taken and destroyed, speak evil of the things that they understand not; and shall utterly perish in their own corruption;
Þessir falskennendur eru heimskir. Þeir eru engu betri en dýrin, sem aðeins láta stjórnast af hvötum sínum og eru fædd til þess eins að verða slátrað. Þeir hlæja að hinum voldugu, sem þeir þekkja ekki hót. Slíkir menn munu fá það sem þeir eiga skilið fyrir illverk sín – glötun.
13 And shall receive the reward of unrighteousness, as they that count it pleasure to riot in the day time. Spots they are and blemishes, sporting themselves with their own deceits while they feast with you;
Það verða launin sem þeir munu fá fyrir syndir sínar, því að þeir eru munaðarseggir sem sækjast stöðugt eftir því sem illt er. Þeir eru til skammar og svívirðingar á meðal ykkar. Þeir draga ykkur á tálar, því að bæði lifa þeir í viðbjóðslegri synd og svo taka þeir þátt í kærleiksmáltíðum ykkar eins og allt væri í besta lagi.
14 Having eyes full of adultery, and that cannot cease from sin; beguiling unstable souls: an heart they have exercised with covetous practices; cursed children:
Engin kona kemst hjá syndsamlegum augnagotum þeirra og af hórdómi fá þeir aldrei nóg. Þeir leika sér að því að tæla óstöðugar konur og æsa þar með upp í sér girndina – bölvun dómsins bíður þeirra.
15 Which have forsaken the right way, and are gone astray, following the way of Balaam the son of Bosor, who loved the wages of unrighteousness;
Þeir hafa yfirgefið hinn rétta veg og villst eins og Bíleam, sonur Beórs, sem elskaði rangfenginn gróða.
16 But was rebuked for his iniquity: the dumb ass speaking with man's voice forbad the madness of the prophet.
En Bíleam var stöðvaður á villubraut sinni, er asninn hans tók að tala við hann mannamál og ávíta hann.
17 These are wells without water, clouds that are carried with a tempest; to whom the mist of darkness is reserved for ever. (questioned)
Þessir menn eru eins og lindir sem þornað hafa upp. Þeir lofuðu góðu, en svo brugðust þeir. Þeir eru eins og ský sem hrekjast fyrir vindi. Þeir eru dæmdir til að falla í hin eilífu hyldýpi myrkursins. (questioned)
18 For when they speak great swelling words of vanity, they allure through the lusts of the flesh, through much wantonness, those that were clean escaped from them who live in error.
Þeir hrósa sér fjálglega af syndum sínum og árangri í kvennamálum og nota girnd sína sem beitu til að draga þá, sem nýsloppnir eru úr slíku spillingarfeni, aftur út í syndina.
19 While they promise them liberty, they themselves are the servants of corruption: for of whom a man is overcome, of the same is he brought in bondage.
Þeir segja: „Fagnaðarerindið gefur þér rétt til að gera hvað sem þig langar til. Vertu frjáls!“Fræðarar, sem bjóða slíkt „frelsi“frá boðorðunum, eru sjálfir þrælar syndar og spillingar. Sérhver maður er þræll þess sem hefur vald yfir honum.
20 For if after they have escaped the pollutions of the world through the knowledge of the Lord and Saviour Jesus Christ, they are again entangled therein, and overcome, the latter end is worse with them than the beginning.
Sá sem hefur sloppið úr greipum hins illa í þessum heimi, með því að kynnast Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi, en flækist síðan aftur í neti syndarinnar og verður þræll hennar að nýju, er verr staddur en áður en hann varð kristinn.
21 For it had been better for them not to have known the way of righteousness, than, after they have known it, to turn from the holy commandment delivered unto them.
Betra hefði verið fyrir hann að kynnast aldrei Kristi, en að kynnast honum og snúa síðan bakinu við hinum heilögu boðorðum, sem honum voru gefin.
22 But it is happened unto them according to the true proverb, The dog is turned to his own vomit again; and the sow that was washed to her wallowing in the mire.
Gamall málsháttur hljóðar svo: „Hundur snýr aftur til spýju sinnar og þvegið svín veltir sér í saur.“Þannig fer fyrir þeim sem snúa sér aftur að syndinni.

< 2 Peter 2 >