< Psalms 92 >

1 It is a good thing to give thanks unto YHWH, and to sing praises unto thy name, O most High:
Gott er að þakka Drottni og lofsyngja Guði hinum hæsta.
2 To shew forth thy lovingkindness in the morning, and thy faithfulness every night,
Á hverjum morgni segi ég við Drottin: „Þökk sé þér fyrir miskunn þína!“Og á kvöldin fagna ég yfir trúfesti hans.
3 Upon an instrument of ten strings, and upon the psaltery; upon the harp with a solemn sound.
Syngið honum lof og leikið undir á hörpu og gígju.
4 For thou, YHWH, hast made me glad through thy work: I will triumph in the works of thy hands.
Drottinn, mikið ertu mér góður. Ég syng af gleði! – Er nokkur hissa á því?
5 O YHWH, how great are thy works! and thy thoughts are very deep.
Ó, Drottinn, mikil eru máttarverk þín!
6 A brutish man knoweth not; neither doth a fool understand this.
Þeir einir sem ekki nenna að hugsa, fara þeirra á mis. Heimskingjarnir skilja ekki
7 When the wicked spring as the grass, and when all the workers of iniquity do flourish; it is that they shall be destroyed for ever:
að hinir óguðlegu – sem í bili virðast hafa það gott – munu afmáðir að eilífu.
8 But thou, YHWH, art most high for evermore.
En Drottinn, þú lifir að eilífu, hátt upphafinn á himnum,
9 For, lo, thine enemies, O YHWH, for, lo, thine enemies shall perish; all the workers of iniquity shall be scattered.
meðan óvinir þínir – illgjörðamennirnir – tvístrast.
10 But my horn shalt thou exalt like the horn of an unicorn: I shall be anointed with fresh oil.
Ég finn styrk og kraft, en Drottinn, allt er það þér að þakka! Blessun þín hefur endurnært mig.
11 Mine eye also shall see my desire on mine enemies, and mine ears shall hear my desire of the wicked that rise up against me.
Ég heyrði dóminn yfir óvinum mínum og sá þegar þeim var eytt.
12 The righteous shall flourish like the palm tree: he shall grow like a cedar in Lebanon.
En hinir réttlátu munu blómgast líkt og ávaxtatré, já vaxa eins og sedrustrén í Líbanon.
13 Those that be planted in the house of YHWH shall flourish in the courts of our Elohim.
Því að þeir eru gróðursettir í garði Drottins og njóta umhyggju hans.
14 They shall still bring forth fruit in old age; they shall be fat and flourishing;
Jafnvel á elliárunum bera þeir ávöxt og eru sem laufguð tré.
15 To shew that YHWH is upright: he is my rock, and there is no unrighteousness in him.
Þeir bera vitni um réttlæti Drottins, að hann er skjól og vernd og allt sem hann gerir er gott!

< Psalms 92 >