< Psalms 108 >
1 O God, my heart is fixed; I will sing and give praise, even with my glory.
Ó, Guð, nú vil ég lofa þig! Ég vil syngja og fagna frammi fyrir þér.
2 Awake, psaltery and harp: I myself will awake early.
Vaknaðu, harpa og gígja! Við viljum bjóða morgunroðann velkominn með söng!
3 I will praise thee, O Yhwh, among the people: and I will sing praises unto thee among the nations.
Ég vil lofa þig um víða veröld, Drottinn, vegsama þig hjá hverri þjóð.
4 For thy mercy is great above the heavens: and thy truth reacheth unto the clouds.
Því að miskunn þín nær til skýjanna og trúfesti þín er ómælanleg!
5 Be thou exalted, O God, above the heavens: and thy glory above all the earth;
Láttu tign þína og mátt birtast og dýrð þína breiðast yfir jörðina.
6 That thy beloved may be delivered: save with thy right hand, and answer me.
Hlustaðu á ákall vina þinna og bjargaðu þeim með krafti þínum, já, bænheyrðu þá.
7 God hath spoken in his holiness; I will rejoice, I will divide Shechem, and mete out the valley of Succoth.
Fögnum og gleðjumst því að við höfum fengið loforð frá Guði! Hann hefur lofað að gefa okkur Síkemland og Súkkótdal.
8 Gilead is mine; Manasseh is mine; Ephraim also is the strength of mine head; Judah is my lawgiver;
„Ég á Gíleað, ég á Manasse og Efraím er hjálmurinn á höfði mínu. Júda er veldissproti minn
9 Moab is my washpot; over Edom will I cast out my shoe; over Philistia will I triumph.
en Móab og Edóm fyrirlít ég og yfir Filisteu æpi ég siguróp.“
10 Who will bring me into the strong city? who will lead me into Edom?
Hver nema Guð getur veitt mér styrk til að sigrast á víggirtum borgum? Hver nema hann getur opnað mér leið inn í Edóm?
11 Wilt not thou, O God, who hast cast us off? and wilt not thou, O God, go forth with our armies?
Drottinn, hefur þú útskúfað okkur? Hefur þú gert her okkar óvígan?
12 Give us help from trouble: for vain is the help of man.
Ó, veittu okkur lið gegn óvinum okkar, því að mannahjálp er gagnslaus.
13 Through God we shall do valiantly: for he it is that shall tread down our enemies.
Með hjálp Guðs munum við vinna hetjudáð og hann mun gjörsigra óvini okkar.