< 1 Corinthians 16 >

1 Now concerning the collection for the saints, as I have given order to the assemblies of Galatia, even so do ye.
Varðandi peningana, sem þið eruð að safna handa söfnuðinum í Jerúsalem, þá skuluð þið fara eins að og ég hef sagt söfnuðinum í Galatíu.
2 Upon one of the weeks let every one of you lay by him in store, as YHWH hath prospered him, that there be no gatherings when I come.
Hvern sunnudag skuluð þið, hvert og eitt, leggja til hliðar þá upphæð sem efni leyfa. Látið þetta ekki dragast þangað til ég kem.
3 And when I come, whomsoever ye shall approve by your letters, them will I send to bring your liberality unto Jerusalem.
En þegar ég kem, mun ég senda kærleiksgjöf ykkar til Jerúsalem, ásamt bréfi mínu, með traustum sendiboðum, sem þið hafið sjálf valið til fararinnar.
4 And if it be meet that I go also, they shall go with me.
Hafi ég sjálfur tíma til að fara, þá geta þeir orðið mér samferða.
5 Now I will come unto you, when I shall pass through Macedonia: for I do pass through Macedonia.
Ég kem til ykkar frá Makedóníu, en þar mun ég aðeins hafa stutta viðdvöl.
6 And it may be that I will abide, yea, and winter with you, that ye may bring me on my journey whithersoever I go.
Ef til vill mun ég dvelja nokkuð hjá ykkur, jafnvel allan veturinn, og eftir það getið þið sent mig áfram til næsta ákvörðunarstaðar.
7 For I will not see you now by the way; but I trust to tarry a while with you, if YHWH permit.
Í þetta sinn ætla ég sem sagt að vera lengur með ykkur, ef Drottinn leyfir.
8 But I will tarry at Ephesus until Pentecost.
Hér í Efesus ætla ég að dveljast fram að hvítasunnu,
9 For a great door and effectual is opened unto me, and there are many adversaries.
því að hér hef ég nóg að gera við að predika og kenna. Hér er mikið um að vera, en andstæðingarnir eru líka margir.
10 Now if Timotheus come, see that he may be with you without fear: for he worketh the work of YHWH, as I also do.
Ef Tímóteus skyldi koma, sjáið þá til þess að honum líði vel, því að hann vinnur verk Drottins eins og ég.
11 Let no man therefore despise him: but conduct him forth in peace, that he may come unto me: for I look for him with the brethren.
Látið engan lítilsvirða hann vegna þess hve ungur hann er og þegar hann hefur lokið sér af hjá ykkur, sendið hann þá ánægðan til mín. Ég hlakka til að sjá hann, svo og hina bræðurna, sem væntanlegir eru.
12 As touching our brother Apollos, I greatly desired him to come unto you with the brethren: but his will was not at all to come at this time; but he will come when he shall have convenient time.
Ég bað Apollós að verða samferða bræðrunum til ykkar, en hann fékkst ekki til þess nú, hann kemur seinna, ef tækifæri býðst.
13 Watch ye, stand fast in the faith, quit you like men, be strong.
Vakið! Standið stöðug í trúnni. Verið djörf og sterk
14 Let all your things be done with love.
og látið kærleikann leiða ykkur í öllu.
15 I beseech you, brethren, (ye know the house of Stephanas, that it is the firstfruits of Achaia, and that they have addicted themselves to the ministry of the saints, )
Þið munið eftir Stefanasi og fjölskyldu hans, en þau voru fyrst til að taka trú í Grikklandi. Þau hafa helgað sig starfinu til hjálpar kristnum mönnum.
16 That ye submit yourselves unto such, and to every one that helpeth with us, and laboureth.
Verið þeim hjálpleg og fylgið ráðleggingum þeirra, svo og öðrum þeim er vinna meðal ykkar af sömu alúð og dugnaði og þau.
17 I am glad of the coming of Stephanas and Fortunatus and Achaicus: for that which was lacking on your part they have supplied.
Það gleður mig mjög að Stefanas, Fortúnatus og Akkaíkus hafa heimsótt ykkur.
18 For they have refreshed my spirit and yours: therefore acknowledge ye them that are such.
Þeir hafa veitt mér mikla hjálp og bætt mér upp fjarveru ykkar. Þeir hafa verið mér til mikillar uppörvunar og styrktar, og ég er viss um að þið hafið sömu reynslu af þeim og ég.
19 The assemblies of Asia salute you. Aquila and Priscilla salute you much in the Master, with the assembly that is in their house.
Söfnuðirnir hér í Litlu-Asíu senda ykkur kærar kveðjur. Akvílas og Priska biðja að heilsa, svo og söfnuðurinn sem kemur saman á heimili þeirra.
20 All the brethren greet you. Greet ye one another with an holy kiss.
Allir vinirnir hér senda ykkur kveðjur. Heilsið hvert öðru hjartanlega.
21 The salutation of me Paul with mine own hand.
Þessi kveðjuorð rita ég eigin hendi:
22 If any man love not the Master Yahushua the Messiah, let him be a curse. Maranatha!
Sá sem ekki elskar Drottin, er útilokaður frá samfélaginu við Guð og þar með undir bölvun. Kom þú Drottinn Jesús!
23 The favour of our Master Yahushua the Messiah be with you.
Kærleikur og náð Drottins Jesú sé með ykkur.
24 My love be with you all in the Messiah Yahushua.
Mínar innilegustu kveðjur til ykkar allra sem tilheyrið Kristi Jesú. Amen. Páll

< 1 Corinthians 16 >